Fréttablaðið - 31.03.2020, Síða 2

Fréttablaðið - 31.03.2020, Síða 2
Veður Suðvestan strekkingur og rigning í dag, en úrkomulítið austanlands. Minnkandi úrkoma og kólnar í kvöld. SJÁ SÍÐU 16 Grjótglíma við Gálgaklett Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 PREN TU N .IS NÝBAKAÐ BRAUÐ ALLA DAGA ....................................... www.bjornsbakari.is Margir stunda útivist þessa dagana. Nokkrir vaskir klettaklifrarar spreyttu sig á svokallaðri grjótglímu við Gálgaklett á utanverðu Reykjanesinu um helgina. Þeir létu veðrið ekki truf la sig þó svo að hitastigið væri rétt um þrjár gráður og kletturinn hrjúfur og kaldur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI SKIPULAGSMÁL Byggingarfulltrú- anum í Reykjavík hefur verið gert að taka til meðferðar mál vegna uppsetningar á lofttúðu í húsi einu í Álakvísl. Íbúi í Álakvísl hafði borað gat á vegg sem snýr að sameiginlegum utanáliggjandi palli og sett þar upp lofttúðu fyrir útblástur frá eldhús- háfi. Þaðan kom að sögn íbúans í næsta húsi „óbærilegur fnykur sem leitaði út í horn, beint fyrir framan íbúð hans“, eins og haft er eftir honum í umfjöllun úrskurðar- nefndar umhverfis- og auðlinda- mála. Nágranninn kærði þá ákvörðun byggingarfulltrúa að þar sem eld- húsháfur frá umræddri lofttúðu hefði verið aftengdur og þannig bærist ekki matarlykt út um hana væri hún aðeins óveruleg breyting á útliti. Túðan teldist því minni- háttar framkvæmd og væri ekki byggingarleyfisskyld. Úrskurðar- nefndin segir ákvörðun byggingar- fulltrúans ekki studda haldbærum rökum og því verði að fella hana úr gildi. - gar Grannar deila um stækan fnyk Eldhúsháfur var aftengdur eftir kvörtun en lofttúða stendur eftir. REYKJAVÍK Einar S. Hálfdánarson, lögmaður og löggiltur endurskoð- andi, sendi borgarráði Reykjavíkur bréf á dögunum þar sem hann segist efast um að reikningsskilaaðferð Félagsbústaða hf. standist skoðun. Einar er þrautreyndur í sínu fagi og situr í endurskoðunarnefnd Reykja- víkurborgar. Félagsbústaðir eru gerðir upp samkvæmt alþjóðlegum reiknings- stöðlum, IFRS. Í bréfi sínu bendir Einar á að Félagsbústaðir séu ekki reknir í hagnaðarskyni og slík félög í öðrum EES-löndum noti ekki IFRS-staðla. Vísar Einar í minnis- blað KPMG frá árinu 2012 þar sem endurskoðunarfyrirtækið komst að þeirri niðurstöðu að IFRS ætti ekki við hjá Félagsbústöðum. Í núverandi fyrirkomulagi eru fasteignir Félagsbústaða gerðar upp á gangvirði sem þýðir að árlega hækkar virði eigna félagsins í takt við þróun á markaði. Eðlilegra telur Einar að eignirnar yrðu metnar á afskrifuðu kostnaðarverði. Segir Einar vafa á hvort notkun Félagsbústaða á IFRS sé heimil samkvæmt íslenskum lögum en ekki síður hvort við hæfi sé að gera eignirnar upp á gangvirði. Bendir Einar einnig á að kjörnir fulltrúar kynnu að vera persónulega ábyrgir ef svo ólíklega vildi til að kröfuhafar Félagsbústaða létu á það reyna hvort ársreikningar Félagsbú- staða hf. hefðu gefið glögga mynd af rekstri og efnahag félagsins. Þá kynni sú persónulega ábyrgð einn- ig að ná til endurskoðunarnefndar Félagsbústaða og borgarinnar. Bréf Einars var rætt á fundi borg- arráðs í síðustu viku. Meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna lét bóka að þær skoðanir sem komu fram í bréfi Einars hefðu verið til umfjöllunar í endurskoðunarnefnd borgarinnar og að fjármálasvið Reykjavíkur- borgar hefði leitað sér álit óháðs aðila sem hefði staðfest fram- kvæmd borgarinnar. Vigdís Hauksdóttir, borgarfull- trúi Miðf lokksins, hefur ítrekað bent á óeðlilegt misræmi á upp- gjörsreglum A-hluta Reykjavíkur- borgar og Félagsbústaða. Uppgjör Félagsbústaða samkvæmt IFRS búi til froðu í uppgjöri Reykjavíkur- borgar. Tilgangurinn sé að búa til rými til frekari lántöku borgar- innar. „Þessum ágreiningi verður að koma úr ráðhúsinu. Ekki verður hjá því komist lengur að fá úrskurð reikningsskila- og upplýsinga- nefndar sveitarfélaga og Ríkis- endurskoðunar á þessum uppgjörs- kúnstum, sem skipta svo miklu máli í rekstri borgarinnar á þann hátt að ef þeim verður breytt þá er borgin komin í veruleg fjárhagsleg vand- ræði. Borgarfulltrúi mun senda erindi þess efnis til þessara aðila,“ segir í bókun Vigdísar. bjornth@frettabladid.is Telur vafa á hvort skil reikninga standist lög Löggiltur endurskoðandi, sem situr í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborg- ar, hefur ritað bréf til borgarráðs þar sem hann varar við því að reikningsskil Félagsbústaða myndu ekki standast skoðun óháðs aðila ef á það reyndi. Þessum ágreiningi verður að koma úr ráðhúsinu. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins Félagsbústaðir eru eina óhagnaðardrifna leigufélagið innan EES sem gerir upp samkvæmt alþjóðlegum reikningsstöðlum, IFRS. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Úrskurðarnefndin segir ákvörðun byggingarfull- trúans ekki studda hald- bærum rökum, því verði að fella hana úr gildi. VIÐSKIPTI Frumvarp dómsmála- ráðherra um að heimila áfengi í netverslunum hér á landi verður lagt fram á fundi ríkisstjórnar- innar í dag. Nái frumvarpið fram að ganga verður einkaleyfi ÁTVR á sölu áfengis hér landi afnumið ef undanskildar eru erlendar net- verslanir sem selja áfengi hingað til lands án aðkomu ÁTVR. Frumvar pið hefur nú þegar fengið á sig nokkra gagnrýni og er sumt af því á misskilningi byggt. Í frumvarpinu er ekki kveðið á um breytingar á lögum um áfengisaug- lýsingar. Þá verður áfram gerð sú krafa að kaupendur séu 20 ára eða eldri. - bdj Leggur til sölu áfengis á netinu Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir, dóms- málaráðherra 3 1 . M A R S 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.