Fréttablaðið - 07.04.2020, Page 16
Fyrsti rafmagnaði Skoda
bíllinn er kominn til landsins í
formi tengiltvinnbílsins Superb
iV.
Óhætt er að segja að rafmagns-
bylgja Skodamerkisins sé rétt
handan við hornið því að tíu slíkir
eru væntanlegir á næstu tveimur
árum. Fyrsti bíllinn í röðinni er
nýr Skoda Superb iV tengiltvinn-
bíll sem byggir á grunni hefð-
bundins Superb og líkist honum
mikið. Superb iV kemur á MQB
undirvagninum sem hefur verið
breytt til að koma fyrir og verja
rafhlöðuna sem er í raun og veru
sami raf búnaðurinn og í VW
Passat GTE með nýju 13 kWh raf-
hlöðunni.
Smávægilegar breytingar
Að utan lítur hann út eins og
hver annar Superb fyrir utan smá
mun á grilli og iV merkið aftan á
bílnum. Hann fær sömu Matrix
aðalljósin og meira króm en þá
er það nánast upptalið. Að innan
er það sama uppi á teningnum og
eiginlega ekkert nýtt að sjá miðað
við tveggja ára gamlan Superb,
sama hefðbundna mælaborðið
með stóra 9,2 tommu Columbus
skjánum fyrir utan að kominn er
eyðslumælir fyrir raf búnaðinn
vinstra megin. Upplýsinga-
skjárinn er reyndar með uppfærslu
sem býður upp á flettimöguleika
sem er framför. Jú, svo er E-takki í
miðjustokknum til að keyra bílinn
á rafmagninu einu saman. Það
verður svo sjaldan kvartað yfir
plássleysi í Superb og iV útgáfan
er eins rúmgóð að flestu leyti, þótt
farangursrýmið sé ögn minna og
óþarfi að fjölyrða um það.
Sneggri af stað
En hverer munurinn á Superb
iV og hefðbundnum Superb í
akstri? Þar hittir vel á því að
fyrir er nýlegur Superb á heimili
undirritaðs. Ólíkt mörgum tengil-
tvinnbílum er rafmótorinn ekki
fyrir afturdrifið heldur tengist
skiptingunni til að gefa bensín-
mótornum auka afl eða keyra
bílinn eingöngu á 114 hestafla raf-
mótornum. Bensínvélin sjálf er 154
hestöfl en saman skila mótorarnir
215 hestöflum. Upptakið er aðeins
frísklegra en í dísilbílnum með 190
hestafla vélinni og hann er mjög
mjúkur og hljóðlátur á rafmagninu
einu saman. Rafhlaðan á að duga
fyrir allt að 63 km akstur við bestu
Raf-magnaður Skódi
Þegar reynt er á Superb iV í beygjum leggst hann aðeins meira á fjöðrunarbúnaðinn enda 260 kílóum þyngri. MYNDIR/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON
Farangursrýmið er örlítið minna en samt 485 lítrar og dugar því vel.
Matrix ljósin
eru nú staðal-
búnaður í
nýjum Superb
og það er
smávægilegur
munur á grilli.
Bensínvélin er 154 hestöfl ein og sér en rafmótorinn skilar 114 hestöflum.
KOSTIR OG GALLAR
Skoda Superb iV
Grunnverð: 4.990.000 kr.
Afl: 215 hestöfl
Tog: 400 Newtonmetrar
Eyðsla bl.ak: 1,4 l/100 km
Rafhlaða: 13 kWh
Drægni rafhlöðu: 63 km
CO2: 35 g/km
Hröðun: 0-100 km: 7,3 sekúndur
L/B/H: 4.869/1.864/1.469 mm
Hjólhaf: 2.841 mm
Farangursrými: 485 lítrar
n Verð
n Áfram rúmgóður
n Stífari fjöðrun
KOSTIR GALLAR
aðstæður og satt best að segja
dugði hún ágætlega þrátt fyrir
talsverðan kulda á meðan á prófun
bílsins stóð. Þegar rafhlaðan er
tóm er smá hik í upptakinu þegar
bílnum er gefið snöggt inn, þar
sem hann tekur í smástund af stað
á rafmagninu frá minni rafhlöð-
unni en skiptir síðan yfir á bensín-
vélina. Bíllinn er mjög hljóðlátur á
rafmagninu eingöngu og reyndar
einnig á bensínvélinni líka. Stýrið
virðist líka örlítið léttara í notkun
og í meðallagi næmt með 2,7
hringi borð í borð.
Þyngri í beygjum
Rafhlöðunni er komið fyrir
framan við 50 lítra bensíntankinn
undir aftursætinu, og hún ásamt
raf búnaðinum bætir allt að 260
kílóum við þyngd bílsins. Brems-
urnar virðast vera þær sömu og
í dísilbílnum og virka ekki alveg
eins vel, bíta betur í léttari dísil-
bílnum. Rafstillanlegir demparar
eru staðalbúnaður í iV bílnum og
hann er 10 mm lægri á þeim og
þess vegna aðeins stífari í akstri.
Aukin þyngd bílsins þýðir að
þessi stóri bíll leggst meira út á
hliðarnar þegar reynt er á hann í
beygjum. Meiri þyngd þýðir líka
að hann ræður ekki eins vel við
holur og hraðahindranir og þarf
að hægja vel á sér ef slíkt á ekki að
hafa áhrif. Til að ráða betur við
þyngdina er ökumaður líklegri
til að vilja nota sportstillinguna,
sem kemur niður á getu bílsins til
að ráða við skarpar fyrirstöður.
Það má þó ekki túlka þetta sem að
það sé eitthvað leiðinlegt að keyra
Superb iV þótt muninum sé lýst
með þessum hætti. Hann liggur
vel og er frísklegur af stað eins og
áður sagði miðað við bíl af þessari
stærð.
Á mjög góðu verði
Þá erum við líka komin að því
sem er kannski aðalkosturinn við
þennan bíl sem er verðið. Fyrir
4.990.000 kr. grunnverð fæst rúm-
góður, vel búinn 214 hestafla bíll
sem getur gengið fyrir rafmagni
megnið af þeim tíma sem flestir
nota undir stýri. Ef fara þarf í
lengri akstur dugar 1,4 lítra vélin
honum ágætlega fyrir hvað sem
er. Auk þess á hann fáa keppi-
nauta hérlendis nema þá kannski
helst bróður sinn Passat GTE og
Kia Optima PHEV. Ef við skoðum
aðeins Kia bílinn kostar sambæri-
leg Optima með stærri rafhlöð-
unni frá 5.190.777 kr en Passat GTE
er talsvert dýrari eða frá 5.890.000
kr. Skoda Superb keppir einnig við
Peugeot 508 tvinnbílinn og BMW
330e, en hvorugur er í boði á verð-
listum viðkomandi umboða.
4 BÍLAR 7 . A P R Í L 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R