Fréttablaðið - 19.03.2020, Qupperneq 13
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is,
Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Vitanlega
yrðu bæði Joe
Biden og
Bernie
Sanders
himnasend-
ing í embætti
forseta
Bandaríkj-
anna miðað
við það
stórslys sem
Donald
Trump er.
Þrátt fyrir
þessar
fordæma-
lausu að-
stæður er afar
brýnt að hlúa
að menn-
ingunni.
Genesis® II E-610 GBS
Verð: 219.950 kr.
Einn valdamesti og um leið hættulegasti maður heims situr í Hvíta húsinu og sendir nær daglega frá sér alls kyns fjar-stæðu á Twitter. Þar trompar hann sjálfan sig hvað eftir annað, eins og hann gerir á blaðamannafundum þar sem opinberast
greinilega að hann hefur nánast ekkert vit á þeim
málum sem hann er að tjá sig um.
Það er til háðungar fyrir Bandaríkin að maður af
þessari sort skuli hafa verið kosinn forseti Banda-
ríkjanna. Það hlýtur einnig að teljast áfellisdómur
yfir Bandaríkjunum að ekki skuli finnast öflugur
frambjóðandi gegn honum. Karlmennirnir tveir
sem nú etja kappi um að verða forsetaframbjóðandi
Demókrataflokksins eru hátt á áttræðisaldri og bera
með sér hrumleika. Í hvert sinn sem þeim bregður
fyrir á sjónvarpsskjá í kappræðum eða viðtölum
óttast velviljaðar sálir einna mest að þeir muni hníga
niður, ellimóðir.
Vitanlega yrðu bæði Joe Biden og Bernie Sanders
himnasending í embætti forseta Bandaríkjanna
miðað við það stórslys sem Donald Trump er.
Freistandi er að ætla að Bandaríkjamenn hefðu
getað fundið ferskari frambjóðendur. En ekki vildu
þeir konu með hugmyndir og lausnir og ekki vildu
þeir heldur nútímalegan samkynhneigðan fram-
bjóðanda.
Síst skal því haldið fram að fólk sem er komið á
elliár hafi ekkert fram að færa. Það býr yfir lífs-
reynslu og þroska og vonandi visku sem það getur
auðveldlega deilt með öðrum. En óneitanlega er
auðvelt að verða hugsi yfir þeirri staðreynd að forseti
Bandaríkjanna er 73 ára og keppinautarnir í Demó-
krataflokknum sem setja stefnuna á eitt valdamesta
embætti heims eru 77 ára og 78 ára. Myndin sem
heimurinn fær af valdastrúktúr í bandarískum
stjórnmálum er af samfélagi gamalla karla sem telja
sér allt fært. Eitt af fáum gleðilegum uppbrotum í
þessari karlasamsetningu er þegar Nancy Pelosi,
forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sýnir af sér
alkunnan skörungskap, 79 ára gömul. Hún er undan-
tekning frá því sem virðist vera regla, að konur sem
komnar eru af léttasta skeiði fái ekki vinnu.
Fyrir fram hefði mátt ætla að fjarska auðvelt yrði
að vinna Donald Trump í forsetakosningum, eftir að
hann hefur hvað eftir annað opinberað algjöra van-
hæfni sína í embætti. Stórum hópi kjósenda þykir
samt töff að hann skuli líta á konur sem leikföng,
stimpla múslima sem hryðjuverkamenn og flokka
stóra hópa innflytjenda sem glæpamenn. Hann
þykir ímynd hins sterka karlmanns sem segir það
sem aðrir hugsa en þora ekki að segja upphátt.
Joe Biden lýsti því yfir fyrir skömmu að hann vildi
að varaforsetaefni sitt yrði kona. Bernie Sanders lýsti
sömuleiðis yfir áhuga á að velja konu sem varafor-
setaefni sitt. Heimurinn þarf á því að halda að losna
við Donald Trump úr embætti. Ef sá sem velst til þess
að velta honum úr sessi er karlmaður um áttrætt þá
verður svo að vera. Sá öldungur verður með konu
með sér – til vara. Konur fá einmitt oft slíkt hlutverk;
að vera bara til vara.
