Fréttablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 23
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Þótt f lestir vilji klæða sig á daginn eru örugglega ein-hverjir sem vilja bara hafa það kósí fyrir framan sjónvarpið. Það er lítill vandi þegar úrvalið af fallegum náttfötum er gríðar- mikið í netverslunum. Einnig er skemmtilegt að skoða sögu náttfata en þau urðu ekki almenn eign fyrr en á tuttugustu öldinni. Það voru breskir nýlenduherrar sem fluttu þau með sér heim frá Austurlöndum fjær. Íbúar í Hong Kong, á Indlandi og víðar höfðu klæðst þægilegum og léttum buxum og bol áður en þeir gengu til hvílu. Bretarnir kölluðu klæðnaðinn náttföt eða „pyjamas“ sem er komið úr persnesku. Á þriðja áratugnum náði nátt- fatatískan til amerískra Holly- woodmynda og þar fóru að birtast glæsileg silki- og satínnáttföt. Fyrsta myndin var It Happened One Night frá 1934, þar sem Claudette Colbert og Clark Gable fóru með aðalhlutverkin. Í mynd- inni sést Claudette í karlmanns- náttfötum en sú sena vakti mikla athygli. Á sjötta áratugnum fóru konur að sjást í náttfötum með stuttum buxum sem var forveri svokallaðra baby doll náttfata sem urðu gífurlega vinsæl á sjöunda áratugnum. Þá voru líka fundin upp náttfatapartý hjá unglingum. Á tímabili sáust konur keyra börnin sín í skólann og fara í matvörubúð á nátt- fötunum en síðar þótti það ekki mjög smart. Coco Chanel var fyrst kvenna til að sýna sig á silkinátt- fötum utanhúss. Stór tískuhús fóru að framleiða glæsileg silki- náttföt og nú fást slík frá f lestum þekktum tísku- merkjum, má þar nefna til dæmis Armani, Dolce & Gabbana, Ralph Lauren auk margra annarra. Glæsileikinn er allsráðandi í nátt- fötum tískuhúsanna og efnin ekki síðri. Þægindi eru höfð að leiðar- ljósi eins og sjá má á myndunum hér til hliðar. Nú geta allir klætt sig í glæsileg silkináttföt og átt nota- legar stundir heima. Á náttfötunum heima fyrir Í þessu óvenjulega ástandi sem nú ríkir er um að gera að hafa það notalegt heima sé fólk í sóttkví. Það má til dæmis gera með því að klæðast fallegum og þægilegum náttfötum. Þægileg og falleg náttföt frá Sophia. Victoria’s Secret er með mikið úrval af þægilegum náttfötum. Fyrir- tækið er með netverslun og hægt að panta til Íslands. Flott náttföt frá Ralph Lauren. Þessi eru líka frá Ralph Lauren. Glæsileg náttföt frá fyrir- tækinu Desmond & Dempsay. Dolce & Gabbana leggja mikla áherslu á glæsileg silki- náttföt. Baby doll náttföt voru gríðarlega vinsæl á sjötta og sjöunda ára- tugnum. Stutt- buxur og treyja sem oftast var með blúndum og fallegum skreytingum. Ungar stúlkur mættu í partí í baby doll nátt- fötunum sínum. MYNDIR/GETTY- IMAGE 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . M A R S 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.