Fréttablaðið - 13.03.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.03.2020, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Það er kreppa í vændum en með réttum og skjótum ákvörð- unum eru allar for- sendur fyrir því að hún verði skamm vinn og við- spyrnan kröftug. Mikilvægt er að mæta því áfalli sem ljóst er að mörg fyrirtæki verða fyrir, ekki síst eftir að Donald Trump tók þá fáránlegu ákvörðun að setja ferða- bann á Schen- gen-svæðið. Aðalfundur MATVÍS ( matvæla-og veitingafélags Íslands ) verður haldinn í 2F Húsi fagfélaganna Stórhöfða 31. miðvikudaginn 15. apríl n.k kl. 16.00. Gengið inn Grafarvogsmegin. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál. AÐALFUNDUR Óveðursský hrannast upp í efnahagsmálum vegna COVID-19 faraldursins. Ljóst er að hann mun hafa mikil áhrif á íslenskt efna- hagslíf, sem og önnur lönd. Ísland stendur vel, ólíkt mörgum öðrum löndum. Ríkisfjármálin og fjármálakerfið hafa, frá hruni, verið byggð upp til að standa af sér áfall og nú búum við að því. Því getum við gripið til nauðsynlegra aðgerða til að bregðast við áföllum og örvað efnahagslífið. Ríkisstjórnin tilkynnti á þriðjudag um að brugð- ist verði við stöðunni með aðgerðum og mynduð viðspyrna fyrir íslenskt efnahagslíf. Þetta er fyrsta skref af mörgum, raunar annað þar sem áður hefur verið tilkynnt um að fólk í sóttkví fái laun. Staðan sem við erum í býður ekki upp á heildarpakka sem kynntur verði í smáatriðum í eitt skipti fyrir öll, heldur þarf markvissar aðgerðir sem taka mið af stöðunni hverju sinni. Sjónum er fyrsta kastið beint að því að styðja atvinnulífið og þar með okkur öll, því fyrirtækin eru ekki annað en fólkið sem þar vinnur. Mikil- vægt er að mæta því áfalli sem ljóst er að mörg fyrirtæki verða fyrir, ekki síst eftir að Donald Trump tók þá fáránlegu ákvörðun að setja ferða- bann á Schengen-svæðið. Nánari útfærsla á þeim aðgerðum verður kynnt á næstunni. Hugað verður að því að aðgerðirnar nýtist best þar sem þörfin er mest. Næstu skref verða síðan stigin eftir þörf til að verja velferðina. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna í gær og í dag verður fundað með fleiri aðilum, til dæmis aðilum vinnumarkaðarins. Það er mikil- vægt að við sýnum samstöðu í erfiðri stöðu sem nú. Við þurfum öll að taka höndum saman til að bregðast við, þar skiptir engu hvar í f lokk við skipum okkur. Okkar alþingismanna bíður að takast á við mikilvæg mál sem munu skipta sköpum fyrir þjóðarbúið. Þar verðum við að sýna ábyrgð. Gerum það sem gera þarf og gerum það saman. Gerum það sem þarf Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna Vináttan Veiran skekur nú samfélög með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Trump stökk fram í fyrrinótt og lagði bann við för ferðamanna frá Evrópu til lands hinna frjálsu og hugrökku. Bretland er þó ekki með í banninu, því það er ekki aðili að Schengen, eða það var skýringin. Kannski er skýringin sú, eða kannski einhver önnur. Trump hefur ekki farið dult með aðdáun sína á Boris og virðist sjá margt líkt með sér og honum. Kannski hefur það átt sinn þátt. Hvað sem því líður er svolítið sérkennilegt að þrjár þeirra sýk- inga sem hér hafa komið upp eru raktar til Bandaríkja Trumps. Heilsa COVID-19 hefur haft veruleg áhrif á samskipti fólks hér á land sem og víðar. Hér er handa- bandið landlægt en allir eru hættir að takast í hendur. Það sem áður var skínandi opnun á samskiptum, handabandið, er nú horfið og í staðinn komið vandræðalegt augnablik. Sumir hafa tekið upp á að snertast með öðrum hætti, svo sem slá saman olnbogum. Kauðslegast af þessu öllu er fótasnertingin, auk þess sem hættan á því að missa jafn- vægið standandi á einum fæti vex að mun. Enginn missir jafn- vægið við blessað handabandið. Þetta eru þó algerir smámunir en margir hlakka til að geta tekist í hendur á ný. Þess verður ekki langt að bíða. Þegar hvatvís bjáni, sem var kominn út í horn heima fyrir vegna aðgerðaleysis við útbreiðslu kórónaveirunnar, stýrir voldugasta ríki heims – sem er hættuleg uppskrift – þá var kannski við því að búast að niðurstaðan yrði þessi. