Fréttablaðið - 31.03.2020, Síða 8
BANDARÍKIN Donald Trump Banda-
ríkjaforseti segir að gildistími ráð-
stafana til að hægja á útbreiðslu
COVID-19 faraldursins verði fram-
lengdur út apríl. Þá sagði hann
einnig að ef 100 þúsund eða færri
dauðsföll yrðu vegna veirunnar í
Bandaríkjunum yrði það „mjög vel
að verki staðið“.
Fjöldi tilfella sem greinst hafa í
Bandaríkjunum er nú kominn í 143
þúsund, hærri en í nokkru öðru
landi. Þá hafa um 2.572 manns lát-
ist af völdum veirunnar þar í landi
en sérfræðingar Hvíta hússins hafa
sagt að sú tala fari líklega upp í allt
að 200 þúsund.
Trump hafði áður sagt að hann
vildi slaka á varúðarráðstöfunum
í kringum páskana en í ljósi þess
hvernig faraldurinn hefur þróast
kom það ekki til greina.
Bandarískir ríkisborgarar verða
áfram beðnir um að sleppa því
að ferðast og vinna að óþörfu og
samkomubann er miðað við 10
manns eða færri.
Strangari takmarkanir eiga þó
við í þeim ríkjum sem verst hafa
orðið fyrir barðinu á veirunni
Ástandið í New York-ríki hefur
verið sérstaklega slæmt, en þar
hafa meira en 1.200 manns látist
og yfir 66 þúsund tilfelli verið stað-
fest, næstum því helmingur tilfella
á landsvísu. Hægt hefur á sjúkra-
hússinnlögnum í ríkinu, en Andrew
Cuomo ríkisstjóri hefur varað við
því að þær muni brátt ná hámarki.
Vonir séu bundnar við að hægi á
faraldrinum þar sem sex dagar eru
nú á milli þess að tilfellunum fjölgar
um helming en ekki tveir dagar líkt
og fyrir tveimur vikum.
Trump viðraði hugmynd um að
setja New York-ríki í sóttkví en dró
það síðar til baka. Andrew Cuomo,
ríkisstjóri New York, tók mjög illa
í hugmynd Trumps og sagði hana
ólöglega og stríða gegn banda-
rískum gildum.
Þrætur þeirra Cuomos og Trumps
hafa einnig náð til öndunarvéla sem
mikill skortur er á. Í síðustu viku
lét Cuomo Trump heyra það fyrir
léleg viðbrögð. „Viltu fá klapp á
bakið fyrir að senda 400 öndunar-
vélar? Þú ert ekki að skilja umfang
vandans.“ Trump svaraði með því
að segja að öndunarvélarnar væru
„mörg þúsund“ og stæðu óhreyfðar
í vöruhúsi.
Bætti Trump um betur í gær með
því að tilkynna að sjúkrahús fengju
þær sendar beint þar sem yfirvöld-
um í New York væri ekki treystandi
til að koma þeim til skila.
Demókratar á Bandaríkjaþingi
hafa gagnrýnt Trump harðlega fyrir
viðbrögð sín við faraldrinum. „Á
meðan forsetinn stingur hausnum í
sandinn heldur fólk áfram að deyja,“
sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúar-
deildar Bandaríkjaþings, við CNN.
Sagði hún að fyrstu viðbrögð hans
hefðu kostað marga lífið.
Trump svaraði henni í þættinum
Fox & Friends og sagði að hún væri
„veikur hvolpur“ sem „ætti við mörg
vandamál að stríða“. „Þegar það ver
ég sem stoppaði mjög smitað fólk
sem kom frá Kína mun fyrr en allir
sögðu að væri nauðsynlegt, líka sér-
fræðingarnir. Enginn sagði að þess
þyrfti nema ég,“ sagði Trump. „Ef ég
hefði ekki gert það þá hefðu marg-
falt f leiri dáið.“
arnartomas@frettabladid.is
Fáðu fréttablað dagsins í
tölvupósti kl. 3.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista blaðsins á
www.frettabladid.is#nyskraning
Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
Á meðan forsetinn
stingur hausnum í
sandinn heldur fólk áfram
að deyja.
Nancy Pelosi,
forseti fulltrúar-
deildar Banda-
ríkjaþings
HOLLAND Málverki eftir Vincent
Van Gogh var stolið af Singer Laren
safninu í Hollandi snemma í gær-
morgun. Umrætt verk er Prests-
setursgarðurinn í Nuenen að vori
frá árinu 1884.
Safnið, sem hefur verið lokað
vegna COVID-19 faraldursins, hafði
fengið málverkið lánað frá Gronin-
ger-safninu. Virði málverksins í
peningum er ekki vitað.
