Fréttablaðið - 07.04.2020, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 07.04.2020, Qupperneq 2
Þetta var byrjað að lifna svo að ef frystir meira þá kannski drepast þessar plöntur. Már Guðmundson, garðyrkjufræð- ingur hjá Landbúnaðarháskólanum Tveir voru handteknir á vettvangi, öðrum þeirra, manni á sextugsaldri, var sleppt úr haldi í gær. Veður Víða austan 8-15 m/s og rigning með köflum, hiti 2 til 8 stig. Gengur í suðvestan 13-20 eftir hádegi með skúrum og síðar éljum og kólnar. SJÁ SÍÐU 14 Eftir storminn Snjó skóf í mikinn skaf l við veitingahúsið Ölverk í Hveragerði í leiðindaveðri sem gekk yfir á sunnudag. Laufey Sif Lárusdóttir og Elvar Þrastarson veitingamenn þurftu að moka sig inn í húsið og segjast ekki hafa séð jafn mikinn snjó í einu á svæðinu síðan 1996. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Umhverfisstofnun, ásamt sveitarfélaginu Snæfellsbær, kynnir hér með áform um stækkun þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Áformin eru kynnt í samræmi við málsmeðferð 2. og 3. mgr. 36. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013, sbr. 2. mgr. 38. gr. laganna en gert er ráð fyrir að svæði sem ekki er á framkvæmdaáætlun náttúru­ minjaskrár séu kynnt sérstaklega. Frestur til að skila athugasemdum við áformin er til og með 10. júní 2020. Athugasemdum má skila á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með pósti til Umhverfis­ stofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar, www.ust.is. Áform um stækkun þjóðgarðs VEÐUR „Það var bálhvasst, alveg brjálað. Ég er búinn að búa hérna sunnan heiða í tuttugu ár og ég man ekki eftir svona veðri,“ segir Már Guðmundsson sem er frá Akureyri en býr nú í Hveragerði. Már er garðyrkjufræðingur og starfar hjá Landbúnaðarháskól- anum á Reykjum. Þar urðu miklar skemmdir í óveðrinu sem gekk yfir landið á sunnudaginn. „Það fauk hluti af þakinu á garð- skálanum hjá okkur. Í honum erum við með alls konar suðrænum plöntur. Við erum með plómutré og eplatré þarna inni og ferskjur. Og bara alls konar suðlægari plöntur sem þola ekki útiveðrin hér en lifa alveg í köldum skála,“ segir Már. Enn er ekki hægt að segja til um hversu miklar gróðurskemmdirnar í skálanum eru. „Maður getur ekki alveg metið það strax. Þetta var byrjað að lifna svo að ef frystir meira þá kannski drepast þessar plöntur,“ segir Már. Þakið á garðskálanum er illa farið. „Báruplastplötur á þakinu rifnuðu bara hreinlega meira og minna af. Þetta eru ábyggilega upp undir hundrað fermetrar,“ lýsir Már skemmdunum. Viðgerðir á garðskálanum eru ekki hafnar og Már segir reyndar ekki hlaupið að því verki. „Þetta er náttúrlega uppi í sex metra hæð svo það er ekkert auðvelt að vinna þetta,“ útskýrir hann. Fyrir utan skemmdirnar hjá Landbúnaðar- háskólanum þá kveðst Már vita að gróðurhús hafi fokið hjá Garðyrkju- stöðinni Flóru sem sé í miðjum bænum. Hvassviðrið var því mikið í Hveragerði og því fylgdi feikna- legt fannfergi. Snjónum hreinlega kyngdi niður og þurftu sumir að grafa sig út úr húsum sínum. Már segir snjóinn þó hafa minnkað hratt með hlýnandi veðri. „En skaf larnir eru enn mann- hæðar háir og meira en það sums staðar,“ segir Már um stöðuna. Það hafi verið orðið fært í bænum þegar leið á daginn í gær enda búið að moka. Fyrir norðan hafi hann vissu- lega séð svo mikinn snjó en aldrei í Hveragerði. Stemningin í bænum þessa daga er sérstök nú þegar þetta upphlaup í veðrinu bætist við þung áföll sem Hvergerðingar hafa orðið fyrir vegna COVID-19 sjúkdómsins. Hvergerðingar voru ekki mikið á ferli í gærmorgun enda þá allt koló- fært. „Maður hittir náttúrlega ekki einn einasta mann,“ segir Már Guð- mundsson. gar@frettabladid.is Fauk ofan af ferskjum og plómum í óveðrinu Óvíst er að plómutré, ferskjutré og aðrar suðrænar plöntur lifi af skemmdir á garðskála Landbúnaðarháskólans eftir aftakaveður. Akureyringur sem búið hefur í tvo áratugi í Hveragerði hefur ekki áður upplifað þar slíkan veðurham. Garðskáli Landbúnaðarháskólans er illa leikinn. MYND/MÁR GUÐMUNDSSON FJÁRMÁL Viðskiptabankarnir þrír, Landsbanki, Íslandsbanki og Arion banki hafa hækkað hámarksúttekt á snertilausum greiðslum með debetkortum og kredidkortum úr 5.000 krónum í 7.500 krónur. „Til að sporna gegn útbreiðslu COVID-19 hefur landlæknir mælt með notkun snertilausra greiðslu- leiða. Við mælum með að við- skiptavinir noti símann sinn til að greiða fyrir vörur og þjónustu enda gilda þá engar fjárhæðartak- markanir á greiðslum, umfram þær takmarkanir sem eru á kortunum sem greiðslulausnir fyrir síma eru tengdar við,“ segir í tilkynningu Landsbankans. „Gert er ráð fyrir að lokið verði við að uppfæra posa í matvöru- verslunum og apótekum fyrir páska og að lokið verði við að uppfæra posa í öðrum versl- unum eftir tvær til þrjár vikur.“ – gar Snertilausar greiðslur hækka LÖGREGLUMÁL Karlmaður á þrí- tugsaldri var úrskurðaður í gæslu- varðhald til 17. apríl í Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi vegna rannsóknar á andláti konu um sex- tugt, sem fannst látin í heimahúsi í Hafnarfirði aðfaranótt mánudags. Þetta staðfestir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum er mað- urinn sonur hinnar látnu. Hann var handtekinn á vettvangi ásamt manni á sextugsaldri sem nú hefur verið látinn laus. Lögreglan á Suðurnesjum rann- sakar einnig lát konu á sextugsaldri. Sambýlismaður hennar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. apríl vegna gruns um að vera valdur að dauða hennar. Konan lést á heimili sínu í Sandgerði 28. mars síðastliðinn. Maðurinn var ekki handtekinn fyrr en lög- reglu barst skýrsla réttarmeina- fræðings þremur dögum eftir and- látið þess efnis að sterkur grunur væri um að andlát konunnar hefði borið að með saknæmum hætti. – aá Úrskurðaður í gæslu í gær Hús Héraðsdóms Reykjaness. 7 . A P R Í L 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.