Kona til vara
Áttum að vinna
Kórónuveiran var slæm og
óþolandi fyrir, en nú þegar búið
er að blása af Eurovision vegna
faraldursins er virkilega reynt
á þolinmæði okkar Íslendinga.
Sem betur fer náðum við að
halda undankeppni til að svala
þorsta okkar fyrir missæmilegri
músík. Við höfum alltaf vitað
að við værum að fara að vinna
keppnina. Við vissum að við
myndum vinna með Gleðibank-
anum fyrir nærri fjórum ára-
tugum og sumir eru enn að bíða
eftir að sænska lagið frá 1999
verði dæmt ógilt og Selma krýnd
réttmætur sigurvegari. Sama
ætti við um Norðmanninn með
fiðluna árið 2009 ef hann væri
ekki svona fjári krúttlegur.
Aldrei gleymt
Síðustu ár höfum við alveg getað
sagt okkur að við myndum
ekki vinna, samt með þá von í
maganum að Evrópa fengi „Ég á
líf“ eða pappírslagið með Svölu
á heilann. Daði og Gagnamagnið
var það sem átti að f leyta okkur
alla leið. Það hafa veðbankar
sagt og tilfinning okkar. Þessa
árs verður ávallt minnst sem
ársins sem Ísland fékk ekki að
vinna Eurovision. Það mun
áttræður Gísli Marteinn minna
okkur á við upphaf útsending-
arinnar á keppninni árið 2050.
Líklega verður þessi aumingjans
þjóð þá enn sigurlaus í þessari
keppni sem við dáum svo.
arib@frettabladid.is
Lilja
Alfreðsdóttir
mennta- og
menningarmála-
ráðherra.
Þegar á reynir hefur íslenska þjóðin styrkt böndin og horft fram á við. Nú stöndum við sannarlega frammi fyrir flóknum viðfangsefnum í baráttunni
við COVID-19, ekki síst vegna samkomubanns sem síð-
ast var í gildi fyrir rúmri öld. Fyrsta skrefið í baráttunni
gegn veirunni snýr að heilsuvernd, enda nauðsynlegt
að hefta útbreiðslu hennar. Samhliða þarf að huga að
efnahagslegum og félagslegum viðbrögðum. Neikvæð
efnahagsleg áhrif veirunnar eru einhver þau mestu sem
alþjóðakerfið hefur séð í langan tíma. Þess vegna þarf
umfang efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar að vera
verulegt.
Þrátt fyrir þessar fordæmalausu aðstæður er afar
brýnt að hlúa að menningunni. Íslenskt menningarlíf
hefur lengið staðið í blóma og mun áfram blómstra þótt
tímabundinn skuggi hafi fallið á samfélagið. Útilista-
verk færa okkur gleði í nauðsynlegum heilsubótar-
göngum. Íslenskir listamenn, menningarstofnanir og
sjálfstæðir listhópar hafa einnig fundið leiðir til að færa
okkur menninguna heim. Streymi, beinar útsendingar
og upptökur frá tónleikum, upplestri og leiksýningum
eru hafnar og bækur bíða lestrar á náttborðum um allt
land. Myndlist bætir lit í gráan hversdagsleikann og
íslenskar kvikmyndir létta lund margra, sem komast
ekki út meðal fólks.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur stofnað
samráðshóp með helstu lykilaðilum í menningarmálum
um land allt, til að vinna að því mikilvæga verkefni að
halda uppi starfsemi listastofnana við þær óvenjulegu
aðstæður sem hafa nú skapast. Fundir hópsins sýna að
mikil samstaða ríkir og eru allir reiðubúnir að leggjast á
eitt til að minnka skaðann.
Ekkert af þessu er þó sjálfsagt. Við höfum valið að
fjárfesta í menningu og listum með margvíslegum hætti
og afraksturinn er óumdeildur. Núverandi aðstæður
hafa til dæmis komið illa við tónlistarmenn, sem hafa
orðið fyrir miklu tekjutapi vegna viðburða, sýninga og
tónleika sem fallið hafa niður. Í mörgum tilvikum eru
þetta listamenn sem eru fyrstir til að gefa vinnu sína
fyrir góðan málstað, og nú er það okkar hinna að finna
leiðir til að styðja þá. Gerum það sem þarf!
Framlag listafólks lofsvert
1 9 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN