Fréttablaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —9 2 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 2 0 . A P R Í L 2 0 2 0 Eitt fast verð Farsímaáskri innifalin Allir fá að prófa frítt Ótakmarkað net í allt Vertu með AlltSaman hjá Nova! Nýtt hjá Nova! ALLT ALLT ALLT Allir prófa f rítt í mánu ð Fólk hefur í miklum mæli farið í göngutúra og stundað hjólreiðar til þess að hressa sig við í samkomubanninu vegna kórónaveirunnar undanfarið. Hér er vaskt útivistarfólk í Elliðaárdalnum í Árbænum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR EFNAHAGSMÁL „Það er í rauninni alveg sama hvaða efnahagsað­ gerðir vegna COVID manni detta í hug. Það eru stjórnvöld einhvers staðar búin að grípa til þeirra,“ segir Björgvin Ingi Ólafsson, sviðs­ stjóri hjá Deloitte, sem hefur skoðað aðgerðir mismunandi landa vegna stöðunnar í efnahagsmálum. Stjórnvöld hafa boðað frekari aðgerðir og er gert ráð fyrir að þær verði kynntar á morgun. Björgvin telur að ríkisstjórnin sé skýr í sínum áherslum en hafa þurfi í huga hvaða aðstæður verið sé að búa sig undir. „Mitt mat er að niðursveif lan í þessu alþjóðlega þjónustuhagkerfi okkar, ferðaþjónustunni og tengdri starfsemi, verði miklu meiri en svartsýnustu spár gera ráð fyrir. Það er óraunhæft að það verði einhver viðsnúningur í september. Aðgerð­ irnar þurfa að taka mið af því.“ Jákvæðu hlutirnir séu lágt vaxta­ stig í heiminum, lágt olíuverð og góð staða ríkissjóðs. „Mér finnst ríkis­ stjórnin vera samstillt og einbeitt í sínum aðgerðum. Það er ekki verið að hlaupa til með töfralausnir sem er jákvætt. Við munum komast í gegnum þetta en kaupmáttur okkar verður rýr næstu misserin.“ Björgvin segir að draga megi efna­ hagsaðgerðir vegna COVID gróflega í þrjá f lokka. Í fyrsta lagi sé um að ræða frestun á gjöldum, í öðru lagi varanlegar niðurfell ingar á gjöldum og í þriðja lagi beinar greiðslur. „Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa mikið til verið blanda af þessu. Það eru auðvitað mismunandi skoðanir um hvert vægið á þessum þáttum á að vera og hverjir þurfa mest á hvaða aðgerðum að halda.“ Hvað líklegar aðgerðir varðar nefnir Björg vin niður fellingu tryggingagjalds, útvíkkun hluta­ bótaleiðar fyrir verst settu atvinnu­ greinarnar og styrki til fyrirtækja til að mæta föstum kostnaði eins og kynnt hafi verið í Danmörku. „Mér finnst það borðleggjandi að aðgerðirnar nú verði sértækari en verið hefur. Það er ákveðin tegund fyrirtækja sem mun ekki komast í gegnum skaf linn í núverandi strúktúr. Ríkið þarf að ákveða hvort það sætti sig við það eða ekki.“ Þá bendir Björgvin á leið sem farin hefur verið í Noregi sem snýr að samþættingu á skattárum. Þannig verði heimilt að láta vænt tap yfirstandandi árs ganga upp í tekjuskattsgreiðslur vegna hagnað­ ar síðasta árs. „Svo kæmi mér ekki á óvart ef kynntar yrðu aðgerðir til að styrkja lausafjárstöðu almennings. Það væri til dæmis hægt að gera með tímabundinni frest un greiðslna í lífeyrissjóði.“ – sar Aðgerðirnar miði við langa niðursveiflu Sviðsstjóri hjá Deloitte segir að næstu efnahags­ aðgerðir stjórnvalda þurfi að taka mið af því að niðursveiflan verði meiri en svartsýnustu spár gera ráð fyrir. Borðleggjandi sé að þær verði sértækari. VIÐSKIPTI Gengið hefur verið frá kaupum alþjóðlega fjártæknifyrir­ tækisins Rapyd á öllum hlutum í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Korta. Eru kaupin gerð með fyrir­ vara um samþykki Seðlabankans. Í tilkynningu frá Kviku banka, einum af hluthöfum Korta, segir að kaupverðið greiðist með reiðufé en hluti þess tekur mið af rekstri Korta á þessu ári. Endanlegt kaupverð mun því ekki liggja fyrir fyrr en í upphafi næsta árs. Sem kunnugt er keypti Kvika banki og hópur einkafjár­ festa Korta á eina krónu í lok árs 2017 og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir króna í nýtt hlutafé. Í fréttatilkynningu frá Korta seg­ ist Arik Shtilman, forstjóri Rapyd, hlakka til að vinna með teymi Korta að frekari vexti og útrás. „ M e ð k a u p u nu m o p n a s t tækifæri fyrir Korta til þess að veit a íslensk um f y r ir t æk jum framúrskarandi þjónustu á sviði g reiðslumiðlunar með bættu vöruframboði og fjártæknilausnum frá Rapyd,“ segir Shtilman. – sar Rapyd kaupir Korta Björgvin Ingi Ólafsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.