Fréttablaðið - 19.03.2020, Side 11
Agnar Tómas Möller, f o r s t ö ð u m a ð u r s k u l d a b r é f a hj á Júpíter, segir mikilvægt að Seðlabanki Íslands horfi til ann
arra seðlabanka og styðji beint eða
óbeint við fjármögnun á halla
rekstri ríkissjóðs.
Bankinn verði að gefa afdráttar
laus skilaboð í þá veru „svo að
markaðsvextir fari ekki að rjúka
hér upp á versta tíma og eyði út
þeirri slökun í peningalegu aðhaldi
sem bankinn er að reyna að miðla
áfram“.
Hann segir hallarekstur ríkis
sjóðs hanga „eins og sverð Dam
óklesar yfir markaðinum“.
Skuldabréfafjárfestar tóku illa
í óvænta ákvörðun Lánamála rík
isins um að stórauka útgáfu ríkis
bréfa á öðrum fjórðungi ársins
– þannig að hún geti orðið allt að
fjörutíu milljarðar króna – en til
marks um það rauk ávöxtunarkrafa
verðtryggðra og óverðtryggðra
ríkisbréfa upp í viðskiptum gær
dagsins.
Sem dæmi hækkaði krafa slíkra
bréfa á lengri endanum um á bilinu
14 til 32 punkta. Vextir á útlánum
meðal annars banka og lífeyris
sjóða fylgja að jafnaði breytingum
á kröfu umræddra bréfa.
„Mér heyrist markaðurinn hafa
nokkrar áhyggjur af því að stór
aukið framboð ríkisbréfa geti vegið
gegn þeirri viðleitni Seðlabankans
að lækka vaxtastigið í hagkerfinu,“
segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhag
fræðingur Íslandsbanka.
Hann telur þó rétt að „leyfa ryk
inu að setjast í þeim efnum“, eins og
hann orðar það, „enda á bæði eftir
að skýrast hversu umfangsmikil
slík útgáfa verður og eins því hvort
spurn lífeyrissjóða og annarra inn
lendra aðila eftir ríkistryggðum
bréfum muni ekki aukast á kom
andi vikum og mánuðum“.
Eftir hálfs prósentustigs stýri
va x t a læk k u n peningastef nu
nefndar í gær – úr 2,25 prósentum í
1,75 prósent – hafa vextir bankans
lækkað um 2,75 prósentustig frá því
í maí í fyrra.
Fram kom í máli Ásgeirs Jónsson
ar seðlabankastjóra á fundi Seðla
bankans í gærmorgun að bankinn
byggi yfir „ótal tækjum“ til þess
að bregðast við því efnahagsáfalli
sem nú dynur yfir vegna útbreiðslu
kórónaveirunnar. „Við erum bara
rétt að byrja,“ sagði Ásgeir.
Aðspurður segir seðlabankastjóri
að það sé möguleiki að þau tæki
verði dregin fram á næstu vikum.
„Við erum að skoða hvert og eitt
þeirra um þessar mundir. Núna
vorum við að beita einu þeirra, með
lækkun sveiflujöfnunaraukans, en
við getum líka meðal annars beitt
efnahagsreikningi bankans. Við
erum hins vegar lítið opið hag
kerfið og það gerir hlutina ekki
auðveldari heldur erfiðari,“ segir
Ásgeir í samtali við Markaðinn.
Auk vaxtalækkunar peninga
stefnunefndar ákvað f jármála
stöðugleikanefnd bankans að
af létta tveggja prósenta kröfu
um sveif lujöfnunarauka á banka,
en af léttingin skapar svigrúm til
nýrra útlána til sem nemur allt að
350 milljörðum króna.
Lausafé að þurrkast hratt upp
Kristrún Mjöll Frostadóttir, aðal
hagfræðingur Kviku, segir að
mörgu leyti skiljanlegt að ríkið vilji
auka útgáfu ríkisbréfa til þess að
fjármagna fyrirséðan hallarekstur.
Spurningin sé hins vegar hver eigi
að kaupa bréfin. Ekki sé víst að það
sé skynsamlegt að ríkið dragi til sín
mikið innlent lausafé á meðan slíkt
fé sé að þurrkast hratt upp í einka
geiranum.
„Ef lífeyrissjóðirnir draga úr
erlendum fjárfestingum sínum
vegna stöðunnar á erlendum mörk
uðum,“ útskýrir hún, „gætu þeir vel
keypt útgáfuna.
Hins vegar þarf að spyrja sig
hvort það sé skynsamlegt að inn
lendir aðilar kaupi útgáfuna við
núverandi aðstæður þar sem víða
er verið að ganga á sjóðsstöðu. Í
mörgum tilfellum eru litlar sem
engar tekjur að koma inn. Ef ríkið
tekur þessar krónur til sín fjarlægir
það lausafé úr einkageiranum.
Þó krónurnar rati smám saman
aftur út í kerfið í formi ríkisumsvifa
tekur það tíma. Miðað við hvað
hlutirnir eru að þróast hratt þessa
dagana gæti það skapað vanda
mál til skamms tíma á meðan fjár
magnið er ekki í umferð. Umfang
þessara aðgerða og tímalína skiptir
því miklu máli,“ nefnir Kristrún.
Daníel Svavarsson, forstöðumað
ur hagfræðideildar Landsbankans,
segir það augljóst að fyrirhuguð
ríkisbréfaútgáfa muni hafa áhrif á
lausafjárstöðuna í kerfinu ef ekki
verði gripið til neinna stýfingarað
gerða á móti.
