Fréttablaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Tanya segir að þegar fyrst hafi borist fregnir af því að Covid-19 farsóttin væri
komin til landsins hafi eldra fólkið
sem æfir reglulega hjá Heilsu-
skólanum dregið sig í hlé og haldið
sig heima. „Það var auðvitað ekki
skynsamlegt að þau væru að mæta
í hóptíma. Mér fannst ég verða að
finna einhverja lausn svo þau gætu
hreyft sig áfram. Ég byrjaði því
með beinar útsendingar af öllum
tímunum mínum, þótt það hafi
enn þá verið fullt af fólki í salnum
hjá mér,“ segir Tanya. „Fólkið sem
þurfti að halda sig heima var þakk-
látt og fann gleði sína á ný í því
að geta verið með okkur og gert
sömu æfingar þótt það væri fjarri.
Þegar samkomubannið var sett á
var ég búin að þróa beinu útsend-
ingarnar og tímarnir gátu haldið
áfram í gegnum tölvuna eða sjón-
varpið heima. Þetta bjargaði alveg
deginum enda er þetta samlyndur
hópur. Allir nemendur Heilsuskól-
ans nota beinu útsendingarnar.
Þetta eru mismunandi hópar á
mismunandi námskeiðum. Fit &
Fabulous námskeið fyrir konur,
Stretch & Shape teygjur og mjúkt
jóga fyrir dömur og herra, Ballet
Fitness fyrir ballerínur og svo
margir mismunandi danshópar
fyrir styttra eða lengra komna,“
útskýrir hún.
Eldri borgarar í zumba
Tanya segir að allir geti skráð sig
á námskeið og verið með. „Þegar
fólk hefur skráð sig fær það aðgang
að beinu útsendingunum auk þess
sem það fær aðgang að upptökum
af öllum æfingunum til að gera
heima hjá sér seinna þegar því
hentar. Svo þetta er miklu meira en
bein útsending,“ segir hún. „Þetta
eru skrítnir tímar sem við erum að
upplifa. Ég trúi því að þetta ástand
sé tímabundið og það mun birta
til. Vorið og sumarið koma sterkt
inn og lífið heldur áfram eins og
áður með allri sinni gleði, fjöri, sól
og fuglasöng.“
Tanya hefur kennt eldri borg-
urum zumba og nú eru þeir tímar
líka komnir á netið. „Ég kenni
Zumba Gold námskeið á mörgum
stöðum í ýmsum hverfum á höfuð-
borgarsvæðinu og þar sem þetta
er fyrir eldri borgara þá eru þeir
viðkvæmastir í þessu ástandi. Ég
sá snemma að ég þyrfti að finna
lausn, svo Zumba Gold hóparnir
mínir myndu geta haldið áfram að
dansa, þrátt fyrir að þeir megi ekki
hittast í eigin persónu. Nú streymi
ég dansæfingunum okkar daglega
í öllum hópunum. Við spjöllum
mikið saman á Facebook, svo
enginn sé einmana. Elsti Zumba
Gold dansarinn hjá mér er 86
ára gamall og ef hann getur verið
nógu tæknivæddur til að tengjast
netinu, æft rafrænt og notið góðs
af, þá ættu flestir að geta þetta.
Það eru bæði konur og menn sem
æfa og dansa í Heilsuskólanum. Á
meðan ástandið er svona, er eina
lausnin að hafa beinar útsendingar
með mér og svo upptökur til að
endurtaka rútínurnar eftir á, hve-
nær sem fólki hentar. Við spjöllum
líka mikið saman á Facebook.
Ekki æfa á náttfötunum
Við eigum öll að vera klædd
skemmtilegum æfingafötum,
við æfum ekki í náttfötunum,
dömurnar setja alltaf varalit á sig,
alveg eins og þegar við fórum út
úr húsi til að mæta á æfingu. Og
síðasta samþykkta reglan okkar er
að hver og einn iðkandi setur sjálfu
af sér í hvert skipti í Facebook-
hópinn í æfingafötunum, svo við
getum „séð“ hvert annað. Þetta
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Tanya er sæl og glöð yfir að nemendur hennar geti haldið áfram að æfa líkamsrækt þótt skólanum hafi verið lokað.
