Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.03.2020, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 19.03.2020, Qupperneq 27
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Erna Aðalheiður Marteinsdóttir Kirkjulundi 6 í Garðabæ, lést 16. mars síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. Kristinn Már Þorsteinsson María Þorsteinsdóttir Karl Svavar Sigurðsson Ingibjörg Þorsteinsdóttir Hans Jakob Beck Ester Þorsteinsdóttir Þröstur Jensson barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við fráfall, útför og minningarathöfn yndislegrar móður okkar, Elísabetar Kemp Guðmundsdóttur fv. bankafulltrúa á Akureyri. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á bráða- og líknardeild Landspítalans. Eva Þórey Haraldsdóttir Gunnar Jóhannsson Ásdís Hrefna Haraldsdóttir Sigurður V. Guðjónsson Ragna Haraldsdóttir Leó Jónsson Sigurður Stefán Haraldsson Thamar Melanie Heijstra barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn faðir okkar, tengdafaðir og afi, Bjarni Tómasson rafvirkjameistari, lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum 14. mars. Hjördís Þorsteinsdóttir Þorsteinn Bjarnason Janni Högh Laufey Ása Bjarnadóttir Guðmundur Þorri Jóhannesson Arnar Bjarnason og barnabörn. Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, Hrafnhildur Halldórsdóttir húsmæðrakennari, Sóltúni 2, Reykjavík, áður Lindarflöt 8, Garðabæ, andaðist í faðmi barna sinna á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, laugardaginn 14. mars síðastliðinn. Hildur Jóhannesdóttir Jóakim Hlynur Reynisson Þorleikur Jóhannesson Helga Melsteð Halla Margrét Jóhannesdóttir Sólmundur Már Jónsson Ólafía Ása Jóhannesdóttir Sigurður Garðar Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Guðmundur Sigurhansson framreiðslumeistari, lést á deild 11E á Landspítalanum við Hringbraut hinn 9. mars. Útför hans fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 21. mars klukkan 14.00. Í ljósi aðstæðna verður útförinni einnig útvarpað í bíla. Margrét Runólfsdóttir Bjarki Freyr Guðmundsson Gunnhildur Guðmundsdóttir Jóhanna Björg Guðmundsdóttir Martin Christensen Júlía Dögg Haraldsdóttir Þorsteinn H. Guðmundsson og barnabörn. Elskulegur bróðir okkar, Skúli Magnússon Bugðutanga 28, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu þriðjudaginn 3. mars. Í ljósi óvanalegra aðstæðna í samfélaginu um þessar mundir mun útför hans fara fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Sigrún Valdimarsdóttir Mikael Sigurðsson Valgerður Magnúsdóttir Auður Lekay Erna Magnúsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, Birgir Símonarson lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 12. mars. Útförin fer fram í kyrrþey í ljósi aðstæðna í samfélaginu. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Landspítalans. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Lindakirkju. F.h. fjölskyldunnar, María Kristín Lárusdóttir Kærar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og kvöddu elskulegan föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Kristján Arnfjörð Guðmundsson Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eir, 3.h. suður. Jóna G. Gunnarsdóttir Kristjana Kristjánsdóttir Pétur A. Maack Hilmar S. Kristjánsson Josefine L. Kristjánsson Ragnar K. Kristjánsson Helga J. Hallgrímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þuríður Erla Erlingsdóttir sundkennari, lést 10. mars á Hrafnistu í Reykjavík. Útförin fer fram frá Lindakirkju föstudaginn 20. mars kl. 13.00. Guðfinna Helgadóttir Guðni Einarsson Sigríður Helgadóttir Birgir H. Sigurðsson Helgi Helgason Brynja Tómasdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Við vildum byggja á þeirri bjar t sý ni sem ávallt hefur fylgt Hönnunar-Mars og ákváðum því að fresta honum fram í lok júní en fella hann ekki niður. Halda hann eins seint í júní og við getum – en hérna megin við aðal sumarfrísmánuðinn,“ segir Halla Helga- dóttir, framkvæmdastjóri Hönnunar- miðstöðvar Íslands sem stendur fyrir þessari miklu þátttökuhátíð. Samkvæmt upphaf legu plani átti HönnunarMars að standa frá 25. til 29. mars. Halla segir ákvörðun um að fresta honum hafa verið tekna 10. mars, af orsökum sem allir þekkja. „Þetta sumar verður ef laust ekkert eins og önnur sumur en við þurfum að geta hlakkað til einhvers og við vildum ekki færa HönnunarMars lengra en svo að við sæjum í hann. Þetta eru fjórtán vikur, því hann er áformaður frá 24. til 28. júní. Hann byrjar á miðvikudegi og lýkur á sunnudegi, eins og átti að vera núna. Við erum alltaf með stóra ráðstefnu í Hörpu á HönnunarMars, sem nefnist DesignTalks, sjö til átta hundruð hafa mætt á hana undanfarin ár, sumir koma langt að. Þetta árið eru fyrirlesarar frá Íslandi, Bretlandi, Hollandi, Spáni og New York.“ Ótal úrlausnarefni fylgja svona frest- un, eins og nærri má geta. „Við fórum saman í það, sex, sjö manna hópur, að hringja í alla þátttakendur, sem eru um hundrað, stuðningsaðila og samstarfs- aðila og tala við þá persónulega. Náðum að ljúka því nokkurn veginn milli klukkan 12.00 og 18.00 einn daginn,“ lýsir Halla. „Það skapaðist strax jákvæð stemning í kring um þessa ákvörðun enda eru allir að glíma við sama vanda- málið núna, með von um betri tíð.“ Meðal þeirra sem þurfti að til- kynna  frestun voru gestir og blaða- menn erlendis frá, 30 til 40 manns, að sögn Höllu. „Nánast allir staðfestu þátt- töku.“ Hún segir Icelandair hafa verið öflugan stuðningsaðila HönnunarMars nánast frá upphafi. „Það voru öll f lug endurbókuð og fyrirtækið tók af breyt- ingargjöldin. Iclandair-hotels hefur líka verið góður samstarfsaðili til margra ára og Arion banki stutt vel við þessa hátíð, ásamt f leirum. En eins og önnur fyrirtæki erum við að lenda í algerum forsendubresti og vonum að stjórnvöld standi með okkur.“ Hönnunarmiðstöðin er að koma nýjum vef í loftið að sögn Höllu. „Við ætlum að nýta tímann vel,“ segir hún. „Þannig að við komum vonandi enn sterkari til leiks í júní.“ gun@frettabladid.is Þurfum að geta hlakkað til Nú hefur verið ákveðið að fresta mars fram í júní – það er að segja HönnunarMars – sem hefur verið einn stærsti viðburður marsmánaðar á Íslandi mörg undanfarin ár. „Vildum ekki færa HönnunarMars lengra en svo að við sæjum í hann,“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1 9 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R18 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.