Fréttablaðið - 31.03.2020, Side 16
Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu,
segir marga aðila koma að þeim
stafrænu umbótum sem bæði
fyrirhugaðar eru og unnið er að
um þessar mundir.
„Verkefnastofa um stafrænt
Ísland, sem starfar á vegum fjár-
mála- og efnahagsráðuneytisins,
hefur það hlutverk að tryggja
markmið ríkisstjórnarinnar í
þessum málaflokki og vinnur
með ráðuneytum, stofnunum
og öðrum opinberum aðilum að
því að efla stafræna þjónustu við
almenning og tryggja þannig skýr,
einföld og hraðvirk samskipti.“
Einfaldari og
hraðari samskipti
Það sparast umtalsverður tími
og fyrirhöfn með innleiðingu og
notkun stafrænna lausna í starf-
semi hins opinbera. „Of mikill tími
fólks, fyrirtækja og starfsmanna
stofnana fer í dag í afgreiðslu ein-
faldra umsókna og erinda sem ætti
að vera hægt að ganga frá sam-
stundis á netinu. Nú eru til dæmis
til u.þ.b. 3.000 mismunandi PDF-
eyðublöð á vefsíðum opinberra
aðila sem fyrirtæki og einstakl-
ingar þurfa að prenta út, fylla út
handvirkt og annaðhvort skanna
inn og senda í tölvupósti, eða
hreinlega að keyra með undirritað
eintak til viðkomandi stofnunar.
Við vinnum hörðum höndum að
því að færa öll þessi eyðublöð yfir
á stafrænt form til að spara fyrir-
tækjum sporin, auka hagræði og
stytta afgreiðslutíma erinda í sam-
skiptum við hið opinbera.“
Ísland.is kemur
þér beint að efninu
Stafrænar lausnir á borð við
Ísland.is hafa reynst vel og gert
notendum kleift að nálgast ýmsa
opinbera þjónustu og gögn án
óþarfa milligöngu. „Vefurinn
Ísland.is er upplýsinga- og þjón-
ustuveita opinberra aðila á Íslandi.
Þar geta fólk og fyrirtæki fengið
upplýsingar og notið margvíslegr-
ar þjónustu hjá opinberum aðilum
á einum stað. Á Ísland.is getur fólk
komist beint að efninu í sam-
skiptum við hið opinbera ef það
veit ekki hvert það á að snúa sér
eða hvar á að byrja. Nú þegar eru
í boði á annað hundrað stafrænar
umsóknir og leyfi sem hægt er að
ljúka með sjálfsafgreiðslu á netinu,
en það er þó einungis byrjunin.“
Fyrirhugaðar eru breytingar
sem koma til með að spara bæði
tíma og peninga. „Strax á þessu
ári mun vefurinn fara í gegnum
miklar breytingar og verður
stafræn þjónusta hins opinbera
stórefld. Sem dæmi má nefna að
innan nokkurra vikna verður þar
hægt að sækja um og fá afhent
rafrænt sakavottorð í pósthólfið á
Ísland.is án þess að þurfa að keyra
í heimsókn til sýslumanna og fá
það prentað á pappír,“ útskýrir
Andri.
„Stafræn samskipti hafa aldrei
verið mikilvægari í samfélaginu og
markmiðið með Ísland.is er að ein-
staklingar og fyrirtæki geti rekið
erindi sín við stjórnsýslu ríkis
og sveitarfélaga, hvenær sem er,
hvar sem er og án tafar. Einnig geti
einstaklingar og fyrirtæki fengið
upplýsingar um mál sín og fylgst
með stöðu þeirra.“
Auknar fjárfestingar í
stafrænum innviðum
Atburðarás undanfarinna vikna
hefur nú leitt til aukinna fjár-
festinga ríkisins á ýmsum sviðum.
„Umfangsmikil aukning fjárfest-
ingar í tækni, stafrænum lausnum
og betri upplýsingakerfum í þágu
einstaklinga og fyrirtækja er
áformuð samkvæmt þingsálykt-
unartillögu fjármála- og efna-
hagsráðherra sem lögð var fyrir
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Jónatan Arnar
Örlygsson
verkefnastjóri
kynnir framtíð-
arsýn Stafræns
Íslands fyrir
hugbúnaðar-
fyrirtækjum
fyrir nokkru.
Alþingi í síðustu viku. Aukningin
er hluti af 20 ma.kr. fjárfestinga-
átaki sem kynnt var nýlega og
er liður í viðamiklum aðgerðum
ríkisstjórnarinnar vegna kórónu-
veirunnar. Alls verða framlög
aukin um 1.350 m.kr. á árinu 2020
til verkefna á sviði nýsköpunar,
upplýsingatækni, netöryggis og
stafrænnar þjónustu, samkvæmt
þingsályktuninni.“
Verkefni af þessu tagi fela í
sér margs konar samfélagslegan
ávinning. „Markmið fjárfestinga-
verkefnanna er að leysa úr læðingi
fjölda nýrra tækifæra sem felast í
notkun stafrænna lausna og auka
með því afköst einstaklinga, fyrir-
tækja og stofnana með tilheyrandi
tímasparnaði og framleiðniaukn-
ingu. Áætla má að þjóðhagslegur
ávinningur sem hlýst af tíma-
sparnaði, styttri málsmeðferð og
jákvæðum umhverfisáhrifum
vegna lægri prent- og sendingar-
kostnaðar geti numið allt að 30
ma.kr. á ári næstu fimm árin.“
Stafrænar umsóknir um
vegabréf og fæðingarorlof
Áhrifanna mun gæta víða.