„Ég er hneykslaður og virkilega
pirraður yfir því að þetta hafi gerst,“
sagði Jan Rudolph de Lorm, safn-
stjóri Singer Laren. „Þetta er mjög
slæmt fyrir bæði söfnin, en sérstak-
lega hræðilegt fyrir okkur öll því list
er til fyrir alla að sjá og njóta.“
Hollenska lögreglan rannsakar
nú málið. -atv
Verki eftir Van
Gogh stolið
Prestssetursgarðurinn í Nuenen að
vori, var málað af Van Gogh 1884.
Búast við því að allt að tvö
hundruð þúsund manns látist
Meira en 140 þúsund tilfelli COVID-19 eru staðfest í Bandaríkjunum. Forseti Bandaríkjanna segir að það
verði vel að verki staðið takist að halda dauðsföllum undir hundrað þúsundum. Búist er við að allt að
tvö hundruð þúsund manns látist. Samkomubann sem miðar við tíu manns hefur verið sett á í landinu.
Spítalaskip úr bandaríska flotanum siglir til hafnar í New York með yfir þúsund sjúkrarúm um borð. Skipinu er ætlað að létta á álaginu á heilbrigðiskerfi
borgarinnar sem er undirlagt vegna COVID-19 faraldursins sem þar geisar. 2.572 hafa látið lífið vegna kórónaveirunnar í Bandaríkjunum. MYND/EPA
143
þúsund manns hafa greinst
með COVID-19 í Bandaríkj-
unum.
BAN DAR Í K IN Dæmdu r f jölda-
morðingi, Lonnie Franklin, fannst
látinn í klefa sínum í San Quentin-
fangelsinu í Kaliforníu um helgina.
Franklin var 67 ára gamall þegar
hann lést. Engin merki voru um
átök en niðurstöður úr krufningu
liggja ekki fyrir.
Franklin var dæmdur til dauða
árið 2016 fyrir tíu morð, á níu
konum og einni unglingsstúlku, á
rúmlega tveggja áratuga tímabili,
hið fyrsta árið 1985 og hið síðasta
árið 2007. Franklin, sem var þekkt-
ur undir viðurnefninu „Grim Slee-
per“ starfaði sem sorphirðumaður í
Los Angeles-borg á sínum tíma.
Tilviljun réði því að yfirvöldum
tókst að hafa hendur í hári hans.
Sonur Franklins var handtekinn
fyrir vopna- og fíkniefnabrot árið
2008. Prófun á erfðaefni sonarins
gerði það verkum að böndin beind-
ust að föður hans.
Lögreglan fylgdist vandlega með
Franklin um nokkurt skeið með það
fyrir augum að ná sýni af erfðaefni
hans. Dulbjó lögreglumaður sig sem
þjónn á veitingastað og að lokum
kom hálfétinn pitsuendi upp um
hann. Franklin var að lokum hand-
tekinn árið 2010. Sex ár tók að fá
hann dæmdan fyrir morðin eftir
miklar lagaflækjur.
Fórnarlömb Franklins voru í
sumum tilvikum vændiskonur og
fíkniefnaneytendur. Hann ýmist
skaut eða kyrkti fórnarlömb sín og
kom líki þeirra fyrir í húsasundum
eða ruslagámum. Í nokkrum tilvik-
um nauðgaði hann fórnarlömbum
sínum áður en hann myrti þau.
Yngsta fórnarlamb níðingsins var
15 ára gömul stúlka.
Talsverðar líkur eru taldar á því
að Franklin hafi haft mun fleiri líf
á samviskunni. Á tímabili var hann
tengdur við sex önnur morð. Við leit
á heimili hans fundust 180 myndir
og myndbönd af öðrum konum en
aðeins tókst að bera kennsl á hluta
þeirra. - bþ
Alræmdur fjöldamorðingi fannst látinn í klefa sínum
Lonnie Franklin. MYND/EPA
ÍTALÍA Átta hundruð manns létust
af völdum COVID-19 faraldursins
á Ítalíu í gær. Alls hafa nú rúmlega
11.500 manns látið lífið af völdum
faraldursins þar í landi. Ítalía hefur
orðið hvað verst úti, alls eru tilfellin
meira en hundrað þúsund.
Rúm 14 þúsund manns hafa náð
sér, í gær voru um 1.500 útskrif-
aðir úr sóttkví, f lestir á einum degi
til þessa. Enn eru um 75 þúsund
manns í landinu smitaðir.
Nýjum smitum hefur fækkað
nokkuð síðustu daga. Í Lombar-
díu, héraðinu sem hefur orðið hvað
verst úti, hefur smituðum fækkað
milli daga. Segja yfirvöld það vera
fyrst og fremst hörðum aðgerðum
að þakka. - ab
Átta hundruð
létust í gær
Yfir 11 þúsund hafa látist á Ítalíu
3 1 . M A R S 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð