Fréttablaðið - 19.03.2020, Síða 6

Fréttablaðið - 19.03.2020, Síða 6
H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ö n n u n Tónlistarsjóður auglýsir eftir umsóknum til verkefna sem framkvæmd verða á tímabilinu 1. júlí - 31. desember 2020. Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra. Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á www.rannis.is. Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi. Umsóknarfrestur rennur út 4. maí 2020 kl. 16.00. Ekki er hægt að senda inn umsóknir eftir þann tíma. Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári, í maí og nóvember. Umsjónaraðili: Rannís, Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími: 515 5800, tonlistarsjodur@rannis.is Styrkir úr Tónlistarsjóði Umsóknarfrestur til 4. maí ára COVID-19 „Unnið er hörðum hönd- um að því að tryggja stöðu lyfja- birgða með öllum hagsmunaað- ilum,“ segir í svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Alma Möller landlæknir minnti á upplýsingafundi á þriðjudag lyfja- fræðinga í apótekum á fyrirmæli Lyfjastofnunar um að afgreiða ekki meira af lyfjum en venjulega. Og fylgja þeim tíma sem eigi að líða á milli afgreiðslna á fjölnota lyf- seðlum.   „Við höfum ekki ástæðu til að ætla annað en að fyrirmælum stofnunarinnar hafi verið fylgt af lyfsölum,“ svarar Lyfjastofnun fyrirspurn Fréttablaðsins af þessu tilefni. „Lyfjastofnun hefur orðið vör við nokkra aukningu og hefur því biðlað til allra að hamstra ekki lyf til að ógna ekki stöðu lyfjabirgða á landinu að óþörfu,“ segir jafnframt í svörum stofnunarinnar. „Við sjáum nokkra aukningu og er hún nokkuð jöfn milli lyfja.“ Enn fremur segir Lyfjastofnun að birgðastaða lyfja í landinu sé góð. „Er þar hægt að þakka góðu samstarfi við alla hagsmunaaðila í aðfangakeðju og sölu lyfja. Fylgst er með stöðunni daglega og gripið til aðgerða þegar þörf krefur,“ segir í svörunum. Þá kveður Lyfjastofnun ekki útlit fyrir lyfjaskort eins og málin horfa við nú. „Lykilatriði er að fólk taki ekki upp á því að hamstra lyf því það er engin þörf á því,“ er ítrekað í svarinu. Minnt er á að fram hafi komið að gripið hafi verið til ráðstafana í Evrópu til að sporna við lyfjaskorti. Lyfjastofnun eigi í stöðugum sam- skiptum við alla hagsmunaaðila hér heima og erlendis sem geti minnkað líkur á lyfjaskorti vegna COVID- 19. „Fylgst er grannt með stöðu mála og hún endurmetin daglega.“ – gar Segja unnið hörðum höndum að því að tryggja stöðu lyfjabirgða í landinu Landlæknir vill að lyfsalar fylgi fyrirmælum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI COVID-19 „Starfið hefur eiginlega gengið vonum framar þessa tvo daga. Það sem er gott og jákvætt er að skipulagið hefur allt gengið upp. Nemendur, foreldrar og starfsfólk hafa staðið sig með þvílíkum sóma og virt allar þessar áætlanir sem við höfum gert,“ segir Hreiðar Sig- tryggsson, skólastjóri Langholts- skóla. Frá því að samkomubann tók gildi vegna útbreiðslu kórónaveir- unnar hefur starf í leik- og grunn- skólum landsins tekið miklum breytingum. Unnið er í smærri hópum og er skóladagurinn styttur. Í gær hafði tveimur grunnskólum í Reykjavík, Háteigsskóla og Kletta- skóla, verið lokað tímabundið eftir að smit kom upp meðal starfs- manna. Þá hefur Grunnskóla Húna- þings vestra á Hvammstanga verið lokað og allir nemendur og starfs- menn komnir í sóttkví. Leikskólarnir Laufskálar, Stakka- borg og Nóaborg í Reykjavík hafa einnig lokað tímabundið, þeir tveir síðarnefndu vegna gruns um smit. Nemendur í 10. bekk Hagaskóla mæta ekki í skólann í dag af sömu ástæðu á meðan beðið er niður- stöðu úr sýnatöku. Hreiðar segir að í Langholtsskóla sé nemendum skipt í tvo hluta og mæti þeir annan hvern dag. „Svo búum við svo vel að vera að vinna mikið rafrænt á unglingastigi og þar getum við mætt nemendum betur með fjarkennslu,“ segir Hreiðar. Hann segir að nú skipti mestu máli að halda lífinu gangandi og búa til rútínu fyrir nemendur. „Kennslan er auðvitað ekki sú sama. En það er bara þetta stóra verkefni í samfélaginu að halda hugarró. Svo vitum við auðvitað ekki hvernig næsti dagur verður. Það sýna allir samstöðu og yfirveg- un og ég held þetta geti ekkert orðið mikið betra miðað við aðstæður.“ Í skólanum eru um 700 nemendur og starfsmenn eru um hundrað tals- ins. Enn sem komið er hefur ekkert smit greinst í hópnum. „Við erum ansi heppin með það en það eru nokkuð margir nemendur sem for- eldrar kjósa að halda heima.“ Hreiðar segir að áætlun hafi verið gerð fyrir þessa viku og svo þurfi að taka stöðuna aftur og gera áætlun fyrir næstu viku. „Núna erum við fyrst og fremst að hugsa um að halda bara áfram, að stoppa ekki allt saman. Við erum auðvitað bara að taka þátt í þessu eins og allt samfélagið að dreifa þessu álagi og halda út eins lengi og við getum,“ segir Hreiðar. sighvatur@frettabladid.is Hugsa fyrst og fremst um að allt stoppi ekki Samkomubann vegna COVID-19 faraldursins setur mark sitt á allt samfélagið þessa dagana og eru skólarnir þar ekki undanskildir. Skólastjóri Langholts- skóla segir foreldra, nemendur og starfsfólk standa sig með miklum sóma. Í Langholtsskóla er unnið í smærri hópum og skóladagurinn er styttur hjá nemendum FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Við erum ansi heppin með það en það eru nokkuð margir nemendur sem foreldrar kjósa að halda heima. Hreiðar Sigtryggsson skólastjóri 1 9 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.