Fréttablaðið - 19.03.2020, Side 37

Fréttablaðið - 19.03.2020, Side 37
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@ frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is KRAKKARNIR ERU BÚNIR AÐ REKA MIG SEM STÆRÐFRÆÐIKENNARA OG HEIMTA AÐ PABBINN TAKI VIÐ, SEM ÉG ER REYNDAR GUÐS LIFANDI FEGIN AÐ ÞAU GERÐU. ÞEGAR ÉG FÉKK SVO SÍMTALIÐ UM ÞÆTT- INA FÉKK ÉG NÆSTUM HJARTA- STOPP OG GAT EKKI TALAÐ AF SPENNINGI. SPORTIÐ Í DAG ALLA VIRKA DAGA 15:00 #bestasætið Þáttaröðin Mannlíf með grínistanum Evu Ruza hefst í dag í Sjónvarpi Símans.„Hugmyndin að þátt-unum kom frá lífsstíls- blaðinu Mannlífi og er unnin í sam- starfi við Sagafilm. Það má segja að þetta sé litla barnið þeirra. Ég fékk svo þann heiður að fá að ganga með það fulla meðgöngu og bæta dassi af Evu Ruzu galsa við þetta allt. Þór Freysson framleiðandi leiddi mig áfram í þessu öllu og fékk , greyið, að hlusta á blaðrið í mér og misgáfu- legar hugmyndir í margar vikur,“ segir Eva og bætir svo við: ,,Ég veit samt að honum leiddist það pott- þétt ekki því það var alltaf fjör í tökunum. Mér þótti ótrúlega vænt um að þau Steingerður, Róald og Sigríður Dagný hjá Mannlífi treystu hugmyndaf lugi okkar Þórs full- komlega og leyfðu okkur að leika lausum hala.“ Six pack og gleði Eva segir þættina fullkomna fyrir hámhorf nú þegar fólk þarf að eyða löngum stundum heima hjá sér vegna ástandsins í þjóðfélaginu. „Eina vitið er að hlamma sér í sóf- ann og horfa á þættina. Það er ekki eins og fólk hafi eitthvað annað að gera, allavega ekki þeir sem eru í sóttkví. Jafnvel hægt að kveikja og gera nokkrar magaæfingar á meðan horft er. Slá tvær flugur í einu höggi; „six pack“ og gleði í hjartað,“ segir hún og hlær. Eva lýsir þáttunum á þann veg að þeir séu í raun byggðir upp eins og þú sért að fletta blaði. „Nema lifandi blaði með brussu- gangi, hlátri og skemmtun beint í æð. Í hverjum þætti er eitt ,,for- síðuviðtal“ ef svo mætti segja og svo minni innslög þar sem ég læri til dæmis að elda, tek fræga í hraða- spurningar og ég get sagt ykkur það að það var veisla eitt og sér. Það sem kom upp í þeim svörum lætur fólk hlæja. Ég átti mjög erfitt með að halda andlitinu í þeim þáttalið,“ segir hún. Hvolpaaugun virka Það gekk gífurlega vel að fá fólk til að taka þátt að sögn Evu. „Það má eiginlega segja að þetta hafi gengið eins og í lygasögu. Við þurftum ekki að snúa upp á hand- legginn á neinum viðmælanda. Það voru allir til í þetta verkefni og allir til í að vera með, enda hafa þessi hvolpaaugu mín f leytt mér langt síðan í æsku. Það var gaman að sjá að þau virkuðu líka á f leiri en bara pabba og manninn minn,“ segir Eva og hlær. Eva vinnur í blómaverslun móður sinnar, Ísblóm, í verslunarkjarn- anum Miðbæ. „Þannig að ég, enn og aftur, henti upp hvolpaaugunum og bað mömmu um frí í mánuð til að geta hellt mér í þetta verkefni. Þið heyrið bara í mér ef ykkur vantar eitthvað. Þá set ég upp augun og geng í verkið fyrir ykkur. Skemmtibransinn fékk hins vegar ekkert frí frá mér, en ég var nánast uppi á sviði um hverja helgi á meðan allt var í gangi.“ Endaði með hlaupasting Upptökurnar gengu vel og Eva segir alla gesti hafa verið skemmtilega og áhugaverða á sinn hátt. „Ég á mjög erfitt með að að velja á milli, ég er bara svo innilega glöð yfir að það voru allir til í þetta, allir svo hressir og skemmtilegir. Reyndar fór ég út að hlaupa með Þórarni Eldjárn og átti fullt í fangi með að elta hann. Var komin með hlaupasting og allt en hann blés ekki úr nös, kallinn,“ segir hún. Hún segir margt hægt að læra af þáttunum og fólkinu sem í þeim birtist. „Allt er þetta fólk sem hefur látið draumana sína rætast og það er eitthvað sem margir eru hræddir við að gera. Ég var til dæmis að lifa drauminn minn við gerð þáttanna. Núna þegar allir eru heima við, þá er svo sannarlega hægt að láta sig dreyma og kannski stökkva á tæki- færin þegar allt fellur í ljúfa löð.“ Söngelsk en laglaus Dreymdi þig um að verða sjónvarps- stjarna? „Mig hefur alltaf langað til að vinna við sjónvarp, alveg síðan ég var lítil. Vinkonur mínar segja bara við mig eitt orð og það er ,,Loksins“. Ég hef alltaf verið í öllu. Andskoti athyglissjúk að sögn mömmu og pabba. Í skólastarfi var ég í öllum nefndum, öllum leikritum, söngva- keppnum, sem er mér reyndar hulin ráðgáta því ég er alls engin söng- kona,“ segir hún og hlær. Hún segist alltaf hafa sóst í skap- andi verkefni og það hafi svo algjör- lega breytt lífi hennar þegar sam- félagsmiðlar komu inn í myndina. „Ég nýtti þá í að skapa eitthvað skemmtilegt efni fyrir áhorfend- urna og geri enn. Þegar ég fékk svo símtalið um þættina fékk ég næst- um hjartastopp og gat ekki talað af spenningi. Er ótrúlega þakklát fyrir þetta tækifæri sem kom til mín.“ Rekin á öðrum degi Það er nóg að gera hjá Evu þótt mörgum verkefnum hafi vissulega verið af lýst vegna kórónafarald- ursins. „Ég er með 10 ára tvíbura heima og hef verið að heimaskóla þau, sem hefur gengið upp og niður verð ég að viðurkenna. Ég er reyndar hræði- legur kennari og á fullt í fangi með þessa iPad kennslu. Ég man þá tíð þegar við notuðum blað og skrúf- blýanta með strokleðri á endanum. Krakkarnir eru búnir að reka mig sem stærðfræðikennara og heimta að pabbinn taki við, sem ég er reyndar guðs lifandi fegin að þau gerðu. Smá skellur hins vegar, þar sem það gerðist bara á degi tvö að ég var rekin.“ steingerdur@frettabladid.is Rekin á öðrum degi sem stærðfræðikennari Í dag koma út þættirnir Mannlíf með grínistanum Evu Ruza. Hún segir þá kjörna fyrir hámhorf núna þegar fólk þarf að halda sig heima. Eva kennir tvíburunum sínum nú heima við í ljósi ástands- ins, en var rekin sem stærðfræðikennari á degi númer tvö. Eva vinnur hjá móður sinni í blómabúðinni Ísblóm en fékk mánaðarfrí til að gera þættina. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 9 . M A R S 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.