Hugur og hönd - 01.06.2011, Page 31

Hugur og hönd - 01.06.2011, Page 31
Mismunandi skinn í tösku og hárskrauti. á Sauðárkróki. Skinnin eru lituð eftir mínum óskum. Eg var sú fyrsta sem bað um að fá öll hráefnin lituð saman, þannig á ég 8 mismunandi skinn í sama litnum. Þar með get ég blandað öllum hráefnunum saman í einn hlut sem er samt eins á litinn. Litirnir sem ég nota mest eru silfur, svart, kopar og gyllt. I sumar bað ég í fyrsta skipti um sterka liti eins og rauðan, kóngabláan og fjólubláan, það eru alveg frábærir litir og í miklu uppáhaldi hjá mér núna. Vörurnar verða því litríkari en áður. Síðan ég frumsýndi vörurnar hefur allt gengið mjög vel og ég hef haldið fjórar sýningar, oftast með nýjum vörum. Undanfarin ár hef ég mest verið með töskur en árið 2010 bættust við fatnaður og fylgihlutir svo sem höf- uðskraut, kragar og armbönd. Mér finnst uppsetning sýninga og að vinna vörurnar í stíl við hugmyndina að hverri sýningu miklu skemmtilegri en að hanna nokkrar vörur og fjöldafram- leiða þær, þannig er þetta ekki hjá mér. Hver hlutur er í raun listaverk saman- sett úr blönduðum íslenskum hráefn- um, oft blanda ég prjónaðri og þæfðri ull, hreindýrshornum, taglhári og fleiru við skinnin, en allt gerir þetta vörurnar sérstæðari. Eg sé um allt sjálf, stundum skissa ég hugmyndirnar en oftast fer ég beint í að búa hlutinn til. Síðustu fjögur ár hef ég lært svo mikið hvernig er best að gera hlutina að nú styðst ég varla við snið heldur geri bara allt sem mér dett- ur í hug. í flestum tilfellum heppnast það eins og til var ætlast en við smíð frumgerða hef ég samt gert mörg mis- tök en líka lært mikið af því. Ég á aldrei miklar birgðir, alls ekki nóg til að senda í verslanir. Mér finnst langskemmtilegast að setja upp flottar, fjölbreyttar sýningar og sölusýningar í kjölfarið. Frumsýning mín var í Löngubúð á Djúpavogi fyrirsætum var stillt upp inni á milli gömlu munanna og gestirnir gengu kringum þær, gátu skoðað vörurnar í nálægð til að sjá öll smáatriði, áferð hráefnanna og spurt fyrirsæturnar hvaða efni væri í hverri flík. Fötin vekja alltaf mikla athygli, fólk þreifar á þeim og einu sinni togaði kona í pilsið sem ég var í (og var úr ýmiss konar efnum) og vildi vita hvar ég hefði fengið það. I byrjun janúar á þessu ári fékk ég svo hugmynd að sýningunni „Fashion with Flavour” (Tíska sem bragð er að), þar sem ég vildi sýna fullnýtingu á hráefninu. I samstarfi við fjöldann allan af frábæru fólki settum við saman einstaka viðburði á þrem stöðum um landið þar sem íslensk hráefni eru tvinnuð saman í hönnun, handverki, matarlist, tónlist og tískuvörum. Uppsetningin var þannig að gestir sátu til borðs og gæddu sér á 6 rétta máltíð meðan sýningarstúlkur gengu um sal- inn og sýndu vörur úr sömu hráefnum og borðuð voru. Sýningarnar gengu vonum framar og stefnan er að halda Fashion with Flavour að minnsta kosti árlega, kannski oftar. Ég er komin með ýmsar hugmyndir að sýningum og við- burðum fyrir sumarið en mest hlakka ég til að vera á vinnustofunni, hanna og búa til nýja hluti og taka á móti áhugasömum gestum. Hönnun Agústu svo og upplýsingar um sýningar má skoða á heimasíðu hennar, www.arfleifd.is Heimilisiðnaðarskólinn býður úrval námskeiða Kennum fólki að framleiða fallega og nytsama hluti með rætur í þjóðlegum menningararfi Þjóðbúningar kvenna, • Myndvefnaður barna og karla • Prjón og hekl fyrir örvhenta Skyrtu- og svuntusaumur • Prjón fyrir byrjendur Víravirki • Prjónalæsi Baldýring • Dúkaprjón Sauðskinnsskór • Englaprjón Jurtalitun • Dóminó prjón Knipl • Prjónaðir vettlingar Orkering • Hekl fyrir byrjendur Útsaumur • Heklaðir lopavettlingar Harðangur • Leðursaumur Skattering • Skírnakjólar Spjaldvefnaður • Rússneskt hekl - grunnnámskeið Miðaldakjóll • Rússneskt hekl - Handstúkur Tóvinna • Rússneskt hekl - Sjöl Spuni • Rússneskt hekl - Hetta í miðaldastíl Vattarsaumur • Rússneskt hekl - Lopapeysa Vefnaður - sjöl úr hör og ullarkrep • Tauþrykk Dúkavefnaður • Lissugerð Svuntuvefnaður • Blautþæfing Heimilisiðnaðarfélag íslands | Nethylur 2e 1110 Reykjavík | Sími 551-5500 I www.heimilisidnadur.is HUGUR OG HÖND 2011 31

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.