Fréttablaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 31.03.2020, Blaðsíða 36
Nú þarf heimsbyggð-in öll að laga sig að breyttum tímum. Þar á meðal eru tískuhúsin og fata-hönnuðir, en loka hefur þurft mörgum verslunum tímabundið í ljósi þeirra áhrifa sem kóranaveirufaraldurinn hefur haft. Margir fatahönnuðir hafa snúið sér að því að framleiða hlífðar- grímur og vinna myrkranna á milli. Spænska fataverslunin Zara hefur lokað útibúum sínum víðs vegar um heiminn, eða alls rúmlega 3.800 verslunum. steingerdur@frettabladid.is Breytt landslag í tískuheiminum COVID-19 hefur haft sín áhrif á tískuheiminn. Nú eru hlífðargrímur vinsælasti fylgihluturinn og fatahönn- uðir reyna að aðlagast breyttum markaði. Stóru tísku- húsin hafa lokað verslunum sínum um allan heim. Zara hefur gripið til þess ráðs að loka verslunum víðs vegar um heiminn.Brúðarkjólaverslun í Berlín hefur reynt að aðlagast aðstæðum og sýnir í glugga hlífðargrímu úr brúðarblúndu. Starfsmenn Mirogoli-tískuhússins vinna nú hörðum höndum að því að sauma hlífðargrímur. Burberry-versl- unin í Moskvu hefur lokað dyrum sínum, líkt og margar aðrar í borginni. MYNDIR/GETTY Kona við stærstu verslunarmiðstöð Japans sem er lokuð og mannlaus. Tískuhverfið í Mílanó er allt lokað enda hefur faraldur- inn haft mikil áhrif á Ítalíu. Fatahönnuður- inn Pia Fischer vinnur myrkr- anna á milli við að sauma hlífðargrímur í Berlín. 3 1 . M A R S 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.