Fréttablaðið - 13.03.2020, Blaðsíða 6
Ég var kulsæll en
núna þoli ég illa
hitann í húsunum. Ég
öfunda samt hitaveitunot-
endur stundum því það er
mikið moj og óþrifnaður af
eldi þótt hann sé hlýlegur og
merkilegur vinur.
Tryggvi HansenTekin verður til greina
annars konar staðfesting á
ástundun en vottorð um að
einingum sé lokið.
NÁTTÚRA „Ég tek myndir eiginlega
bara í ljótasta og vanræktasta og
misþyrmdasta vatni á Íslandi,“ segir
listamaðurinn Tryggvi Hansen
sem frá því vorið 2015 hefur búið í
skógarrjóðri við Rauðavatn.
Tryggvi er langt kominn með
fimmta veturinn í búðum sínum
við Rauðavatn. „Nú er ég í sex fer-
metra koti sem ég náði upp í haust
og er með gólfi og einangrun,“ segir
hann. Viðarofn kyndi hann einu
sinni til tvisvar á sólarhring og oftar
í frostum.
„Ég var kulsæll en núna þoli ég illa
hitann í húsunum. Ég öfunda samt
hitaveitunotendur stundum því það
er mikið moj og óþrifnaður af eldi
þótt hann sé hlýlegur og merkilegur
vinur,“ útskýrir Tryggvi sem raunar
vill lítið tala um harðræði sem fylgir
þessum lífsmáta. Frekar kýs hann
að ræða um listina. Og um Rauða-
vatn sjálft sem hann ljósmyndar af
næmi svo eftir hefur verið tekið.
„Ég er með kajak og hef skoðað
vatnið í lág- og hástöðu, frosið og
ófrosið öll árin hér,“ segir Tryggvi.
„Myndirnar segja að fegurðin er
ekki bara í hinu stóra, jöklinum
og fossum. Fegurðin er alls staðar
í hinu villta lífi. Líka í mýrinni og
leirnum. Og í auga, hjarta og næmi
skoðandans.“
Tryggva blöskrar hvernig farið
hefur verið með lífríki Rauðavatns.
Vegagerðin hafi fyrir mörgum ára-
tugum tekið af því innrennslið.
Vatnsstaðan sé því alltof of lág og
vatnið súrefnislaust og lífvana. Alls
konar drasl hafi safnast í vatnið og
það verið gert að drullupolli.
„En ég er með alveg plan um
hvernig á að lífga vatnið og fegra,“
segir listamaðurinn. Leiða þurfi
vatn úr ánni Bugðu undir veginn
og að vatninu. Hann sér fyrir sér að
vatnið verði dýpkað og að í því verði
gerð eyja.
„Allt færi að sprikla af lífi aftur í
vatninu og það hreinsar sig. Og eftir
nokkur slík ár þá er það aftur bað-
hæft. Þá kæmu baðhús. Silungur
kæmi aftur og kristaltært vatnið
yrði fullt af lífi,“ lýsir Tryggvi.
Hann sér fyrir sér félagsskap um
Rauðavatn og endurlífgun þess og
umhverfis. „Það gæti heitið Vinir
Rauðavatns.“
Raunar kveðst Tryggvi vilja
stofna framboð náttúruunnenda.
„Eitt fyrsta mál á dagskrá þar er að
stefna á að allir Íslendingar fái sem
fæðingargjöf einn hektara lands til
skógræktar og eflingar í sjálfbærni,“
segir hann.
Þá segir Tryggvi að klæða þurfi
landið, ef la birkiskóga, mýrar og
villt dýralíf, setja niður berjagef-
andi tré og efla skjól. „Við eigum að
ef la allt líf, hreinsa hafið og hafs-
botninn. Og fjörur og lönd. Við
eigum að kveikja eld við hlóðir og
ræða saman í bróðerni. Við erum
nánast sama veran.“
gar@frettabladid.is
Vill láta endurlífga Rauðavatn
Tryggva Hansen, sem nú ver sínum fimmta vetri við Rauðavatn, rennur til rifja hversu grátt leikið vatnið
er. Gera megi það spriklandi af lífi. Ljósmyndir Tryggva frá náttúrunni við vatnið hafa vakið eftirtekt.
Marin forsætisráðherra Finnlands.
Listamaðurinn Tryggvi Hansen í uppþornuðum árfarvegi austan við Rauðavatn. Hann telur að veita ætti vatni í farveginn að nýju. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Tryggvi er virkur í að birta ljósmyndir sínar á netinu. MYND/TRYGGVI HANSEN
EVRÓPA Nokkur Evrópulönd hafa
ákveðið að loka skólum og öðrum
menntastofnunum til að hefta
útbreiðslu veirunnar.
Yfirvöld í Danmörk tilkynntu að
skólum og menntastofnunum yrðu
lokað vegna ástandsins og hafa
ýmis sveitarfélög í Noregi gripið til
sams konar aðgerða. Írsk stjórnvöld
upplýstu í gær að öllum mennta-
stofnunum yrði lokað til marsloka.