Nemendur hennar eru ekki síður ánægðir með þetta framtak og eru duglegir að taka þátt. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Hvað segja nemendur
„Þegar samkomubannið var hert dó Tanya ekki ráða-
laus og streymir nú danstímum og annarri hreyfingu
í opnu streymi. Þetta er frábær leið til að halda sér
í formi á þessum síðustu og verstu tímum og alveg
yndislegt að taka þátt í danstímum heima í bílskúr
þar til veiran verður gengin yfir. Tanya gefur mikið af
sér og dansarnir eru mjög fjölbreyttir. Það er alltaf
tilhlökkun að „mæta“ í tíma hjá henni. Þetta hefur
gengið snurðulaust og ég er viss um að þessir tímar
bjarga andlegri heilsu margra.“
Ingrid Kuhlman
framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar
„Mér fannst það ótrúlegt, til að byrja með, að hægt
yrði að gera fjartíma svo spennandi og það vel, að
maður yrði tilbúinn í að vakna kl. 6 á morgnana, þó
svo að maður þyrfti ekki að mæta í vinnu svona
snemma nú á þessum tímum. En þetta tókst Tanyu,
með sínum dugnaði og fagmennsku. Tímarnir eru
álíka góðir og krefjandi, manni finnst eins og maður
sé í einkakennslu. Auðvitað saknar maður félags-
skaparins og nærverunnar. En þetta er svo snilldar-
lega gert að ég hefði aldrei trúað því fyrr en ég reyndi
enda er Tanya svo hvetjandi og frábær kennari. Og
rúsínan í pylsuendanum er að maður getur endur-
tekið æfinguna seinna um daginn eða daginn eftir.“
Guðlaug Rún Margeirsdóttir
Búlgarskur Kyopoolu
700 g eggaldin
2 grænar paprikur
3 msk. ólífuolía
2 tómatar, fínt saxaðir
3 msk. fersk söxuð steinselja
2 hvítlauksrif
2 msk. rauðvínsedik
¾ tsk. salt, meira eða minna eftir
smekk
Grillið eggaldin og paprikuna
þangað til það er orðið dökkt. Setja
þetta síðan í skál og hyljið með
plastfilmu til að mynda gufu í 10
mín. Þegar þetta er ekki lengur
mjög heitt þarf að taka hýðið af.
Eftir það þarf að setja eggaldin
og paprikuna í matvinnsluvél.
Hellið ólífuolíunni rólega út í og
haldið áfram að blanda þangað til
þetta er allt vel blandað saman.
Þegar það er komið þarf að setja
blönduna í stóra skál og bætið við
restinni af hráefninu og blanda vel
saman. Kryddið eftir smekk með
salti. Berið fram við stofuhita.
fyrirkomulag virkar mjög vel og
gefur okkur tilfinningu um eðli-
legan hversdagsleika. Auk þess
er svo skemmtilegt og gefandi að
æfa, hreyfa sig og gleyma sér í smá
stund. Það hjálpar okkur við að
detta ekki niður í þunglyndi, ein-
manaleika, andlega einangrun eða
depurð,“ segir Tanya.
Hún segir að allir ættu að gera
heimaæfingar. Það hjálpi mikið að
standa upp reglulega ef fólk er að
vinna heima og gera léttar teygjur
eða nokkrar snöggar erfiðari
æfingar. „Það er gott til að þjálfa
hjartað, lungum og örva blóð-
rásina,“ segir hún. „Ég mæli með
stuttum æfingalotum, fimm til
sex sinnum á dag. Það hjálpar líka
að fara í göngutúr og fá ferskt loft.
Við þurfum að reyna að lifa eins
eðlilegu lífi og hægt er á þessum
tímum. Það er hægt að nota stól
heima til að teygja á og mýkja háls,
bak, herða- og axlasvæði. Ég mun
setja upp á næstu dögum vef- og
Facebook-síðu Heilsuskólans
með stólaæfingum og teygjum
sem verða aðgengilegar fyrir alla.
Einnig er mikilvægt að huga vel
að mataræðinu. Sumir fá þá til-
finningu að það sé alltaf helgi og
gleyma sér fyrir framan sjónvarpið
með nasl og gos. Við eigum frekar
að borða meira grænmeti og ávexti
og drekka nóg að vatni. Það má
elda góðan mat á hverjum degi
enda um að gera að njóta og læra
nýja rétti,“ segir hún.
Dýrmæt samskipti
Það er mjög hressandi og frískandi
að fara út í göngutúr en það
er ekki markviss þjálfun. Við
þurfum að gera meira en það til
að halda okkur í formi. Styrktar-
og þolæfingar eða dans er góður
kostur til að láta hjartað slá hraðar.
Mjúkar jógaæfingar eða hugleiðsla
eru streitulosandi. Börnin eiga
endilega að taka þátt í æfingunum
með foreldrum en með því skapast
skemmtileg fjölskylduminning. Að
dansa saman getur gert kraftaverk
í því að láta sér líða vel. Það hjálpar
mér mikið að vera í sambandi við
fólkið mitt. Þessi dýrmætu sam-
skipti við fólk gera mér gott jafnt
og þeim,“ segir Tanya og bendir á
að fólk geti notað YouTube-tón-
listarmyndbönd til að dansa
saman. „Á eftir er hægt að setjast
niður og horfa á létta gamanmynd,
við getum stytt okkur stundir
með myndum eins og National
Lampoon’s Vacation, National
Lampoon’s Christmas Vacation og
Vegas Vacation. Ég greinilega elska
Chevy Chase,“ segir hún.
Tanya borðar ekki kjöt en gefur
hér lesendum uppskrift að búlg-
örskum rétti sem er gerður úr egg-
aldini en rétturinn er mjög vinsæll
í Búlgaríu. „Það er gaman að prófa
eitthvað nýtt og spennandi. Mér
finnst líka gaman að prófa mig
áfram með alls konar kryddum.“
Ég sá snemma að
ég þyrfti að finna
lausn, svo Zumba Gold
hóparnir mínir myndu
geta haldið áfram að
dansa, þrátt fyrir að þeir
megi ekki hittast í eigin
persónu.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 1 . M A R S 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R