Fréttablaðið - 07.04.2020, Page 1

Fréttablaðið - 07.04.2020, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —8 3 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 7 . A P R Í L 2 0 2 0 Njóttu hækkandi sólar á rúntinum. Uppáhaldsbíllinn þinn bíður! HEKLA · Skoðaðu úrvalið á www.hekla.is/vefverslun ORKUMÁL Jarðvarmafyrirtækið Reykjavík Geothermal (RG) er aðili að risavöxnum orkukaupasamningi Eþíópíu. Fyrirtækið hefur starfað á svæðinu í átta ár en samningurinn markar mikil kaflaskil. „Það var mjög ánægjulegt að fá þetta staðfest, sérstaklega í ljósi þess að lítið er að gerast í virkjana- málum á Íslandi,“ segir Guðmundur Þóroddsson, stjórnarformaður RG. Um er að ræða tvær 150 mega- watta virkjanir, Corbetti og Tulu Moye, sem hvor um sig mun kosta um 600 milljónir dollara, um 86 milljarða króna. Orkukaupasamn- ingurinn fyrir Tulu Moye hljóðar upp á 800 milljónir dollara, rúm- lega 115 milljarða króna. Hlutur RG er um 49 prósent í Tulu Moye og 30 prósent í Corbetti. Uppbygging veranna tryggir Eþí- ópíumönnum grunnaf l, þeir hafa hingað til stólað mikið á vatnsaflið, sem er árstíðabundið og ótryggt. Í Austur-Afríku eru f lekaskil og stór sigdalur allt frá Djibútí til Tansaníu, og svæðið því ríkt af jarðvarma. Keníumenn hafa verið fremstir í að nýta af lið en grann- þjóðirnar hafa sótt á undanfarið. „Það eru mikil sóknarfæri í jarð- hitanum en þetta er mikil þolin- mæðisvinna,“ segir Guðmundur. Samkvæmt honum verða þessar tvær virkjanir ekki komnar í fulla notkun fyrr en 2025 eða 2026. Einn- ig sé horft til annarra staða á svæð- inu, einnar til viðbótar í Eþíópíu og í Keníu og Tansaníu.Fleiri íslensk fyrirtæki koma að verkefnunum, Jarðboranir að Corbetti virkjun- inni og einnig ýmis ráðgjafafyrir- tæki svo sem Mannvit, Ísor og VSÓ. – khg Reykjavik Geothermal aðili að risasamningi í Eþíópíu Jarðvarmafyrirtækið Reykjavik Geothermal og samstarfsaðilar hafa nýlega gert raforkukaupasamninga við eþíópíska ríkið sem hlaupa á hundruðum milljarða króna. Stjórnarformaðurinn segir þetta þolin- mæðisvinnu en mikil tækifæri séu í Austur-Afríku. Virkjanirnar tryggja Eþíópíumönnum grunnafl. Það var mjög ánægjulegt að fá þetta staðfest, sérstaklega í ljósi þess að lítið er að gerast í virkjanamálum á Íslandi Guðmundur Þóroddsson, stjórnarformaður Reykjavik Geothermal TF-GRÓ, þyrla Landhelgisgæslunnar, f laug í gær með tíu heilbrigðisstarfsmenn til Ísafjarðar til að aðstoða við aðhlynningu sjúklinga með COVID-19 fyrir vestan. Með þyrlunni voru einnig f luttar grímur, sýnatökupinnar og annar búnaður. Þá tók þyrlusveitin sýni til baka. Með til Reykjavíkur fór einnig sjúklingur sem ekki er COVID-smitaður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK COVID -19 Röskun á skólastarfi bitnar illa á nemendum með ADHD, sem eru allt að 10 prósent í hverjum árgangi, vegna skorts á aðhaldi skólans. Verst bitnar hún á nem- endum á efri stigum þar sem allt námið er nú unnið í fjarkennslu. Hrannar B. Arnarsson, formaður ADHD-samtakanna telur hættu á að þessi hópur flosni upp úr námi. Nemendur með ADHD gætu flosnað úr námi Hrannar B. Arnarsson. „Tímaskyn og skipulagseigin- leikar eru ekki eins sterkir hjá mörgum í okkar hópi og hjá ýmsum öðrum. Þetta reynir rosalega á for- eldrana sem þurfa að taka mikla viðbótarvinnu á sig,“ – khg / sjá síðu 4

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.