Fréttablaðið - 31.03.2020, Síða 24

Fréttablaðið - 31.03.2020, Síða 24
Við finnum flest sem okkur vantar á netinu; nauðsynjar, afþreyingu, mannleg samskipti, ferðalög, upplýsingar og ástina. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Stafrænt forskot er bæði kennsluefni á netinu á for-skot.nmi.is og vinnustofur sem settar voru upp víðs vegar um landið. Þetta er í raun og veru kennsla í markaðssetningu á netinu og nýtingu samfélagsmiðla auk aðstoðar við stefnumótun í markaðsmálum. Þetta hentar öllum litlum og meðalstórum fyrir- tækjum sem vilja nýta samfélags- miðla, leitarvélabestun eða staf- rænar lausnir í bókunum, verslun eða þjónustu,“ segir Hulda Birna. Fyrstu vinnustofurnar voru haldnar í febrúar 2019 á nokkrum stöðum á landinu. Nú hefur það verið fært yfir á netið vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Hulda segir að eftirspurnin hafi frá upp- hafi verið mikil. „Fulltrúar frá um 140 fyrirtækjum og stofnunum hafa setið vinnustofurnar og við erum enn að vinna með mörgum þeirra í áframhaldandi leiðsögn. Eftir svona vinnustofur hafa fyrir- tækin betri yfirsýn yfir markmið og stefnu í markaðsmálum. Við höfum einnig nýtt þetta kennsluefni á öðrum námskeiðum sem Nýsköpunarmiðstöð hefur haldið fyrir frumkvöðla, Frum- kvæði, sem er úrræði fyrir fólk í atvinnuleit sem vill stofna eigið fyrirtæki og einnig á Brautargengi sem er námskeið fyrir konur sem vinna að eigin viðskiptahug- mynd. Það er nauðsynlegt og þarft að miðla þessari þekkingu, nú á tímum stafrænnar þróunar.“ Þegar Hulda er spurð út á hvað vinnustofurnar gangi, svarar hún: „Við greinum hvaða samfélags- miðlar henta hverju fyrirtæki með tilliti til markhóps þess. Það eru til yfir 200 samfélagsmiðlar og nauð- synlegt að staðsetja sig rétt. Einnig ákveða hvaða stefnu fyrirtækið eigi að taka og hvort þetta séu miðlar sem henta ímynd þess. Fyrirtæki vita í kjölfarið hvað þau vilja gera og á forskot.nm.is hafa ráðgjafar skráð sig eða fyrir- tæki, til þess að veita þjónustu í áframhaldandi skrefum. Margir hafa spurt sig hvort þeir eigi yfir- höfuð erindi inn á þessa miðla, til dæmis stofnanir. Ég svara því játandi að allar stofnanir ættu að vera á samfélagsmiðlum, því það er auðvelt að nálgast markhópinn á miðlunum. Við förum í gegnum ýmislegt eins og efnisgerð, hvernig tíminn nýtist sem best og skoðum þær leiðir sem auðvelda fyrirtækjum að koma frá sér efni. Loks er farið yfir það hvernig miðlarnir virka,“ segir Hulda og bætir við að þeir sem sæki vinnustofur efli sjálfs- traustið í notkun samfélagsmiðla. „Með því að fá tilsögn og kennslu öðlast fólk gott veganesti til að prófa sig áfram og auka sýnileika fyrirtækja sinna. Stafrænt forskot er ókeypis núna í apríl og maí og fer fram á netinu. Kennt er í litlum hópum. Best er að skrá sig á forskot.nmi. is en þar er einnig stafrænt próf sem sýnir hvar fólk stendur. Allt kennsluefni er fengið hjá Buisness Gateway og hefur verið þýtt og staðfært yfir á íslensku auk þess að vera uppfært reglulega.“ Stafrænt forskot er styrkt af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti í gegnum byggðaáætlun. Stafrænt forskot Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður upp á Stafrænt forskot, vinnustofur fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni til að efla stafræna miðla á netinu. Hulda Birna Baldursdóttir hefur séð um verkefnið ásamt Örnu Láru Jónsdóttur. Hulda Birna Baldursdóttir er verkefnastjóri hjá Stafrænu forskoti. Ég hef aldrei verið mjög virk á samfélagsmiðlum, vinnustofan hjálpaði mér hins vegar að skilja heim samfélagsmiðlana betur og vera óhræddari við að prófa mig áfram. Hulda Birna kom efninu til skila á líflegan, skýran og aðgengilegan hátt og ég gat strax nýtt það sem ég lærði. Stefanía Ólafsdóttir, stofnandi Heillastjarna.is Þátttaka í Stafrænt forskot á Egilsstöðum vorið 2019 var í senn fersk uppriun og þörf . Með því að fá faglega kennslu í því sem upp á vantaði, hefur leiðin verið upp á við og aukin þátttaka okkar og fagmennska meðal annars á Instagram og facebook hafa skilað okkur nýjum viðskiptum og um leið nýst sem smiðja og rökstuðningur við aðra markaðssetningu okkar. Arngrímur Viðar Ásgeirsson Álfheimar Country Hotel Borgarfirði eystra. www.alfheimar.com Fagleg kennsla veitti skilning á mikilvægi smáatriða í heildarímynd Hallormsstaðaskóla á starfrænu formi/netinu?. Náðum flugi með aukinni þekkingu á forritum og nýtingu þeirra í stafrænum heimi. Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðasskóli Vinnustofurnar eru unnar í samvinnu við Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið og eru styrktar af byggðaáætlun. Nýttu tækifærið - skráðu þig núna! Skráning á forskot.nmi.is Vinnustofa Stafrænt forskot verður haldin í apríl og maí endurgjaldslaust fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni Útbreiðsla samfélagsmiðla skapaði svo aftur vandamál fyrir markaðsaðila en það var leyst í gegnum mörg ný hugbúnaðar- fyrirtæki sem bjuggu til tól sem auðvelduðu greiningu á leit í far- símum og á samfélagsmiðlum. Neytendur nútímans reiða sig á stafrænar lausnir af öllu tagi og örskamma stund tekur að hlaða niður efni á netinu. Við lifum á tímum þar sem flest er hægt að gera með stafrænum lausnum og höfum vaxandi væntingar um að þær mæti þörfum okkar í hví- vetna. Við sendum skilaboð og póst okkar á milli með stafrænum lausnum, förum í heima- bankann og stundum öll okkar banka- viðskipti með stafrænum hætti, eigum í daglegum samskiptum við vini og kunningja í gegnum stafræna samfélagsmiðla og leitarvélar, verslum í matinn og finnum flest sem okkur vantar með stafrænum viðskiptaháttum, lesum bækur og leitum upplýsinga um allt á milli himins og jarðar, kynn- umst ástinni, hlustum á tónlist og horfum á sjónvarp, kaupum hús og bíla, stundum líkamsrækt og nám á netinu, förum í stafræn ferðalög um heiminn, og fylgjumst með fréttum og fólki allan sólarhring- inn allt árið um kring. Mark- aðsöflin þurfa bara að halda viðskipta- vinum við efnið og víst er að fram- boðið eykst stöðugt og mögu- leikarnir eru enda- lausir. 10 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . M A R S 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U RRAFRÆNAR LAUSNIR Stafrænar lausnir mættu manninum fyrst þegar IBM setti fyrstu einkatölvuna á markað 1981. Árin á eftir sáu mýmörg fyrirtæki markaðstæki- færi í gegnum einkatölvuna. Árið 1986 varð fyrirtækið ACT fyrst til að hleypa af stokkunum sérstök- um hugbúnaði sem markaðssetti gagnabanka og smám saman tók hreyfiafl kaupenda og seljenda að breytast. Allt auðveldaði það fyrir- tækjum að safna upplýsingum um viðskiptavini og ná til þeirra sem aldrei fyrr. Þróunin tók stökk á tíunda ára- tugnum. Netnotendur á heimsvísu mældust 16 milljónir árið 1995 og árið á eftir eyddu Bandaríkja- menn að meðaltali hálftíma á dag á netinu. Þremur árum seinna var leitarvélin Google stofnuð en hún er leiðandi í bestun stafrænna markaðsherferða og markaðssetn- ingu sem byggir á leitarorðum. Eftir aldamótin 2000 fjölgaði notendum internetsins hratt og voru þeir orðnir 558 milljónir árið 2002. Árið 2007 kom fyrsti iPhone- síminn á markað og almenningur Yndislega stafræna veröld Stafrænar lausnir hafa minnkað heiminn, gert hann aðgengilegri og líf nútímamannsins auð­ veldara. Nánast allt sem viðkemur lífsins þörfum er hægt að nálgast á þægilegan máta á netinu. Stafræn tækni gerir okkur kleift að sýna umheiminum líf okkar og upplifanir. fékk aðgang að Google árið 2004. Þá kom í ljós ný kauphegðun neytenda sem leituðu sér upp- lýsinga um vöruna áður en þeir keyptu hana og þurftu markaðsöfl að mæta þeirri tilhneigingu með nýrri markaðstækni sem smám saman var þróuð til að komast til móts við persónulegar þarfir notenda. Sífellt fleiri finna ástina á netinu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.