Hugur og hönd - 01.06.2011, Síða 16
Sigurlaug Hjaltadóttir
Úr líffræði í lopabárur
Af prjónahönnun Bergþóru Eiríksdóttur
Bergþóra Eiríksdóttir.
Hvað eiga dýralækningar, líftækni og
lopi sameiginlegt? Jú, allt þetta hefur
fangað hug Bergþóru Eiríksdóttur,
þriggja barna móður, líffræðings og dýra-
læknis í Kópavogi sem hannar líka
prjónaflíkur úr lopa. Eg hitti Bergþóru á
frostköldu sunnudagskvöldi síðla í febrúar.
A móti mér tók stórvaxinn og loðinn 11
ára vinur húsfreyjunnar, hundurinn
Trölli, og rauðbröndótti kötturinn
Grímur. Börnin þrjú sváfu vært.
Bergþóra er fædd og uppalin í
Reykjavík, í Breiðholtinu. Hún lærði
fyrst líffræði við Háskóla Islands og hélt
svo til Danmerkur til að nema dýralækn-
ingar. Hún kom heim frá Danmörku
árið 2002 og tók þá að starfa við dýra-
lækningar. Hún hefur einnig unnið við
lyíjaþróunardeild Islenskrar erfðagrein-
ingar en vinnur í dag við þjónusturann-
sóknir hjá líftæknifýrirtæki sem hún og
aðrir fyrrverandi samstarfsmenn hennar
hjá Islenskri erfðagreiningu stofnuðu.
Aðspurð um hvort hún hafi lært að vinna
með textílefni svarar hún: „Nei, ég er
alveg ómenntuð í textílhönnun og er í
raun bara með þá kunnáttu sem ég fékk
í handavinnu í grunnskóla. Mamma
prjónar reyndar mikið og ég hef alltaf
getað leitað til hennar til að leiðbeina
mér við eitt og annað. Eg lærði svo ljós-
myndun í menntaskóla en hef ekki lagt
stund á annað listnám.“
En hvernig kom það til að Bergþóra
fór að hanna prjónafhkur úr lopa? „Eg
var atvinnulaus um tíma og fór þá að
prjóna mikið. Þegar kreppan skall svo á
haustið 2008 prjónaði ég sex lopapeysur
til gjafa fyrir jólin. Eftir að hafa prjónað
svona stíft eftir tilbúnum mynstrum og
uppskriftum hugsaði ég með mér að ég
gæti alveg hannað flíkurnar sjálf. Mig var
farið að klæja í fingurna að prófa að
prjóna eitthvað annað en hefðbundnar
lopapeysur úr plötulopanum. Upp úr því
fór ég að prófa mig áfram í hönnun.
Þegar ég fæ hugmyndir rissa ég þær upp
og prjóna svo litlar prufur til að prófa
saman liti, áferð og hentuga prjónfestu.
Þegar ég byrja á flíkunum þróast hug-
myndirnar oft og flíkin gjörbreytist. Hins
vegar verða svo sumar flíkur til upp úr
prufum sem ég er að leika mér að. “ Þetta
á til að mynda við um Barbapapa-
peysukjól sem Bergþóra hefur prjónað.
Hún sýnir mér prufustykkið sem minnti
hana á hinn belgmikla Barbapapa og
varð kveikjan að hugmyndinni að peys-
unni. Hún sýnir mér aðra prufu, blá-
röndótta: „Hér var ég að vinna prufu
fyrir röndótta peysu á manninn minn.
Ég prjónaði saman mismunandi bláa liti
í sléttu prjóni, breytti svo um prjónaá-
ferð og fékk þá hugmyndina að bárun-
um. Maðurinn minn fékk sem sé aldrei
bláröndóttu peysuna sína,“ segir Bergþóra
og hlær, „en úr varð peysa á drenginn
minn sem hefur fengið heitið Báran blá.“
Bergþóra hefur einnig útfært peysuna í
rauðbleikum og fjólubláum litum fyrir
stúlkur.
Mistök geta líka orðið kveikjan að enn
nýjum hugmyndum. „Já, þegar ég var
eitt sinn að prjóna fjólubláan kjól á syst-
urdóttur rnína sá ég að ég hafði fitjað
upp of fáar lykkjur og faldurinn varð
ekki jafnvíður og ég ætlaði mér. Ég henti
því prjónlesinu frá mér og byrjaði á
kjólnum á ný. Ég rakti þetta ekki upp því
ég vinn mest úr einföldum plötulopa og
hann er erfitt að rekja upp án þess að
Barbapapa-peysukjóll. Einband ogplötulopi.
16 HUGUR 0G HÖND 2011