Fréttablaðið - 13.03.2020, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 13.03.2020, Blaðsíða 23
Ég hef gengið með þessa hug-mynd í maganum í nokkur ár, en eftir að hafa fjallað um grænan og heilbrigðan lífsstíl í tíu ár finnst mér fyrst núna að íslenskt samfélag sé tilbúið í sýningu af þessari stærðargráðu,“ segir Guð- björg Gissurardóttir, ritstjóri tíma- ritsins Í boði náttúrunnar. Hún segir vitundarvakningu í umhverfismálum og heilsueflingu hafa tekið miklum og jákvæðum breytingum á undanförnum árum en á sama tíma viti fólk oft ekki af þeim lausnum sem eru í boði fyrir þennan nýja lífsstíl. „Því fannst mér upplagt, í tilefni 10 ára útgáfuafmælis Í boði náttúrunnar, að slá saman stórafmælinu og grænum stórvið- burði í Laugardalshöll. Nafnið á sýningunni, Lifum betur, er fengið úr slagorðinu okkar „Lifum betur – eitt blað í einu“ og það heldur vel utan um mottóið okkar; að gefa fólki góðan innblástur sem bætt getur líf okkar, en alltaf í sátt við náttúruna,“ útskýrir Guðbjörg. Lifum betur Sýningin Lifum betur verður fyrsti íslenski stórviðburðurinn sem hefur að markmiði að vera bæði „zero waste“ þar sem allt verður endurnýtt og 100 prósent kolefnis- jafnaður. „Þetta verður upplifun þar sem bæði áhugafólk og fagfólk í heilsu- og umhverfismálum getur komið saman, skoðað nýjungar, verslað, sótt fyrirlestra og vinnustofur,“ upplýsir Guðbjörg. Bygg er frábært heilkorn sem bætir heilsuna enda með flókin kolvetni og hátt hlutfall trefja. Guðbjörg stofnaði Í boði náttúrunnar fyrir 10 árum og hefur m.a. hlotið tilefningu til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Grænn stórviðburður í Höllinni Helgina 18.-20. september 2020 mun tímaritaútgáfan Í boði náttúrunnar halda sína fyrstu grænu stórsýningu í Laugardalshöll undir nafninu Lifum betur. Tímaritið fagnar líka 10 ára afmæli í ár. Í boði náttúrunnar fjallar um grænan og heilbrigðan lífsstíl. Sjá á ibn.is og skoðið nýja heimasíðu sýningarinnar á lifumbetur.is Útbreiðsla lífrænnar rækt-unar er sameiginlegt verk-efni meðvitaðra neytenda og framleiðenda til að snúa við ákveðinni óheillaþróun sem reyn- ir um of á auðlindir jarðar, segir Eygló Björk Ólafsdóttir, annar eigenda Móður Jarðar í Vallanesi. „Lífræn ræktun nýtir staðbundin, lífræn áburðarefni og unnið er í hringrásarkerfi. Með þessum aðferðum ræktast upp fjölbreytt f lóra örvera og smádýra í jarðveg- inum sem aðrar lífverur lifa á og þannig er t.d. stuðlað að líffræði- legri fjölbreytni. Lífrænt ræktaðar plöntur innihalda gjarnan meira þurrefni og taka upp meiri nær- ingu, t.d. vítamín og steinefni. Slík ræktun úr nærumhverfi gefur einfaldlega bestu matvæli sem við eigum kost á.“ Móðir Jörð sérhæfir sig í ræktun á plöntum og framleiðslu matvara úr jurtaríkinu og hefur stundað lífræna ræktun í þrjá áratugi að hennar sögn. „Vörur okkar grundvallast alltaf á hráefni sem við getum ræktað hér á Íslandi og nálægð við hráefnið á framleiðslu- stað tryggir ákveðinn ferskleika. Svona nýtist ræktað hráefni betur og ekkert fer til spillis. Afskurði og hliðarafurðum er skilað aftur inn í hringrásina og notað sem áburður.“ Bygg er frábært heilkorn Flestir landsmenn tengja Móður Jörð við kornrækt en í Vallanesi er ræktað bygg, hveiti, grænmeti og repja. „Við höfum lagt okkur fram Lífræn ræktun sameiginlegt verkefni Móðir Jörð sérhæfir sig í ræktun á plöntum og framleiðslu matvara úr jurtaríkinu og hafa stund- að lífræna ræktun í næstum þrjá áratugi. Vörur fyrirtækisins fást víða um land. Grænmetisbuffin frá Móður Jörð eru í fallegum um- búðum. Þau eru mjög holl og einfalt er að matbúa þau. Grænmetisbuffin henta þeim sem kjósa til dæmis vegan mataræði. Móðir Jörð framleiðir ýmsar tegundir af