Fréttablaðið - 19.03.2020, Blaðsíða 31
ÉG FÓR Í MÚSÍK AF ÞVÍ
GARÐARI VAR GEFINN
GÍTAR Í JÓLAGJÖF ÞEGAR ÉG
VAR ÁTTA ÁRA. HANN FÓR BARA
AÐ SOFA EN ÉG TÓK GÍTARINN.Jón Kristinn Cortez er að leggja lokahönd á nótnahefti með einsöngslögum Gunn-ars Reynis Sveinssonar. Svo, „ef Guð lofar“, eins og hann segir, verður kannski Jón
Leifs næstur eða Sigfús Ein-
arsson. Áður eru komin út
hefti með einsöngslögum eftir Árna
Thorsteinsson, Karl Ottó Runólfs-
son, Jórunni Viðar, Pál Ísólfsson og
Jón Þórarinsson, Sveinbjörn Svein-
björnsson og Jón Ásgeirsson. „Þetta
er auðvitað bara gert til að bjarga
þessum menningararfi okkar,“ segir
Jón Kristinn. „Þó menn geti orðið
sér úti um eintak að einhverju lagi
þá eru það nótur sem búið er að ljós-
rita aftur og aftur. Ég er að berjast
við að koma þessum handritum á
lesanlegt form í tölvunni. Þetta er
svona hreinsunarstarf líka.“
Sjálfur kveðst Jón Kristinn aldrei
selja nótur á stökum blöðum. „Ef
einhvern langar í lag sem til er á
bók, þá kaupir hann bókina og fær
f leiri góð lög með. Auðvitað kaupa
menn nótur á netinu og prenta út
hjá sér. En þá er horfin öll virðing
fyrir nótum á pappír, þeim verður
á endanum rúllað upp eða vöðlað
saman og týnt. Það er dálítið annað
að grípa nótnabókina sína uppi í
hillu en að leita í einhverjum blaða-
haugum.“
Ekki kveðst Jón Kristinn eiga
heiðurinn af því einn að safna
öllum lögunum saman sem hann
er að gefa út. „Ég hef notið dyggrar
aðstoðar Ólafs Vignis Albertssonar
píanóleikara og ekki má undan-
skilja þá Trausta Jónsson veður-
fræðing og Jónas Ingimundarson
píanóleikara, þeir hafa verið iðnir
við að hafa uppi á einsöngslögum.
Frá þeim eigum við landsmenn
lista yfir hátt á þriðja þúsund titla
sem þeir eru búnir að skrá og ná
megninu til sín á ljósritum. Ég er
búinn að gefa út 10-15 prósent af
þessu, hygg ég, bæði nótur og texta,
eins og réttast getur verið. Það er svo
sannarlega Ólafur Vignir sem með
áratuga reynslu á stóran part í því
starfi. Hann hefur lesið yfir hverja
einustu bók sem ég hef gefið út. “
Byrjaði að spila á jólum
Jón Kristinn kennir tónfræðagrein-
ar við Söngskólann í Reykjavík. „Ég
bættist í hóp kennara á annarri önn
skólans, upp úr áramótum ‘73-’74,
og fór svo bara að læra söng líka,
ekki síst til að vita hvað hinir nem-
endurnir væru að ganga í gegnum.“
Það er Garðar Cortez, bróðir Jóns
Kristins, sem stofnaði skólann og
stýrir honum. Jón Kristinn segir þá
hvorugan vita hvaðan þeim komi
tónlistin. „Pabbi var húsasmiður
og það var engin músík í honum,
en mamma spilað á píanó og alltaf
í físdúr, sem þýðir að hún lék allt á
svörtu nótunum. Það fannst okkur
sérstakt. En ég fór í músík af því að
Garðari var gefinn gítar í jólagjöf
þegar ég var átta ára. Hann fór bara
að sofa en ég tók gítarinn og bókina
sem fylgdi og hætti ekki fyrr en ég
gat spilað skammlaust Komdu og
skoðaðu kistuna mína. Garðar spil-
aði aldrei á gítarinn, ég bara eignaði
mér hann.“
Jón Kristinn var ekki gamall
þegar hann byrjaði í hljómsveit.
