Hugur og hönd - 01.06.2011, Blaðsíða 19

Hugur og hönd - 01.06.2011, Blaðsíða 19
Marianne Guckelsberger Vangaveltur um spunaaðferðir á Islandi og annars staðar í Evrópu Frá upphafi mannkynssögunnar hefur það verið ein af grunn- þörfum manna að búa til þræði. Þegar á eldri steinöld, löngu áður en menn tóku sér fasta búsetu, fóru að rækta húsdýr og stunda akuryrkju, drógu veiðimenn og safnarar björg í bú í netum og ílátum fléttuðum úr snúrum úr plöntutrefjum. I Lascaux hellin- um í Frakklandi hafa fundist meira en 15.000 ára gamlar leifar af snúrum úr basti. I Israel fundust 19.000 ára gamlar snúrur og í Tékklandi hafa komið í ljós leifar sem eru 28.000 ára gamlar. Dr. Soffer, bandarískur fornleifafræðingur, og aðrir vísindamenn telja reyndar að enn eldri snúrur eigi eftir að finnast því þær sem fúnd- ist hafa eru það vel gerðar að þær eru greinilega ekki eftir byrj- endur.' Bönd, snúrur, reipi eða þræðir léttu steinaldarmönnum lífið því að það auðveldaði mjög að bera heim t.d. dýr eða rótarávexti, en fólk var jafnframt farið að skreyta sig með þeim eins og sést á svokölluðum Venusarfígúrum sem margar eru 20 — 30.000 ára gamlar. Með réttu mætti kalla þessa merku uppfinningu „þráða- byltingu“ (string revolutiori), eins og textílfræðingurinn og forn- leifafræðingurinn Dr. Elizabeth Wayland Barber hefur lagt til. Þó að hægt sé að búa til langa þræði án áhalda, t.d. með því að hnýta saman endana á styttri trefjum, telur Olga SofFer að munir úr beini og fílabeini frá sama tímabili og Venusarfígúrurnar gætu verið áhöld til textílgerðar, s.s. spindle sticks eða spunaprik, sem er einfalt prik eða kvistur en með því að festa til að mynda ull við prikið og snúa því meðan teygt er á trefjum eða ull hleypur snún- ingurinn í bandið. Onnur tól sem fundust ber hugsanlega að líta á sem snældusn- úða og kljásteina. Frá þessu einfalda tæki er stutt í halasnældu sem í aldanna rás hefur tekið á sig margar myndir eftir því hvaða trefjar eða hár átti að spinna. Nýlega kom út athyglisverð bók með myndum sem sýna þennan ótrúlega skemmtilega fjölbreytileik á halasnældum um víða veröld. Navajo-indjánakonur spinna sitjandi gróft band í teppi á stórum þungum snældum þar sem endinn hvílir á jörð- inni, meðan konur í Evrópu spinna fínasta bandið á halasnældu gangandi milli bæja. Snældusnúðurinn getur verið ýmist uppi, niðri eða í miðju á teininum en snældan sjálf er annað hvort hangandi (suspended) eða neðri endinn á halanum er látinn hvíla á undirstöðu svo sem diski (supportea!). Stærð og þyngd snúðsins fer eftir fínleika spunaefnis. Það er augljóst að fínar og stuttar trefjar eins og bómull myndu slitna við þunga snældu og eru þær því spunnar á léttri snældu á undirstöðu eins og gert er í Asíulöndum og Afríku, en langar trefjar eins og hör eða ull evr- ópskra kindastofna eru spunnar á hangandi snældu. Hvar snúð- urinn er hafður á teini virðist vera bundið við ákveðin menningar- svæði og er hefðin svo sterk að ekki verður brugðið út af vananum. Merkilegt er að auk Islands þekktust snældur með snúðinn efst á hala aðeins í Egyptalandi, Mesópótamíu og Iran. Það virðist vera svo að með grunnaðferðir eins og spuna hugsi menn gjarnan „er nokkuð hægt að gera þetta öðruvísi?" Þ.e.a.s. aðferðir sem uppfylla grunnþarfir haldast gjarnan óbreyttar öldum saman. Móðir kennir dóttur sinni eins og hún lærði af móður sinni. Tóvinna er tímafrek og krefst einbeitingar en einföld tóvinnuáhöld má leggja til hliðar um stund þegar önnur húsverk eða barnauppeldi krefjast þess. Það er líklega þess vegna sem konum gafst aldrei sú ró og það næði sem þarf til að breyta eða betrumbæta áhöldin sem þær notuðu dagsdaglega. Og þær hafa kannski hugsað: „Til hvers? Þetta virkar vel og svona er þetta bara gert...“ Eða hvað? íslenska halasnældan A íslenskum halasnældum er snúðurinn alltaf staðsettur efst á halanum og það er hnokki efst í honum. Ullin er kembd, síðan lyppuð og geymd á handleggnum og spunnin. Upphafsspotti er undinn nokkrum sinnum um halann og kræktur í hnokkann. Ullinni er haldið í vinstri hendi og spunnin með því að rúlla tein- inum niður hægra lærið, ef menn eru rétthentir, en við það snýst snældan rangsælis og bandið fær S-snúning. Þegar teinninn er fullur er bandið hespað á hesputré ef það er ekki undið í hnykil. Maður sáir korni og kona spinnur band. Mynd úr Fécamp saltaranum frá um 1180. © Nationale bibliotheek van Nederland (KB 76 F13, fol. lOv). HUGUR 0G HÖND 2011 19

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.