Fréttablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 21
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Jogginggallar hafa mikið sést á tískusýningum undanfarið, en þegar Lacoste kynnti vetrartískuna á tískuvikunni í París í haust mátti sjá jogging- galla í ýmsum litum. Margir voru með óhefðbundnu sniði og jafnvel poppaðir upp með því að para þá við spariskó og snyrtilega leður- hanska og jafnvel síðar skinn- kápur. Þá hefur sést til fólks mæta á uppákomur á förnum vegi, þar sem snyrtilegur klæðnaður er æskilegur, klætt jogginggalla og síðkápum líkt og sést hefur á sýningarpöllunum og jafnvel í háhæluðum skóm við. Fólk hefur einnig sést í jogginggöllum með skartgripi og í fallegum kápum við á leið til vinnu og við annað hversdagslegt amstur. Það er því ljóst að jogginggallar í dag eru langt frá því að vera einungis ætl- aðir til íþróttaiðkunar og útivistar ásamt því að vera auðvitað ein- staklega þægilegur heimaklæðn- aður. Jogginggallatískan virðist falla vel í kramið hjá ríka og fræga fólkinu sem oft leggur línurnar í tísku almennings. Söngkonan vinsæla, Billie Eilish, sést sjaldan í öðru en jogginggalla en hún hefur sést í slíkum við hinar ýmsu verð- launaathafnir, oftast frá þekktum hönnuðum. Það vekur ef laust ánægju margra að kósí heimafatnaður sé í tísku en það er fátt þægilegra en víður jogginggalli. Ef fólk er ekki of upptekið af merkinu er líka hægt að fá jogginggalla á frekar góðu verði. Þá má svo bara poppa upp með skartgripum og leður- hönskum, sólgleraugum og töff skóm, líkt og Hollywoodstjörn- urnar gera og þá er kominn hinn fínasti samkvæmisklæðnaður. Það er nefnilega algjör óþarfi að tolla ekki í tískunni þó að fólk kjósi þægilegan klæðnað. Fyrir þau sem eru í heima- sóttkví er líka tilvalið að klæða sig í jogginggalla til að hressa sig við og upplifa sig smart. Það má dunda sér við að finna klúta og skart og fylgihluti sem fara vel við jogginggallann svo hægt sé að líða eins og stjörnu meðan setið er uppi í sófa og hámhorft á þætti á Netf lix. Nú og ef það kemur asna- lega út þá gerir það ekkert til því vitnin eru fá. Jogginggallar og hælaskór Svo virðist vera sem jogginggallar séu í tísku ef marka má sýningarpalla tískuhúsanna og klæðnað ríka og fræga fólksins sem mætir íklætt þeim á hina ýmsu viðburði utanlands. Fyrirsætan og leikkonan Tiffany Hsu í ljósgulri kápu og samlitum joggingalla á leið á tísku- sýningu á tísku- vikunni í New York í haust. MYNDIR/GETTY Fyrirsæta í skræpóttum joggingalla á tískuhátíðinni í Melbourne í Ástr- alíu sem fór fram snemma í mars. Haust og vetrartískan 2020-2021 hjá Lacoste inni- heldur alls kyns jogginggalla. Stílistinn Maria Barteczko sást í gráum jogginggalla við gula kápu á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Söngkonan Billie Eilish notar jogging- galla við flest tilefni. Hér er hún á bresku tónlistarverð- laununum. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . M A R S 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.