Fréttablaðið - 07.04.2020, Síða 18

Fréttablaðið - 07.04.2020, Síða 18
Bíll ársins í Evrópu er boðinn frá upphafi með þremur drif- rásum, dísilvél, bensínvél og rafmótor. Peugeot hefur gengið vel í vali á bíl ársins í Evrópu á undanförnum árum. Peugeot 308 var valinn 2014 og Peugeot 3008 árið 2017. Það var talsverð bið á að Peugeot 208 kæmist í hendur mínar, bíll ársins í Evrópu 2020. Hvernig skyldi nú bíllinn sem sigraði Tesla Model 3 í því vali reynast? Eitt af því sem gerði hann að sigurverara í valinu var sú staðreynd að hann er fáanlegur með þremur aflrásum, bensínvél, dísilvél og loks rafdrif- inn eins og við fjöllum hér um. Að vísu tókum við líka í GT-útfærslu með stærri bensínvélinni til að fá samanburðinn við raf bílinn. Vel heppnaður útlitslega Óhætt er að segja að Peugeot hafi tekist vel upp með útlit bílsins og langt síðan nýr smábíll hefur komið á markað með jafn sport- legar línur og þessi. Í GT útfærslu minnir hann helst á heitan GTI- bíl frá því fyrir aldamót og þar er ekki leiðum að líkjast. Að framan eru díóðuljós með hvössum línum og 16-17 tommu felgur setja svip á þennan litla bíl. Merkilegt nokk að útlit bílsins er mjög svipað þótt um mismunandi útfærslur sé að ræða og þarf að hafa fyrir því að þekkja raf bílinn frá hinum. Að innan hefur Peugeot tekist sérlega vel upp og þá ekki bara með sport- legu yfirbragði heldur líka með frágang og efnisval. Eini ljóðurinn á smekklegri innréttingunni er upplýsingaskjárinn sem er nokkuð langt frá ökumanni og frekar þreytandi að nota. Hins vegar er þrívíddar mælaborðið skemmti- legt í notkun og skiptir um ham eftir notkun. Að sögn Peugeot hefur þrívíddarhönnunin þau áhrif að 0,5 sekúndur sparast af þeim tíma sem venjulegur notandi lítur á skjáinn. Það að hafa lokaða hvílu fyrir farsímann með þráð- lausri hleðslu var vel til fundið og það er líka nóg af USB- inn- stungum. Plássið ekki mikið Plássið er gott fram í nema setan er of stutt og styður ekki vel við fætur. Með sínu litla stýri eins og í öðrum Peugeot bílum líður manni fyrst eins og risa í dúkkuhúsi en svo venst það furðu vel. Aftur í er plássið af skornum skammti og augljóst að bíllinn hentar frekar fjölskyldum með börn í yngri kantinum. Það vekur athygli að enginn munur er á plássi í raf- bílnum þar sem rafhlaðan notar plássið þar sem bensíntankurinn og hvarfakúturinn var. Farangurs- rými er aðeins 265 lítrar sem er ekki mikið og nokkuð minna en hjá mörgum samanburðarbílum. Skemmtileg bensínvél Í boði eru þrjár gerðir bensínvéla en Ísland fær ekki dísilvélina, enda aðeins áætlað að 5% af sölu 208 bílsins séu í dísilvélinni. Allar bensínvélarnar eru 1,2 lítra, sú aflminnsta 75 hestöfl en um leið sparibaukur með 5,4 lítra meðal- eyðslu. Næst kemur sparneytin 100 hestafla vél en fara þarf í dýr- ari GT-útfærslu til að fá hann með sjálfskiptingu en þá er hann líka með 128 hestafla vélinni. Þriggja strokka bensínvélin er skemmtileg og laus við titring og hávaða þótt hún sendi sportlegar nótur frá sér þegar gefið er hressilega inn. Saman