„Það er ljóst að íslenska ríkið
mun, rétt eins og önnur ríki, þurfa
að fjármagna stóran hluta af inn
spýtingaraðgerðum sínum með
lántöku. Í langf lestum tilfellum
hafa seðlabankar ríkjanna hins
vegar einhverja aðkomu að því,“
nefnir Daníel.
Hann segist ekki efast um að bein
skuldabréfakaup Seðlabankans
komi til greina ef það verði mikil
lausafjárþurrð í kerfinu. Það eigi
eftir að skýrast.
Seðlabankastjóri sagðist á fund
inum í gær ekki útiloka slíkar
aðgerðir. Þær hefðu þó ekki enn
komið til tals á vettvangi peninga
stefnunefndar.
Skoði mótvægisaðgerðir
Kristrún segist hafa skilning á því
að Seðlabankinn sé ekki tilbúinn,
eins og er, til þess að ráðast í bein
skuldabréfakaup á markaði. Þó sé
mikilvægt að bankinn skoði ýmsar
mótvægisaðgerðir við ríkisútgáf
una ef hún fer í hendur innlendra
fjárfesta, en í því sambandi nefnir
hún meðal annars að hann geti gert
f leiri bréf, til dæmis bankabréf og
fasteignabréf, veðhæf í viðskiptum
við sig.
„Það þarf þó að hafa í huga að
bankabréfin eru tryggð með hús
næðislánum og er ekki sjálfgefið að
gefa endalaust út af slíkum bréfum
á skömmum tíma,“ útskýrir Krist
rún og bætir við:
„Þá er Seðlabankinn einnig að
eftirláta bönkunum peningaprent
unarvaldið að hluta til með því að
gera bréfin veðhæf.
Ef til vill er þá allt eins gott að
hann stígi bara sjálfur inn. Kannski
þarf að gera bæði ef aðstæður halda
áfram að breytast. Aðalmálið nú er
að Seðlabankinn komi þeim skila
boðum skýrt á framfæri að hann sé
meðvitaður um lausafjárstöðuna í
kerfinu og að hann muni passa upp
á hana ef útgáfa ríkissjóðs skapar
tímabundinn skort á lausafé,“
nefnir hún.
Aðspurður um þau ummæli
Ásgeirs að bankinn sé „rétt að
byrja“ í aðgerðum sínum, segir
Daníel að mögulega sé verið að vísa
til frekari vaxtalækkana. Hafa verði
þó í huga að slík aðgerð hjálpi fyrir
tækjum ekki endilega við að f leyta
sér í gegnum lausafjárvanda, þó svo
að vaxtalækkanir séu hjálplegar
þegar efnahagsbatinn hefst.
Jafnframt geti seðlabankastjóri
verið að vísa til þess að bankinn
muni beita sér með kaupum á
bréfum á markaði eða frekari inn
gripum á gjaldeyrismarkaði.
„Venjulega eru seðlabankar frem
ur varkárir í yfirlýsingum sínum
og gefa lítið til kynna um aðgerðir
nema þær séu tilbúnar. Þess vegna
voru þessi ummæli dálítið sérstök,“
segir Daníel.
Hallarekstur
ríkissjóðs hangir
eins og og sverð Damóklesar
yfir markaðinum.
Agnar Tómas
Möller, forstöðu-
maður skulda-
bréfa hjá Júpíter
Aðalmálið nú er að
Seðlabankinn komi
þeim skilaboðum skýrt á
framfæri að hann sé meðvit-
aður um lausafjárstöðuna í
kerfinu.
Kristrún Mjöll
Frostadóttir,
aðalhagfræð-
ingur Kviku
Útgáfan vinni gegn peningastefnunni
Verðhrun varð á skuldabréfamarkaði vegna ákvörðunar Lánamála um að stórauka útgáfu ríkisbréfa. Forstöðumaður hjá Júpíter
segir brýnt að Seðlabankinn styðji við fjármögnun á hallarekstri ríkisins. Hagfræðingar vilja að bankinn skoði mótvægisaðgerðir.
Seðlabankastjóri segist hafa orð bankanna sem tryggingu
Ásgeir Jónsson seðlabanka-
stjóri segist hafa orð bankanna
sem tryggingu fyrir því að
þeir muni fara eftir tilmælum
fjármálastöðugleikanefndar
sem hefur brýnt fyrir þeim að
taka tillit til þeirrar óvissu sem
uppi er í þjóðarbúskapnum við
ákvörðun um útgreiðslu arðs og
endurkaup á eigin hlutabréfum á
komandi misserum.
Spurður hvort nefndin sé í yfir-
lýsingu sinni einkum að beina
orðum sínum til Arion banka,
sem er eini bankinn í einkaeigu
og skráður á markað, segir Ásgeir
að svo sé ekki enda hafi eigandi
hinna bankanna, ríkissjóður,
einnig verið með áform um arð-
greiðslur.
Fjármálastöðugleikanefndin
segist einnig „ætlast til þess að
það svigrúm sem lækkun sveiflu-
jöfnunaraukans skapar, verði
notað til að styðja við heimili og
fyrirtæki. Fylgst verður vel með
viðbrögðum bankakerfisins,“
segir í yfirlýsingu hennar.
Ásgeir segist hafa átt samtal
við forsvarsmenn bankanna
í síðustu viku þar sem þeim
hafi verið gert ljóst að lækkun
sveiflujöfnunaraukans kæmi
aðeins til greina að uppfylltum
þeim skilyrðum.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans, sem sjást hér, kynntu ákvarð-
anir nefnda bankans á fundi hans í gærmorgun ásamt Þórarni G. Péturssyni, framkvæmdastjóra hagfræði og peningastefnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Hörður Ægisson
hordur@frettabladid.is
Kristinn Ingi Jónsson
kristinningi@frettabladid.is
MARKAÐURINN
1 9 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð