Fréttablaðið - 07.04.2020, Qupperneq 20
Honda hefur frumsýnt á vefsíðu
sinni nýtt tilraunahjól en til stóð
að frumsýna það á Osaka mótor-
hjólasýningunni í ár. Hjólið heitir
CB-F og byggir á útliti CB900F
sem margir þekkja frá síðustu öld.
Notast er við nýjustu tækni úr
CB1000R en lögð áhersla á hluti
sem að voru einkennandi fyrir
tímabilið. Má þar meðal annars
nefna einkennandi útlit bensín-
tanks og stéls ásamt einföldum
hljóðkút hægra megin á hjólinu.
Nýtt Honda CB-F
CB-F er tilraunahjól sem líklegt
þykir að fari í framleiðslu.
Sækir í gömul gildi en er um
leið stútfullt af nýjustu tækni
eins og tölvustýrðum aksturs-
stillingum.
BMW hefur frumsýnt R18 hjólið
eina ferðina enn og að þessu sinni
í framleiðsluútgáfu. BMW R18 er
engin smásmíði og það er verð-
miðinn ekki heldur, en grunnverð
hjólsins í Bretlandi er frá 3.350.000
kr. Um nokkurs konar flaggskip
BMW mótorhjóla er að ræða enda
sækir það margt í hönnun sinni
til klassískra BMW hjóla eins og
BMW R69S frá 6. og 7. áratugnum.
Það sækir líka í smiðju Harley-
Davidson með afturenda sem
lítur út eins og „Hardtail“ eins og á
Softail módelunum. Vélin er risa-
stór, 110 kíló ásamt gírkassa og er
1.802 rúmsentimetrar. Hún skilar
91 hestafli, en það sem er meira
um vert, 158 Newtonmetra togi.
Þrátt fyrir gamaldags útlit er
hjólið fullt af tæknibúnaði eins
og tölvubúnaði fyrir mismunandi
akstursstillingar, skrikvörn,
brekkuaðstoð og rafdrifnum
bakkgír.
Allur þessi búnaður ásamt
stórum mótornum þýðir líka að
hjólið er engin léttavara en það
vegur 345 kíló án vökva. Hægt
verður að breyta hjólinu auðveld-
lega og strax eru í boði aukahlutir
frá merkjum eins og Roland Sands
Design, Vance & Hines og Mustang
Seats. Einnig er hægt að fá hluti
beint frá verksmiðju eins og stærra
framdekk, önnur stýri og ýmsar
gerðir af töskum.
BMW mun selja hjólið sem
„First Edition“ til að byrja með
og ætti umboðið hérlendis að
geta útvegað hjólið, þó að ekki sé
kominn verðmiði á það hér á landi
enn þá.
BMW R18 sleggjan loksins á markað
BMW R18 er engin smásmíði enda 345 kíló.
Stjórn Bifhjólasamtaka lýð-
veldisins hefur ákveðið að fresta
fyrirhugaðri bifhjólasýningu í
Laugardalshöll í haust til 2021
vegna óviðráðanlegra aðstæðna
í þjóðfélaginu. „Við biðjumst vel-
virðingar á þeim óþægindum sem
það kann að valda og vonumst
eftir skilningi með þessa ákvörðun
okkar. Við munum auglýsa nánari
dagsetningu þegar nær dregur,“
segir í fréttatilkynningu frá Snigl-
unum.
Sniglar fresta
sýningu til 2021
8 BÍLAR 7 . A P R Í L 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R