„Fyrsta hljómsveitin sem ég var í
hét Toxic. Hana stofnuðu nokkrir
félagar í Réttarholtsskólanum,
einn þeirra, Jakob Halldórsson, var
æskuvinur minn og ég var sóttur í
Laugarnesskólann því það vantaði
bassaleikara. Toxic var bítlahljóm-
sveit. Bítlarnir og Shadows voru
eiginlega mínir fyrstu kennarar, af
þeim lærði ég alla bassaganga sem
ég komst yfir, þannig lærði ég líka,
án þess að vita það, hljómagang og
samspil hljóma.“
Ekki kveðst Jón Kristinn hafa átt
peninga fyrir plötum fyrr en hann
komst í hljómsveit. „Fyrstu popp-
plötuna gaf mamma mér í jóla-
gjöf, hún hét The Kinks, en mér var
harðbannað að spila hana fyrr en á
annan í jólum.“
Ein hljómsveitin tók við af ann-
arri að sögn Jóns, Blúskompaní
Magga Eiríks, Heiðursmenn Þóris
Baldurssonar og Mannakorn Magga
Eiríks. „Ég spilaði líka lengi með
Jakobi Jónssyni söngvara sem átti
vinsæla tækifæris- og árshátíðar-
hljómsveit.“
Lagerinn hreyfist hægt
Nú spyr ég Jón Kristin um tónverka-
miðstöðina Ísalög. „Það er fyrirtæki
sem ég stofnaði einn 1978, þá datt
það í mig að gefa út plötu. Kenndi
í Hlíðaskólanum og var þar með
feikigóðan stúlknakór og gaf út
plötu með honum, Bjart er yfir
Betlehem. Svo hóf ég þessa nótna-
bókaútgáfu árið 1981 og hef gefið út
yfir sextíu bækur. Einsöngslagaút-
gáfan byrjaði 1994.
Þann 1. desember 2018, á 100 ára
afmæli fullveldisins, var lokið við
átta binda útgáfu með 289 söng-
lögum eftir 66 tónskáld, Íslensk
einsöngslög í eitt hundrað ár.
Er einhver markaður fyrir svona
nótnabækur hér á landi? „Nei, lag-
erinn hreyfist hægt. En ég vil taka
fram að þó ég hafi gefið út á eigin
kostnað fyrstu tuttugu árin, þá hef
ég fengið styrki frá ríkisstjórninni
og Íslenska einsöngslaginu, svona
til að taka kúfinn af áhyggjunum.
Það þýðir ekki fyrir mig að byrja
á að biðja um styrk og fara svo að
vinna. Þetta eru afturvirkir styrkir.
Að öðru leyti eru það mjólkurpen-
ingarnir.“
Að grípa
nótnabókina sína
uppi í hillu
Íslensk einsöngslög eru mikilvægur hluti
af menningararfi þjóðarinnar. Jón Krist-
inn Cortez tónlistarmaður gefur þau út í
gegnum fyrirtæki sitt Ísalög. Nú einbeitir
hann sér að hverju tónskáldi fyrir sig.
„Ég er að berjast við að koma þessum handritum á lesanlegt form í tölvunni,“ segir Jón. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Íslensk lög til
Singapúr
Söngskólinn í Reykjavík er í
prófasambandi við Konunglegu
tónlistarskólana í Bretlandi
sem gefa út námsefni í tónlist
og lista yfir lög sem henta til
söngs. Á þeim lista eru tólf ís-
lensk lög sem Jón Kristinn setti
þar inn, með þýddum textum
á enskt, syngjanlegt mál. Þetta
efni er til sölu í Tónastöðinni.
Eins er hægt að skrifa Jóni
Kristni, sem lengst hefur sent
þetta efni til Singapúr.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Jónas Ingimundarson er meðal þeirra sem veittu Jóni aðstoð við verkið.
1 9 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R22 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING