Fréttablaðið - 19.03.2020, Qupperneq 41
RITSTJÓRN
ritstjorn@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILD
auglysingar@frettabladid.is
PRENTUN
Torg. ehf
DREIFING Póstdreifing ehf.
dreifing@postdreifing.is 550 5000
Kolbeins
Marteinssonar
BAKÞANKAR
buzzador®
Njóttu
Í þeim darraðardansi sem sam-félag okkar hefur gengið í gegnum undanfarið hefur verið aðdá-
unarvert að fylgjast með einstakri
leiðtogahæfni nokkurra þeirra sem
stjórna grunnstoðum samfélagsins.
Þau hafa tekið okkur í fangið og
fullvissað okkur um að þetta muni
allt líða hjá. Skipulögð upplýsinga-
miðlun með daglegum upplýsinga-
fundum skiptir hér lykilmáli.
Mikilvægasta fyrirtæki landsins,
Icelandair, stígur nú krappar öldur
með Boeing 737 MAX-vélar sínar
kyrrsettar og hrinu afbókana við
upphaf stærsta sölutímabils ársins.
Forstjóri þess sýnir aðdáunarverða
stillingu og talar af sannfæringu
um að þetta verði yfirstíganlegt.
Ríkisstjórnin hefur einnig áttað
sig á þessu og hefur boðað frekari
aðgerðapakka um leið og ástandinu
linnir. Fyrir það ber að hrósa, en
frekari aðgerða er þörf.
Kínverska táknið fyrir krísu er
einkar lýsandi fyrir ástandið þessi
misserin. Vinstri hlið þess merkir
snögga breytingu meðan sú hægri
merkir tækifæri lífsins. Breytingar
kunna að vera erfiðar en getan til að
sjá tækifærin sem þær skapa getur
skilið á milli árangurs eða mistaka.
Einn fremsti krísusérfræðingur
Norðurlanda, Norðmaðurinn Bjørn
Richard Johansen, hefur komið að
úrlausn fjölmargra vandamála á
Íslandi sl. 10 ár og þekkir aðstæður
hér því vel. Hann sagði mér nýlega
að Íslendingar ættu það til að tala
helst til mikið og við mættum vera
skipulagðari. Hins vegar séum við
þrautseig, óhrædd, dugleg og vinnu-
söm. Með slíka styrkleika munum
við komast yfir þetta eins og annað.
Gleymum aldrei tækifærunum
sem okkur auðnaðist að nýta eftir
hrunið 2008. Þau sköpuðu nýjar
stoðir undir hagkerfi okkar og lífs-
kjör. Og viðhöldum gleðinni, því
það styttir alltaf upp.
Tækifæri
eða dauði
Auðvelt að versla á byko.is
Við
sendum
heim
Verslaðu á netinu
Pantaðu fyrir kl. 13:00 á virkum degi og þú færð
vöruna samdægurs á höfuðborgarsvæðinu
8,2
Kílóvött
2
Brennarar
Tilboðsverð
Gasgrill
ROGUE R365, grillgrind
51x46cm úr pottjárni.
69.995
506600035
Almennt verð: 89.595
20%
afsláttur
af allri vegg- og
loftamálningu
Það er lítið
mál að mála
25%
afsláttur
af öllu parketi
og flísum
25%
afsláttur
af öllum Grohe
blöndunar-
tækjum