Fréttablaðið - 19.03.2020, Síða 32

Fréttablaðið - 19.03.2020, Síða 32
Lifandi mál lifandi manna – um esperantotímabil Þórbergs Þórðarsonar er ný bók eftir Kristján Eiríksson, kennara og fyrrverandi formann íslenska esperantosambandsins. Í bókinni gerir hann þessu tímabili ítarleg skil og margt af því sem Þór- bergur ritaði á esperanto birtist í bókinni á íslensku í fyrsta sinn í þýðingu Kristjáns. Spurður af hverju hann hafi ákveðið að skrifa um Þórberg og esperanto segir Kristján: „Esper- antotímabili hans hefur ekki verið gerð mikil skil hingað til. Mig lang- aði til að fjalla um þennan tíma því Þórbergur skildi þónokkuð mikið eftir sig af esperantogögnum. Auk þess sinnti hann esperanto frá 1925 til 1933 af fullum krafti og miklu lengur með öðru.“ Fylgdi þjóðleysingjastefnunni Kristján segir að esperanto hafi ekki verið útbreitt tungumál þegar Þórbergur fékk áhuga á því. „Esper- anto var orðið mjög útbreitt fyrir seinna stríð. Hitler réðst af heift á esperantista, og eins og frægt er þá er Þórbergur eini maðurinn sem var dæmdur fyrir að tala illa um „heila- leysingjann Hitler“ eins og hann kallaði hann. Esperanto varð einn- ig illa séð í Sovétríkjunum, en því hefur ekki verið gefinn sérstakur gaumur í skrifum um Þórberg og kommúnisma hans. Þórbergur skrifaði óskaplegt lof um Stalín og hélt því áfram eftir stríð. Hann var alla tíð mikill vinstri maður, en eftir að hafa farið á fyrsta esperantoþing sitt gekk hann strax í svonefnt þjóð- leysingjafélag en í því voru einkum kommúnistar, sósíalistar og anark- istar. Þetta félag var sérkennilegt að því leyti að það var mjög illa þokkað af nasistum og kommúnistum í Rússlandi. Draumur meðlima var sá að til yrði eitt ríki á jörðinni sem hefði eina alheimstungu. Það hefur alltaf verið talað um að Þórbergur hafi verið mikill kommúnisti, sem hann var að vissu leyti, en í lokin fylgir hann þjóðleys- ingjastefnunni. Í bréfi til Kristins E. Andréssonar seint á ævinni, talar hann um ófullkomleika mann- anna og segir að stefnan sem hann fylgi sé: Sjálfur leið þú sjálfan þig. Þannig að hann vildi sjálfur ákveða sína stefnu. Auðvitað var hann ansi lengi trúaður á hina sovésku leið, sem þjóðleysingjastefnan var þó í algjöru ósamræmi við. Þessu finnst mér ekki hafa verið veitt nægileg athygli.“ Viðkvæmt efni Í bókinni er síðan að finna greinar og bréf sem Þórbergur ritaði á esperanto og margt af því birtist nú í fyrsta sinn á prenti. „Sennilega er mestur fengur að 59 blaðsíðna bréfi sem hann skrifaði vinkonu sinni í Hollandi, ritað með „hans hjartahreinu eigin hendi“. Vin- konan var rithandafræðikona og hann sendir henni sýnishorn af rithönd margra manna og lýsir þeim fyrir henni, þar á meðal Jónasi frá Hriflu, Stefáni frá Hvíta- dal og Halldóri Laxness. Þetta er skemmtilegt bréf, en efnið er nokkuð viðkvæmt og þar lýsir hann til dæmis Stefáni frá Hvíta- dal af æði mikilli léttúð,“ segir Kristján. Þá er einnig í bókinni fjallað um hina miklu esperanto- orðabók Þórbergs, sem hann var byrjaður að undirbúa til prent- unar en kom ekki út. ÞAÐ HEFUR ALLTAF VERIÐ TALAÐ UM AÐ ÞÓRBERGUR HAFI VERIÐ MIKILL KOMMÚNISTI, SEM HANN VAR AÐ VISSU LEYTI, EN Í LOKIN FYLGIR HANN ÞJÓÐLEYSINGJA- STEFNUNNI. fjölgum gæðastundum heima við Skapandi dagar 20% afsláttur af allri föndurvöru 19. – 30. mars Esperantotímabili Þórbergs hefur ekki verið gerð mikil skil, segir Kristján. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Meistari Þórbergur á spássigöngu. Vildi sjálfur ákveða sína stefnu Kristján Eiríksson er höfundur bókar um esperantotímabil Þórbergs Þórðarsonar. Í bókinni er að finna greinar og bréf eftir Þórberg sem birtast í fyrsta sinn á prenti. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is BÆKUR Ég mun sakna þín á morgun Heine Bakkeid Þýðing: Magnús Þór Hafsteinsson Útgefandi: Ugla Blaðsíður: 359 Ég mun sakna þín á morgun er fyrsta bókin í f lokki bóka norska rithöf- undarins Heine Bakkeid um lög- regluforingjann Thorkild Aske. Thorkild er nýkominn úr fang- elsi eftir dráp af gáleysi, afar niður- dreginn og fullur af sektarkennd og reynir að deyfa sársaukann með lyfjaneyslu. Hann rannsakar hvarf ungs manns í Norður-Noregi meðan draugar fortíðar hrjá hann og áhyggjur vegna systur hans sem býr með ofbeldismanni þjaka hann einnig. Hér er því á ferð enn ein þjáð karlkynslöggan, vitanlega fráskilin, sem lesendur norrænna glæpasagna eru orðnir þaulkunnugir. Það er síðan smá aukabónus fyrir íslenska lesendur að faðir Thorkilds er Íslend- ingur, forystumaður í umhverfis- verndarhópi. Sjálfur fæddist Thor- kild í Árneshreppi á Ströndum árið 1971. S a g a n e r nokkuð hefð- bundin glæpa- saga. Hún er fyrsta persónu- frásögn Thor- kilds. Fortíðar- k a f l a r l ý s a a ð d r a g a n d a hins skelfilega atburðar sem hrjáir Thor- kild svo mjög. Kaflar í nútíð snúa að rannsókn á hvarfi hins unga manns og atburðir verða æ dularfyllri. Lík af ókunnri konu finnst en hverfur á einkennilegan hátt. Einnig hverfa tveir lögreglumenn. Skyggn kona og sýnir hennar skapa síðan ákveðna dulúð í sögunni. Unnendur glæpasagna ættu að hafa nokkra ánægju af lestrinum. Sagan er fremur lipurlega skrifuð og á köflum skemmtilega töffaraleg, en hefði mátt vera þéttari. Þegar nokkuð er liðið á bókina kemur langdregin lýsing á líkkrufningu. Það er freistandi að ímynda sér að þar hafi höfundur lagst í heimilda- vinnu og viljað koma þekkingu sinni á krufningu til skila. Kaflinn er hins vegar allt of nákvæmur. Eins og helst þarf að vera í sögu eins og þessari liggur lausnin ekki í augum uppi. Slíkt er alltaf kostur í glæpasögum. Kolbrún Bergþórsdóttir NIÐURSTAÐA: Um margt ágæt glæpa- saga þar sem þjáður lögreglumaður á samúð lesandans. Margþjáð lögga M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23F I M M T U D A G U R 1 9 . M A R S 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.