Leo Vardakar, forsætisráðherra
Írlands, varaði við að írskur efna-
hagur myndi bíða hnekki vegna
faraldursins. „Því miður verðum
við líka að horfast í augu við þá
stað reynd að fólk mun deyja,“ sagði
hann í yfirlýsingu í gær.
Þá hafa Finnland og Svíþjóð sett
bann á samkomur með meira en
500 manns. „Stærri viðburðum
verður aflýst og við hvetjum fólk til
að huga sérstaklega að þeim sem til-
heyra áhættuhópum,“ sagði Sanna
Marin, forsætisráðherra Finnlands,
í gær. – atv
Skólalokanir og
samkomubann
COVID-19 Donald Trump Banda-
ríkjaforseti lýsti yfir ferðabanni frá
26 Schengen-ríkjum ESB og EFTA.
Hefur hann hlotið harða gagnrýni
fyrir þetta frá Evrópusambandinu
og íslensk stjórnvöld hafa tekið í
sama streng. Með þessari aðgerð
hlífir Trump bæði Bretlandi og
Írlandi þar sem hann á sjálfur mikla
viðskiptahagsmuni en hætta af
veirunni er til staðar þar.
Bandaríkjastjórn, og Trump sér-
staklega, hefur áður verið gagnrýnd
fyrir sofandahátt gagnvart COVID-
19 og fáar prófanir á fólki. Alls hafa
tæplega 1.400 manns greinst með
veiruna í landinu og 38 dáið af
völdum sjúkdómsins. Veiran hefur
greinst í 42 af 50 ríkjum og þau sem
hafa sloppið eru fámenn og víð-
feðm eins og Alaska, Montana og
Wyoming.
Nær öruggt er að útbreiðslan sé
mun meiri en opinberar tölur gefa
til kynna því prófanir hófust ekki
af alvöru fyrr en um mánaðamótin.
Hlutfall prófana í Bandaríkjunum
er aðeins 26 á hverja milljón íbúa.
Suður-Kóreumenn prófa mest,
4.545 á hverja milljón, Kína 2.820,
Ítalía 1.212, Bretland 456, Rússland
481, Kanada 269, Japan 79 og Ísland
1.949. Nýjustu smitin sem greinst
hafa hér á Íslandi áttu upptök sín í
Bandaríkjunum.
Hverju ferðabannið eigi að skila
skilja Evrópuþjóðir ekki. „Kóróna-
veiran er heimsvandamál, ekki
bundið við ákveðnar heimsálfur,
og við þurfum að vinna saman, ekki
taka svo einhliða ákvarðanir,“ sögðu
leiðtogar ESB, Ursula von der Leyen
og Charles Michel, í yfirlýsingu í
gær. Búist er við aðgerðum af hálfu
ESB gagnvart Bandaríkjunum vegna
bannsins.
Þá krefjast íslensk stjórnvöld þess
að ferðabanninu verði aflétt og hefur
Guðlaugur Þór Þórðarson óskað eftir
símafundi með Mike Pompeo utan-
ríkisráðherra.
Athygli vekur að Bretland og
Írland eru undanskilin banninu, en
í báðum löndum rekur Trump lúx-
ushótel og golfklúbba sem myndu
skaðast við ferðabann. – khg
Donald Trump á í vök að verjast vegna ferðabannsins
COVID -19 Lánasjóður íslenskra
námsmanna (LÍN) ætlar að koma til
móts við námsmenn vegna COVID-
19 með því að taka til greina annars
konar staðfestingu á ástundun nem-
enda en vottorð um að einingum sé
lokið.
Í tilkynningu frá mennta- og
menningarmálaráðuneytinu kemur
fram að gripið sé til úrræðisins til að
bregðast við aðstæðum nemenda
sem mögulega geta ekki sinnt námi
sínu vegna röskunar á hefðbundnu
skólastarfi vegna kórónaveirunnar.
Tekið verður mið af umsóttum
einingafjölda nemenda í samræmi
við lánsáætlun þeirra fyrir önn-
ina sé þess óskað. Sama gildir fyrir
nemendur sem veikjast af COVID-
19 og geta ekki sótt skóla í lengri
tíma þannig að það hafi áhrif á
námsframvindu. Einnig geta nem-
endur sótt um auka ferðalán vegna
sérstakra aðstæðna sem leiða til
aukaferða vegna veirunnar.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, segir
aðstæður kalla á sveigjanleika af
hálfu samfélagsins alls. „Ég tel það
víst að þessi ákvörðun muni létta
áhyggjur margra,“ segir hún. – bdj
LÍN kemur
til móts við
námsmenn
Ákvörðun Trump er harðlega gagn-
rýnd og sögð skila litlu. MYND/GETTY
1 3 . M A R S 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð