Fréttablaðið - 13.03.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.03.2020, Blaðsíða 16
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Danfríður Árnadóttir, versl-unarstjóri hjá Mathildi, segir að á þessum fimm árum hafi verslunin dafnað vel með auknu vöruúrvali en boðið er upp á glæsilega merkjavöru fyrir konur á öllum aldri. „Við eigum stóran hóp fastra viðskiptavina sem leita í þessi flottu merki sem við erum með. Ég get nefnt vinsæl merki á borð við POLO Ralph Lauren, SAND Copenhagen, EMPORIO Armani, RABENZ Saloner, MUNTHE, ANINE BING, UTZON, Ragdoll LA, Gustav Denmark og Fauzian Jeunesse Vintage. Vönduð merki sem konur þekkja vel enda fjölbreyttur klæðnaður við allra hæfi,“ segir Danfríður. „Allt þekkt merki með vandaðar vörur. Við erum bæði með fallegan vinnu- fatnað sem og glæsilegan spari- klæðnað, yfirhafnir og gæðaskó. Til dæmis hafa kúrekaskór verið sérlega vinsælir ásamt strigaskóm. Íslenskar konur fylgjast mjög vel með tískustraumum og gera miklar kröfur. Þær eru vel klæddar og óhræddar við nýja liti og snið,“ segir Danfríður. „Við leggjum mikla áherslu á að veita góða þjónustu og aðstoða konur við valið.“ Polo Ralp Lauren „Eftirsóttasta merkið okkar er Polo Ralph Lauren en það höfðar til breiðs hóps enda er fatnaðurinn tískutengdur og alltaf með fersk- ustu straumana. Það er til dæmis mjög fallegt sumar fram undan hjá Polo. Baðstrandaráhrif eru ráðandi í bland við glæsilega silkikjóla sem fallegt er að klæðast með peysum en það hefur verið mjög vinsælt undanfarið. Útvíðar gallabuxur hafa sömuleiðis slegið í gegn en þær fást bæði hvítar og bláar. Jakk- arnir eru líka alltaf vinsælir, jafnt í hvítu sem bláu, við rómantíska kjóla. Í sumar verður Polo mikið með sterkan bláan lit, gylltan, hvítan og hermannagrænan,“ segir hún. Sand Copenhagen Annað eftirsótt merki sem fæst hjá Mathildi er danska merkið Sand. Íslenskar konur þekkja það vel enda fatnaðurinn klæðilegur og kvenlegur og hæfir mörgum. Dan- fríður segir að vor- og sumarlínan sé mjög smart. „Svona ’70 vibes og flottur retró stíll,“ segir hún. „Sand leggur áherslu á milda liti og falleg snið. Sand býður upp á leðurpils og -buxur í svörtu og beige-litum. Sand kemur á óvart með djörfum, óvæntum samsetningum í smá- atriðum og litum. Í vorlínunni má sjá neonliti, bleikan, grænan, gulan, jafnvel mynstur og köflótt efni. Mjög kvenleg lína og falleg,“ segir Danfríður. Emporio Armani „Fatnaðurinn frá Armani er stíl- hreinn og klassískur. Nú koma posh jogginggallar sterkir inn hjá þeim sem eru afar þægilegir og flottir við strigaskó frá sama merki. Einnig toppar, kjólar, þröngar gallabuxur sem líta út eins og leður og gefa skemmtilegt útlit,“ segir hún. Fyrir fermingar Danfríður bendir á að í Mathildu megi finna margt fallegt fyrir ferm- ingarnar, bæði fyrir mömmur og dætur. „Okkur finnst mjög gaman að aðstoða mæðgur við að finna rétta fatnaðinn fyrir stóra daginn. Gustav Denmark er með fallega létta kjóla í glæsilegum mynstrum og einnig buxnadragtir eða staka jakka við pils eða buxur.“ Anine Bing {Þá erum við einnig með Anine Bing merkið sem við uppgötvuðum fyrst þegar hin handgerðu Charlie Vor- og sumarfötin streyma nú í hillurnar hjá Mathildi í Kringlunni. Danfríður Árnadóttir er verslunarstjóri í Mathildi í Kringlunni. Hún tekur á móti gestum í afmælisfagnað í dag. Fallegur kjóll frá Gustav Denmark og peysa yfir eins og er í tísku núna. Vortískan frá Sand Copenhagen er mjög smart og litirnir fallegir. Kúrekastígvélin hafa verið mjög vinsæl hjá Mathildi enda falleg. Fallegt og sparilegt pils frá Polo Ralph Lauren, fæst í bláum lit. boots sáust á Instagram. Í bland við vintage icon boli og þvegnar háar Mom buxur sem er svo ótrúlega flott rokkmerki sem hefur vaxið með búðinni í fjögur ár,“ segir Dan- fríður og bætir við að gaman sé að fylgjast með Anine Bing því hún hafi skapað sér mikla sérstöðu. Hún notar Instagram mikið til að koma vörum sínum á framfæri en í sumarlínu hennar eru til dæmis dragtir, pils úr hvítu silki, grófar peysur ásamt glæsilegu úrvali af skóm og töskum. Rabens Saloner „Rabens Saloner sækir innblástur frá Balí er það merki hjá okkur sem á sér marga fastakúnna. Þetta er eftirtektarverður stíll, khaki-sam- festingar, glittoppar og jakkar úr léttum efnum ásamt dásamlegu velúrsilki. Þá er Ragdoll LA nýtt merki sem býður upp á þægilega jogginggalla úr þveginni bómull. UTZON er með leðurvörur og pelsa. Munthe er einnig nýtt merki hjá Mathildi þannig að úr nægu er að velja,“ segir Danfríður. Mathilda býður upp á mikið úrval af vönduðum skóm, meðal þess er MOMA, ítalskt merki sem er bæði með strigaskó og leðurskófatnað. Auk þess eru í boði ilmvötn og húðvörur frá RAAW by Trice og ilmvatn frá Molecule. Dan- fríður segir að oft komi vinkonur í búðina, fái sér kaffibolla og spjalli saman. „Þá myndast oft góð stemm- ing,“ segir hún. Danfríður hefur starfað í versluninni frá upphafi og segir að starfið sé bæði lifandi og skemmtilegt. „Við hlökkum mikið til að taka á móti viðskiptavinum í dag á afmælishátíðinni en veglegir gjafapokar fylgja til þeirra sem versla með 15% afslætti.“ Mathilda er á Facebook og Instagram þar sem nýjustu vörur eru settar inn. Verslunin leggur mikla áherslu á að uppfæra þessar síður stöðugt svo viðskiptavinur- inn geti fylgst með nýjungum. Vörur eru sendar út um allt land og boðið er upp á bæði netgíró og létt- greiðslur. Vörur eru keyrðar heim innan höfuðborgarsvæðisins og hægt að panta það símleiðis. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . M A R S 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.