Fréttablaðið - 13.03.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.03.2020, Blaðsíða 22
vöxturinn á mörgum lykilmörk- uðum í tveggja stafa tölum. Landsvæðið sem fer undir líf- rænan landbúnað hefur stækkað um tæplega 3% á hverju ári og er nú komið upp í um 715 þúsund ferkílómetra. Indland er það land sem hefur flesta bændur sem stunda lífrænan landbúnað, en líf- rænn landbúnaður fer líka fram á stórum svæðum í Ástralíu og Kína. Þessar niðurstöður ríma við það sem kom fram í annarri nýlegri skýrslu frá fyrirtækinu Grand View Research, sem veitir ráð- gjöf varðandi markaðssetningu. Þar var því spáð að lífræn mat- vælaframleiðsla yrði meira en 26 þúsund milljarða króna virði fyrir lok ársins. Hollara fyrir okkur Vísindarannsóknir hafa komist að þeirri niðurstöðu að lífræn matvælaframleiðsla stuðli að sjálf- bærni. Þegar ekki er notast við tilbúinn áburð, skordýraeitur eða sveppa- eyðandi efni eykst líffræðilegur fjölbreytileiki og jarðvegur verður næringarríkari, auk þess sem mengun minnkar. Ýmis ólífræn efni sem eru notuð í hefðbundnum landbúnaði valda stórum hluta af mengun og kolefnislosun iðnaðar- ins. Í hollenskri rannsókn frá síðasta ári sem var unnin við háskólann í Twente var líka komist að þeirri niðurstöðu að lífrænn landbúnað- ur geti hjálpað til við að ná alþjóð- legum sjálf bærnimarkmiðum, sérstaklega hvað varðar baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Lífrænum matvælum er líka oft hampað fyrir hollustu sína, en nið- urstöður nýlegrar rannsóknar frá Tækniháskólanum í Graz í Austur- ríki sýndu til dæmis að lífræn epli innihéldu meira af bakteríum sem eru hollar fyrir meltinguna og að þær væru í betra jafnvægi en í hefðbundnum eplum. Styður aukna sjálfbærni Þessi tengsl milli hollustu, heilsu og lífrænna matvæla eiga líklega eftir að auka enn eftirspurnina, sérstaklega í Asíu, þar sem neyt- endur hafa almennt mikinn áhuga á næringarríkum og öruggum matvælum. Þessi þróun í lífrænum land- búnaði er því líkleg til að styðja við sjálf bærari og heilbrigðari matvælaframleiðslu um allan heim. Sérstaklega í Asíu, þar sem ekki gengur mjög vel að ná öllum sjálf bærnimarkmiðum. Það er full þörf á að gera allt sem hægt er til að tryggja aukna sjálf bærni og þar getur lífrænn landbúnaður komið að gagni. Landsvæðið sem fer undir lífrænan landbúnað hefur stækk- að um tæplega 3% á hverju ári og er nú komið upp í um 715 þúsund ferkílómetra. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Indland er það land sem hefur flesta bændur sem stunda lífrænan landbúnað, en lífrænn landbúnaður fer líka fram á stórum svæðum í Ástralíu og Kína. Sífellt fleira fólk velur lífrænar matvörur. Eftirspurnin hefur aukist um tæp- lega 16 prósent á innan við hálfum áratug og það er fastlega gert ráð fyrir að hún haldi áfram að aukast mikið á næstu árum. MYNDIR/GETTY Lífræn landbúnaðarframleiðsla og sala á lífrænni matvöru er meiri nú en nokkru sinni fyrr og eftirspurn eftir lífrænum vörum eykst sífellt. Markaðsvirði lífrænnar matvöru er orðið meira en 13 þúsund milljarðar króna á heimsvísu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu sem ber heitið „Heimur lífræns landbúnaðar 2020“ og var gefin út af Alþjóðlegri rannsóknarstofnun lífræns landbúnaðar (FiBL) og Alþjóðasambandi lífrænna land- búnaðarhreyfinga (IFOAM). Þessa stöðugu aukningu í eftir- spurn eftir lífrænum matvörum má rekja til aukinnar meðvitundar neytenda um áhrif neysluhátta þeirra á heilsuna og umhverfið, sem hefur orðið til þess að fleiri velja lífrænt en nokkru sinni áður. Eftirspurnin hefur aukist um tæp- lega 16 prósent á innan við hálfum áratug. Met í framleiðslu og sölu Aldrei áður hefur eins stór hluti ræktunarlands verið nýttur í líf- ræna matvælaframleiðslu og það hefur aldrei áður selst jafn mikið af lífrænum matvælum. Skýrslan er byggð á gögnum frá 186 löndum og sýnir að markaðs- virði lífrænnar matvöru varð meira en 13 þúsund milljarðar króna árið 2018 og enn mælist Mikill vöxtur í lífrænum landbúnaði um allan heim Lífræn landbúnaðarframleiðsla eykst hratt á hverju ári og er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Vonir eru bundnar við að hún geti stutt við sjálfbærnimarkmið og aukið framboð á hollri og öruggri fæðu. Markaðsvirði lífrænnar matvöru er meira en 13 þúsund milljarðar á heimsvísu. 6 KYNNINGARBLAÐ 1 3 . M A R S 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RLÍFRÆN VOTTUN Lífræn heilkorna súrdeigsbrauð síðan 1990

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.