sýrðu grænmeti. Eygló Björk Ólafsdóttir, annar eigenda Móður Jarðar, sem sérhæfir sig í ræktun og matvælaframleiðslu. Á sýningunni verður urmull spennandi uppákoma í þá þrjá daga sem sýningin stendur yfir. „Það verða allt að 25 fyrirlestrar í boði en fyrirlesararnir eru fag- menn á sínu sviði og sumir hafa verið viðmælendur okkar í tíma- ritinu á einhverjum tímapunkti. Þá verður í boði ýmiss konar sýni- kennsla þar sem fólki býðst að læra að gera alls konar hluti, til dæmis heimagerða sápu og þvottaefni, moltu úr matarafgöngum, vegan jógúrt og að undirbúa skó fyrir veturinn svo þeir endist betur, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Guðbjörg sem vonast einnig til að geta sett upp verkstæði á sýningunni þar sem gestir geta látið gera við föt sín, skó eða raftæki. Grænn og heilbrigður lífsstíll Til að gera lesendum grein fyrir breiddinni á sjálfri sýningunni verða þar fjölbreytt fyrirtæki, einstaklingar og samtök sem kynna grænar og heilsusamlegar lausnir fyrir allt sem við kemur heimilinu, næringu, snyrtivörum, fötum, vinnustaðnum, börnum, gæludýrum, ferðalögum og farar- tækjum. Einnig verða þar vörur og þjónusta sem tengjast andlegri og líkamlegri heilsu, útivist, jóga, hugleiðslu, náttúrulækningum og bætiefnum, svo eitthvað sé nefnt. „Búast má við rúmlega 100 sýnendum sem bjóða gestum sýningarinnar að skoða nýjungar, smakka, prófa og versla,“ upplýsir Guðbjörg, full tilhlökkunar. „Umhverfismálin og heilsan haldast að sjálfsögðu í hendur, enda er það sem er best fyrir okkur sjálf oftast það sem er einnig best fyrir náttúruna og það er engin hætta á öðru en að fólk fari örlítið grænna heim frá sýningunni.“ Óska eftir þátttakendum Nýverið opnaði Guðbjörg vef- síðuna lifumbetur.is. „Þar geta áhugasamir sýnendur fengið nánari upplýsingar um viðburðinn og hvernig við getum saman gert þetta að áhrifaríkum og eftirminnilegum viðburði sem markar blað sem fyrsti græni stór- viðburðurinn í Laugardalshöll,“ segir Guðbjörg. „Við erum nú þegar í samninga- viðræðum við samstarfsaðila og aðrir áhugasamir sem vilja vera með svæði eða fyrirlestur á sýningunni mega endilega hafa samband við okkur í gegnum lifumbetur.is,“ segir Guðbjörg að lokum. um að kynna Íslendingum bygg í sem flestum útgáfum því bygg er frábært heilkorn sem bætir heils- una enda með flókin kolvetni og hátt hlutfall trefja.“ Hún segir hátt hlutfall próteins gera það ákjósan- legt sem grunn að grænmetisfæði. „Margir kannast við bankabygg og perlubygg sem matgrjón en við notum bygg einnig í grænmetis- buffin okkar sem eru vegan. Þau eru frosin en best er að steikja þau á pönnu, t.d. í repjuolíu frá Móður Jörð, í um fimm mínútur á hvorri hlið. Buffin fást t.d. í Fjarðarkaup- um, hjá Frú Laugu, Hagkaupum, Krónunni, Nettó og Melabúðinni. Undanfarin átta ár höfum við auk þess framleitt ýmsar tegundir af sýrðu grænmeti (súrkáli) og þessa dagana erum við að kynna nýja tegund með gulrótum sem er einkar ljúffengt meðlæti.“ Bjartsýn á þróun mála Hún er bjartsýn á stöðu lífrænnar ræktunar hér á landi næstu árin. „Ég tel að hún eigi eftir að aukast enda kalla neytendur eftir fram- leiðsluaðferðum sem stuðla að sjálf bærni og hjálpa til við að mæta áskorunum á sviði umhverf- ismála og það gerir lífrænn land- búnaður hér á landi sem annars staðar.“ Að lokum bendir hún áhuga- sömum á að Móðir Jörð starf- rækir kaffihús og sælkeraverslun í Vallanesi yfir sumartímann. „Þar má kynna sér starfsemina, kaupa vörur okkar og ekki síst gæða sér á grænmetisréttum alla daga milli klukkan 9 og 18.“ Sjá nánari upplýsingar á modirjord.is. KYNNINGARBLAÐ 7 F Ö S T U DAG U R 1 3 . M A R S 2 0 2 0 LÍFRÆN VOTTUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.