„Aukin stafvæðing þjónustu við
almenning verður í forgrunni en
til stendur að hraða um 400-500
þjónustuferlum sem m.a. snúa
að leyfisveitingum fyrirtækja,
fjölskyldu- og forræðismálum hjá
sýslumönnum, rafrænum þinglýs-
ingum og stafrænum umsóknum
um vegabréf og fæðingarorlof. Sér-
stök áhersla verður á heilbrigðis-
mál, m.a. með átaksverkefni til
stuðnings nýskapandi lausnum
í heilbrigðisþjónustu. Þá verður
unnið að áframhaldandi þróun
sjúkraskrárkerfis, meðal annars
til að ná betur utan um biðlista og
samskipti við almenning. Einn-
ig verður unnið að endurnýjun
upplýsingatæknikerfa og eflingu
tækniinnviða hins opinbera.
Miðað er við að verkefnin, sem
fjármögnuð eru í þessu sérstaka
fjárfestingarátaki, hefjist í síðasta
lagi í september og verði lokið
næsta vor.“
Fjárfest í opnum hugbúnaði
í samstarfi við atvinnulífið
Vonir eru bundnar við að með
átakinu skapist ný störf og aukin
tækifæri. „Við hröðun fjárfestinga
í þróun stafrænnar þjónustu hins
opinbera verður lögð áhersla á
áframhaldandi þróun Ísland.is
sem miðlægrar þjónustugáttar.
Markmið stjórnvalda er að Ísland
komist í fremstu röð í framboði
á stafrænni þjónustu á næstu
þremur árum. Með aukinni
notkun opins hugbúnaðar er
stuðlað að frekari nýsköpun, bæði
hjá hinu opinbera og í einkageir-
anum. Áætlað er að fjárfesting
stjórnvalda í stafrænum innviðum
geti skapað 140-170 ársverk í upp-
lýsingatækni og tengdum greinum.
Þar af munu um 60-70 störf skapast
á þessu ári og allt að 100 störf á
árinu 2021.“
Þjónusta við fyrirtæki bætt
og leyfisveitingum hraðað
Ljóst er að margt mun breytast á
komandi mánuðum. „Til viðbótar
við þjónustu við almenning verður
einnig unnið markvisst að því að
bæta stafræna þjónustu við fyrir-
tæki og hraða afgreiðslu á ýmiss
konar leyfisveitingum. Til að
mynda verða allir reikningar ríkis-
sjóðs og stofnana sendir út rafrænt
til fyrirtækja frá 1. maí á þessu ári,
í samstarfi við Fjársýsluna, og jafn-
framt verður hægt að skoða yfirlit
yfir alla reikninga, sækja hreyfing-
aryfirlit og skoða innheimtustöðu
fyrirtækisins á Ísland.is.“
Mun þetta draga verulega úr
pappírsnotkun og þar af leiðandi
kostnaði. „Til viðbótar við það
aukna þjónustustig sem þetta felur
í sér fyrir stjórnendur, bókara,
gjaldkera og aðra sem sinna
fjármálum fyrirtækja, þá hefur
þetta verkefni í för með sér afar
jákvæð umhverfisáhrif þar sem
það dregur úr notkun pappírs og
sparar yfir 200 milljónir króna á
ári í prentkostnað og póstburðar-
gjöld fyrir hið opinbera.“
Aðgerðir af þessu tagi skila sér
einnig í minni biðtíma. „Annað
dæmi er að nýlega var verkefni
lokið í samstarfi við Ferðamála-
stofu og nú eru allar umsóknir
um leyfisveitingar fyrirtækja í
ferðaþjónustu komnar á stafrænt
form, s.s. ferðaskrifstofuleyfi, árleg
skil fyrir ferðaskrifstofur og margt
f leira. Áður var meðalafgreiðslu-
tími umsóknar um ferðaskrif-
stofuleyfi um 45 dagar, en í nú
er þessi tími í f lestum tilfellum
kominn niður fyrir tíu daga og er
áfram unnið hörðum höndum að
því að stytta umsóknartímann
enn frekar.“
Stafræn umbylting hefur
jákvæð umhverfisáhrif
Þá eru umhverfisáhrifin veruleg.
„Til viðbótar við aukið þjónustu-
stig og jákvæð efnahagsleg áhrif
þess að stytta afgreiðslutíma
erinda og spara hjá hinu opinbera,
hefur stafræn umbylting einn-
ig jákvæð umhverfisáhrif. Með
stafrænum samskiptum minnkar
prentun á pappír til muna og
sendingarkostnaður sparast með
tilheyrandi minnkun á losun
gróðurhúsalofttegunda. Í dag eru
þær einnig ófáar bílferðirnar sem
einstaklingar og fyrirtæki þurfa
að fara á milli stofnana sem hægt
verður að sleppa og spara þannig
enn frekari útblástur. Það er því
ljóst að fjárfesting í stafrænum
innviðum hins opinbera skilar sér
margfalt til baka.“
Allar ábendingar og hugmyndir vel
þegnar á island@island.is
Þá hefur verkefnið
í för með sér afar
jákvæð umhverfisáhrif
þar sem það dregur úr
notkun pappírs og spar-
ar yfir 200 milljónir
króna á ári í prentkostn-
að og póstburðargjöld
fyrir hið opinbera.
Framhald af forsíðu ➛
2 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . M A R S 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U RRAFRÆNAR LAUSNIR