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að setja á flugbann við ferðum frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga hittir ekkert ríki jafn illa fyrir og Ísland. Áhrifin á ferða- þjónustuna, einkum Icelandair, og um leið efnahagslífið eiga eftir að verða gríðarleg. Viðskiptamódel Icelandair byggist á því að ferja flugfarþega milli meginlands Evr- ópu og Bandaríkjanna og flugáætlun félagsins mun því riðlast umtalsvert. Það vinnur með Icelandair við þessar aðstæður að félagið er með nokkuð sterkan efnahags- reikning og lausafjárstöðu. Það mun samt duga skammt ef eftirspurn og bókanir halda áfram að vera hverfandi. Líklega er aðeins tímaspursmál hvenær stjórnvöld þurfa að taka afstöðu til þess hvernig, frekar en hvort, eigi að koma flugfélaginu til aðstoðar í þessum þrengingum. Útilokað er að spá fyrir um hversu lengi þetta efna- hagsástand mun vara. Eftir að hafa að mestu kosið að halda sig til hlés framan af hafa ríkisstjórnin og Seðla- bankinn stigið fram og brugðist við með því að kynna margvíslegar aðgerðir. Það er vel og viðbúið að skýrari og umfangsmeiri aðgerðir muni líta dagsins ljóst á næst- unni. Tíminn vinnur ekki með okkur. Stór hluti ferða- þjónustufyrirtækja, í atvinnugrein sem er sérstaklega mannaflsfrek, mun ekki eiga fyrir launum um mánaða- mót. Fjöldagjaldþrot blasa við og þúsundir manns eiga eftir að bætast við á atvinnuleysisskrá. Án mótvægis- aðgerða verður atvinnuleysi farið að nálgast tíu prósent innan fárra mánaða. Samkvæmt Lífskjarasamningnum taka samningsbundnar launahækkanir gildi eftir rúm- lega tvær vikur. Aðilar vinnumarkaðarins hljóta að endurskoða tímasetningu þeirra við þessar aðstæður. Hvað þarf að gera? Mikilvægast er að fjármálastofn- anir hafi burði til að hjálpa lífvænlegum fyrirtækjum í tímabundnum lausafjárvanda. Þar er aðkoma ríkisins með einum eða öðrum hætti óhjákvæmileg. Kreddur eiga að víkja fyrir köldu hagsmunamati. Stjórnvöld þurfa umsvifalaust að draga úr kostnaði bankanna við að binda eigið fé á móti útlánum þeirra fyrirtækja sem verður veitt aðstoð á erfiðum tímum. Afnema á sveiflu- jöfnunarauka sem leggst ofan á eiginfjárkröfur bank- anna ekki síðar en strax. Skattar og opinberar álögur, sem hafa hækkað stjórnlaust síðustu ár, eiga að lækka. Fyrirséð er að ríkissjóður verður rekinn með umtals- verðum halla á yfirstandandi ári. Það skiptir ekki máli. Það er erfitt að fegra stöðuna eins og sakir standa. Hún er grafalvarleg. Aðgerðir stjórnvalda eiga að taka mið af því að efnahagsáhrifanna af kórónaveirufaraldrinum gæti allt þetta ár. Ólíkt fjármálahruninu mun almenn- ingur hins vegar ekki finna fyrir þessu með sama hætti. Þrátt fyrir gengisveikingu, sem er hjálpleg við þessar aðstæður, þarf ekki að óttast aukna verðbólgu og kaup- máttur launafólks mun ekki dragast mikið saman. Þar skiptir sköpum að við höfum búið vel í haginn. Það er kreppa í vændum en með réttum og skjótum ákvörð- unum, sem grundvallast á heildstæðri áætlun, eru allar forsendur fyrir því að hún verði skammvinn og við- spyrnan kröftug. Engin ástæða er til að örvænta. Ekki örvænta  1 3 . M A R S 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.