Fréttablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 4
Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Við höfum kannað þessi mál og í nánast öllum tilvikum hefur þetta ekki átt við rök að styðjast. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn Við þurfum að axla samfélagslega ábyrgð og heyra í fólkinu okkar. Kristína Erna Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossi Íslands Við Þorragötu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN REYKJAVÍKURBORG Matjurtagarðar fyrir sumarið eru nú auglýstir til umsóknar á vef Reykjavíkurborgar. Leigan er 4.800 krónur fyrir svo- kallaða fjölskyldugarða sem eru um tuttugu fermetrar hver að stærð og 5.000 krónur fyrir 100 fermetra garðland í Skammadal, sem er innan marka Mosfellsbæjar. Síðan eru átta fermetra garðar í Logafold sem leigðir eru á 3.400 kr.  Matjurtagarðarnir eru sam- tals um sex hundruð, þar af eru tvö hundruð í Skammadal. Garðar við Jaðarsel í Breiðholti verða hins vegar ekki á vegum í borgarinnar í sumar heldur félagsins Seljagarðs. „Garðarnir verða merktir og hægt er að sækja um tætingu garða gegn aukagjaldi. Vatn er í öllum görðum. Garðáhöld, plöntur og útsæði fylgja ekki með görðunum,“ segir á vef borgarinnar. „Garðarnir verða afhentir 1. maí, en ef veður lofar geta garðyrkjendur byrjað fyrr.“ – gar Borgin auglýsir matjurtagarða 100 kr. af hverjum seldum pakka renna til átaksins Mottumars COVID-19 Víðir Reynisson, yfirlög- regluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir að framkvæmd sóttkvíar hafi almennt gengið vel. Í sumum til- vikum geti aðstæður verið snúnar en fólk sé á heildina litið samvinnu- þýtt. Um 2.400 manns eru nú í sóttkví, svipað og íbúafjöldi Hveragerðis, og hækkar sú tala dag frá degi. Augljóst er að löggæslukerfið myndi illa ráða við að fylgjast grannt með hverjum og einum. Víðir segir að reglurnar séu mjög skýrar, það er ef viðkomandi er í sóttkví eigi hann ekki að hafa sam- neyti við einstaklinga aðra en heim- ilisfólk, og að embættið hafi fengið ábendingar um hugsanleg brot. „Við höfum kannað þessi mál og í nánast öllum tilvikum hefur þetta ekki átt við rök að styðjast,“ segir hann. Skýringar geta verið til dæmis að einstaklingur hafi lokið sóttkví eða að sóttkví hafi verið aflétt þar sem prufa hafi reynst neikvæð fyrir veirunni. „Fólk er almennt sam- vinnuþýtt og 99 prósent eru með okkur í þessum aðgerðum.“ Samkvæmt Víði getur útfærsla tveggja vikna sóttkvíar verið snúin fyrir marga enda verulegt rask á daglegu lífi, en sjálfur dvelur hann á hóteli þar sem kona hans og dóttir eru í sóttkví. Þá hefur útfærslan á samkomubanninu og tveggja metra reglu verið f lókin fyrir fyrirtæki og þjónustuaðila. Embættið hefur fengið ábendingar um að reglum sé ekki fylgt á ákveðnum vinnustöð- um. „Fólk hefur verið hugmynda- ríkt við að reyna að leysa þetta og við reiknuðum með að fólk þyrfti nokkra daga til að finna taktinn og aðlaga sig,“ segir Víðir. „Fyrirspurnum og ábendingum hefur fækkað snarlega milli daga þannig að ég býst við að flestir séu komnir með taktinn fyrir næstu vikurnar.“ – khg Segir langflesta fylgja reglum sóttvarnayfirvalda um sóttkví COVID-19 Rauði krossinn hvetur þá sem eru í félagslegri ein- angrun um þessar mundir og þurfa einhvern til að tala við, til að fá sér símavin. Nú eru rúmlega 180 sjálf boðaliðar í vina- verkefnum Rauða krossins og fleiri hafa sótt um að sinna slíkri þjón- ustu og er því auðvelt að eignast slíkan vin. Um er að ræða þjónustu í ætt við heimsóknarþjónustu nema það að samskiptin fara fram í gegn- um síma. Fjöldi fólks er í áhættuhópi fyrir COVID-19 og veigra margir sér við að fara út úr húsi til að blanda geði við aðra. Er því mikil hætta á að fólk við slíkar aðstæður lendi í félags- legri einangrun. Búið er að leggja af heimsóknarþjónustu til fólks í áhættuhópi, þeir einstaklingar fá nú símtal í staðinn. Mikið álag hefur verið á Vinalínu Rauða krossins að undanförnu. Þó að sú þjónusta sé óskert þá hefur þeim sem hringja reglulega verið bent á að eignast símavin, hvort sem það er tímabundið eða til lengri tíma. „Við mælumst til þess að sjálf- boðaliðar okkar hringi styttri sím- töl á hverjum einasta degi, fyrir utan lengri símtöl tvisvar í viku, til að koma í veg fyrir félagslega einangrun,“ segir Kristína Erna Hallgrímsdóttir, umsjónarmaður verkefnisins hjá Rauða krossinum. Faraldurinn hefur haft áhrif á allt þjóðlífið, en samkvæmt nýlegri könnun Gallup hafa einungis þrjú prósent landsmanna ekki breytt venjum sínum að neinu leyti. Í gær voru staðfest smit hér á landi 250 talsins og um 2.400 manns í sóttkví. Á heimsvísu hafa meira en 200 þús- und smitast og átta þúsund látist. Heimsóknir á heilbrigðisstofn- anir og dvalarheimili eru bannaðar. Skipulagt félagsstarf eldri borgara liggur niðri að mestu leyti. Nú leggja ríki og sveitarfélög áherslu á að við- halda grunnþjónustu. Á þriðjudag var stofnað viðbragðsteymi um þjónustu við viðkvæma hópa, sem mun vinna með markvissum hætti að því að draga úr rofi á þjónustu. Félög eldri borgara vinna hörðum höndum að lausnum, bæði í sam- starfi við sveitarfélög og með því að bjóða upp á leiðbeiningar um notkun snjalltækja. „Við þurfum að axla samfélags- lega ábyrgð og heyra í fólkinu okkar. Taka upp tólið. Maður hefur tekið eftir að það gleymist svo oft að heimsækja eldra fólk, við gleymum okkur svo oft í eigin daglega amstri,“ segir Kristína. „Margir eiga ekkert tengslanet og það er frábært að þau hafi samband við okkur. Svo eru margir sem eru með fólk á bak við sig en fá samt sjaldan heimsóknir. Við höfum fengið dyggan stuðning frá samfélaginu síðastliðnar vikur og þökkum við þann hlýhug sem við höfum fengið.“ arib@frettabladid.is Hvetja alla til að taka upp tólið Mikið álag er á vinalínu Rauða krossins vegna COVID-19 faraldursins. Almenningur er hvattur til að hringja í nákomna og þeir sem eiga á hættu félagslega einangrun eru hvattir til að nýta sér símavini. Víðir segir fólk og fyrirtæki hug­ myndarík í útfærslum á samkomu­ banni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Margir veigra sér við að blanda geði við aðra og því er aukin hætta á félagslegri einangrun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1 9 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.