við góða átta þrepa sjálf- skiptingu er bíllinn mjög skemmti- legur í akstri. Upptakið er gott þótt það vanti enn þá hálfa sekúndu upp á að hann nái e208 raf bílnum. Rafbíllinn svipaður í akstri Helsti munurinn á raf bílnum og bensínbílnum í akstri er að rafút- gáfan er 300 kílóum þyngri og það finnst vel í smábíl sem þessum. Það finnst að fjöðrunin er stífari til að ráða við aukna þyngd en þá er ekki þar með sagt að bíllinn sé eitthvað leiðinlegur í akstri. Hægt er að velja um þrjár akstursstill- ingar. Í Eco er hann 82 hestöfl og slekkur á miðstöðinni, í Normal er hann 106 hestöfl en fær 136 hestöfl þegar stillt er á Sport stillinguna. Skiptingin lítur eins út og í bensín- bílnum nema búið er að bæta við B fyrir endurhlöðun rafhlöðu. Sú stilling virkar ekki eins áköf og í sumum raf bílum, sem er kostur að mínu mati. Þótt upptakið sé gott er það heldur ekki eins kvikt og í mörgum raf bílum sem gerir hann líkari bíl með sprengihreyfli í akstri. GT-bíllinn bestu kaupin Samkeppnin er helst hjá hinum vinsæla Renault Clio og einn- ig í bílum eins og For Fiesta og Volkswagen Polo en hérlendis skipta bílar eins og Toyota Yaris líka máli. Verst er bara að enginn þeirra er boðinn rafdrifinn og þarf þá að skoða bíla eins og Renault Zoe og jafnvel rafdrifinn Mini til samanburðar. Hinn rafdrifni Zoe er á 4.190.000 kr. í grunn- inn en með aðeins meiri drægi. Renault Clio bensínbíllinn kostar frá 2.850.000 kr. en Peugeot frá 2.650.000 kr. sem er gott verð. Ford Fieasta kostar frá 2.990.000 kr. og Toyota Yaris frá 2.790.000 kr. Fara þarf upp í GT-útfærslu fyrir innbyggt leiðsögukerfi en á móti kemur að Apple CarPlay og Android Auto er staðalbúnaður. Í ódýrustu útfærslunni kemur hann aðeins á 16 tommu stálfelgum og bara með rafdrifnu rúðuupphali að framan, sem er undarlegt í bíl sem kostar rúmar fjórar milljónir og er með staðalbúnaði eins og veglínuskynjara og umferða- skiltalesara. Kannski er helsta niðurstaðan sú að fyrir innan við fjórar milljónir króna fæst hann í GT-útfærslu með sjálfskiptingu og fullt af búnaði, 60 þúsund krónum ódýrari en raf bíllinn í grunnút- færslu sinni. Allt er þegar þrennt er Peugeot 208 hefur mjög sportlegt yfirbragð og rafbílinn þekkist aðeins á e-merkingunni á C-bitanum. MYNDIR/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON Stýrið er lítið og nett til að skyggja ekki á mælaborðið sem er í augnhæð. Rafmótorinn er allt að 136 hestöfl og skilar 260 Newtonmetra togi. KOSTIR OG GALLAR Peugeot e-208 Grunnverð: 4.050.000 kr. Drægi: 340 km Hestöfl: 136 Tog: 260 Newtonmetrar Hámarkshraði: 150 km Upptak: 0-100 km: 8,1 sek. Rafhlaða: 50 kWh Hleðsluhraði heima: 39 km/klst. Hraðhleðsla: 440 km/klst. L/B/H: 4.055/1.745/1.430 mm Hjólhaf: 2.540 mm Eigin þyngd: 1.455 kg n Sportlegur í akstri n Þrívíddarmælaborð n Rými fyrir aftan miðju n Upplýsingaskjár KOSTIR GALLAR Helsti munurinn á raf bílnum og bens- ínbílnum í akstri er að rafútgáfan er 300 kílóum þyngri. 6 BÍLAR 7 . A P R Í L 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.