Hugur og hönd - 01.06.2011, Qupperneq 20

Hugur og hönd - 01.06.2011, Qupperneq 20
Evrópska spunaaðferðin Við athugun á þýskum, ítölskum og frönskum handritaskreyt- ingum frá miðöldum og málverkum í tveimur gagnasöfnum nýlega rakst ég á myndir af konum sem spinna á svolítið annan hátt en við höfum vanist hér á landi. Snúðurinn er nálægt neðri enda halans og á öllum myndum sem ég skoðaði er óspunna ullin undantekningarlaust geymd á teini (e. distaff), sem er ýmist stungið undir beltið, undir handlegginn eða hann rekinn ofan í jörð. Þannig er konan með báðar hendur fríar við spun- ann, hún þarf ekki að halda á ullinni. Til að spinna á snældu með snúð sem staðsettur er neðst á halanum er bandið vafið nokkrum sinnum um teininn íyrir ofan snúðinn, síðan lagt hálfan hring undir hann og upp aftur. Bandið er fest efst á teininum með hálfri lykkju sem tryggir að snældan er stöðug og hún sett í gang með því að snúa teinunum milli þumals, vísifingurs og löngutangar. Eðlilegast er fyrir rétt- hentan mann að snúa henni réttsælis, bandið fær því Z-snúning. I hinu fræga Osebergskipi frá árinu 834 fundust textílefni og áhöld til textílgerðar í hundruðatali, meðal annars ein slík snælda. Hún bendir til þess að í gamalli norrænni spunahefð voru snældur með snúðinn niðri en spyrja má hvað varð til þess að á Islandi er þessu öfugt farið? Voru það landnámskonur frá öðrum svæðum sem komu hingað með annars konar snældur? Kom breytingin kannski seinna? Eru til áreiðanlegir fornleifa- fundir frá fyrstu öldum eftir landnám? Fornleifafræðingar eru ekki endilega textílfræðingar og í útlenskum söfnum eru mörg dæmi um að snældur hafa verið settar saman vitlaust. Distaff eða rokkur Distaff, sem hér er kallað rokkur (í fornri merkingu orðsins sbr. skýringar síðar), er einföld trjákvísl til að geyma ullarkemb- urnar á og hafa þannig ullina nærri sér án þess að halda á henni. Fyrir konur sem þurftu að nota hverja stund til að spinna, hvort sem gengið var milli bæja, setið yfir fé eða beðið meðan súpan var að malla, var þetta mjög handhægur gripur, enda auðveldur að taka með sér. A austurrískri handritaskreytingu frá 1265 sést kona gefa reifabarni sínu brjóst á meðan hún geymir rokk og snældu við hliðina á sér í þar til gerðri grind. A mörgum biblíuskreytingum sjást Adam og Eva við hefðbundin störf, Adam iðulega við akuryrkju á meðan Eva situr og spinnur og ávallt notar hún slíkan rokk við það. Þessir rokkar eru líka algengir á myndum frá klassískum grískum tíma (u.þ.b. 800 - 300 f.Kr.) sem sýna konur við spuna og á vasa frá Sopron í )iDo jjfaltfliotrmn aimico Bóndakona gefur hœnsnum og hinn forni rokkur eða distajf. Mynd úr Luttrell saltaranum frá um 1320-40. © British Library (Add. MS 4 2130, fol. 166v). Ungverjalandi frá 7. öld f. Kr. sjást konur vefa og spinna, en einnig hér notar spunakonan rokk til að geyma ullina á. Hvort sem hinn forni rokkur var fagurlega smíðaður og útskorinn eða bara einfalt prik þá virðast slíkir gripir hafa verið ómissandi við spuna í mörg þúsund ár. Þetta sýna bæði myndir sem voru skoðaðar í fyrrnefndum myndasöfnum svo og forn- leifar, t.d. fannst áhald í Osebergskipi sem að öllum líkindum var rokkur. Elsa E. Guðjónsson og Aslaug Sverrisdóttir hafa bent á að orðið „rokkur“ hafi haft aðra merkingu í forníslensku en í dag. Talið er að það sem nefnt er rokkur í fornum íslenskum heim- ildum sé það sem á ensku heitir „distaff ‘ og þýska orðið Rocken eða Spinnrocken merkir einmitt það. I Eyrbyggjasögu segir: „Þeir sá, at Katla spann garn af rokki. ... hefir þat verit Oddr, sonr hennar, er oss sýndist rokkrinn.“ ... „Þeir gengu í stofu. ... Lá þar rokkr Kötlu í bekknum.“ ... „hljópu þeir inn ok til stofu, ok sat Katla á palli ok spann.“ ... „Förunautar hans [Arnkels] tóku rokkinn og hjuggu í sundr. Þá mælti Katla: ...er þér hjugg- uð rokkinn.“ Mér þykir athyglisverð spurning hvenær og af hverju rokk- urinn (í merkingunni distaff) fór úr notkun. Var það lárinn sem kom í stað hans til að geyma spunaefnið í? Breyttist eitthvað í tóvinnuferlinu? Var t.d. farið að lyppa ullina og lyppurnar geymdar í lárum til að spinna síðar? Lár eða lyppulár er lítill rimlakassi, oft fagurlega útskorinn, til að geyma lyppur í sem síðar eru spunnar á halasnældu. Það er skiljanlegt að vegna veðurfars gengu íslenskar konur ekki milli bæja spinnandi með rokk stungið í belti, en svo virð- ist sem þær hafi heldur ekki notað hann innandyra. Eftir að hinir nýju rolckar voru kynntir til sögunnar á Islandi með Innréttingunum um miðja 18. öld sátu konur á rúmstokknum og spunnu með kembulár við hliðina á sér, en notuðu þær ekki hina gömlu rokka á öldunum áður þegar spunnið var á snældu, gangandi eða standandi? Hver skyldi vera ástæðan ef svo var ekki? Það væri áhugavert að skoða gamlar heimildir, t.d. skreyt- ingar á handritum, með það að leiðarljósi. Niddy noddy eða hesputré En fleira er gert öðruvísi á Islandi en annars staðar. Hér er band- ið ýmist undið í hnykil eða hespað á hesputré sem líkist hjóli og er sett upp lóðrétt eða lárétt eftir því hvort á að hespa upp á það eða vinda af því. Þegar snældan er full verður að tæma hana (nema til séu fleiri snældur). A evrópskum snældum situr snúð- urinn hins vegar laus neðst á teininum, hann er einfaldlega Konur með hina fomu rokka eða distaff. Borg guðs, mynd frá um 1475-1480. © Nationale bibliotheek van Nederland (MMW10 A 11, fol. 69v). 20 HUGUR OG HÖND 2011

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.