Fréttablaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 34
ÞEGAR ÉG LÍT TIL
BAKA ER ÉG EKKI FRÁ
ÞVÍ AÐ ÞAÐ GEFIST OFT BEST
AÐ HÖNNUÐUR FÁI FRÍTT SPIL
MEÐ FYRSTU TILLÖGUR, ÞETTA
ER JÚ HANS FAG, OG ÞÁ KOMA
KANNSKI FJÖLBREYTTARI
HUGMYNDIR.
Bókasafnarar vita að útlit bóka skiptir sann ar lega máli. Ólaf ur Kristjánsson graf ísk ur hönnuður hefur hannað bækur árum saman.
Honum telst til að hann hafi hann
að á að giska 120 kápur. Hann hefur
meðal annars unnið fyrir Iðunni,
Bjart, Veröld, Háskólaútgáfuna,
Angústúru og fyrir dönsku forlögin
Hr. Ferdinand, C&K og Politiken.
Hann hefur verið yfirhönnuður
með meiru hjá Benedikt bókaútgáfu
síðan hún var stofnuð 2016.
Nýjasta bókarkápa hans er
Grikkur eftir Domenico Starnone.
„Það var skemmtilegt verkefni, því
það er bók í bókaklúbbi svo kápan
þarf að vera í stíl við tvær væntan
legar bækur í viðbót. Þar er ég að
vinna með tvo sterka liti og hring,
sem verður svo í ólíkri útfærslu,”
segir hann.
Útlit, mynd og texti
Fyrsta kápan sem hann hannað var
Svarti prinsinn eftir Iris Murdoch
sem kom út hjá Iðunni, í þýðingu
Steinunnar Sigurðardóttur, árið
1992. „Ég man að ég var mjög metn
að arfullur og gerði mjög margar
till ögur. Ein svört tillaga var sam
þykkt en útgefandanum fannst
vanta ljósmynd á kápuna, jæja, það
mátti skoða það. Svo kom myndin
sem hann hafði valið og ég varð
svo sár, kornungur maðurinn, mér
fannst hún bara alls ekki vera nógu
bók menntaleg. Ég nánast grét mig
í svefn.”
Spurður hvað einkenni góða bók
ar kápu segir Ólafur: „Hún vekur
áhuga, gefur hugmynd um eðli
bók arinnar, og svo má ekki vanta
praktískar upplýsingar! Mér finnst
okkur útgefanda og höfundi hafa
tekist vel upp með kápuna fyrir
bók Bergþóru Snæbjörnsdóttur,
Svíns höfuð. Titillinn fannst mér
aðeins erfiður, eins og hann gæti
verið frá hrind andi – en þetta er
samt svo stórkostlegur titill á þess
ari bók, sá eini rétti. Ég kaus að hafa
kápuna að vissu leyti klassíska,
elegant, titilinn ekki of stóran og
á framhliðinni fallega mynd frá
Breiðafirði. Baksíðutextinn hefst
svo á orðunum: „Af hverju fær eldri
maður frá Breiðafirði viðurnefnið
Svínshöfuð?“ Þannig vinnur vel
saman útlit, mynd og texti.”
Hönnun lærimeistara
Beðinn um að nefna bókarkápu sem
hann sé stoltur af segir hann: „Ég er
mjög stoltur af Veðurfræði Eyfellings
eftir Þórð Tómasson, endurútgáfu
sem kom út hjá Bjarti fyrir nokkrum
árum. Það var skemmti legt verkefni,
ég hannaði líka innsíður og bókin
var gefin út í tveim ur ólíkum litum,
með afgangs kápuefni frá Odda.
Ég er raunar að vinna að slíku
verkefni nú, með kápu og inn síður
sem ég ætla aðeins að leika mér
með, ljóð eftir Óskar Árna Óskars
son, ljósmyndir eftir Einar Fal
Ingólfs son, bók sem er væntanleg
hjá Benedikt í haust. Annars eru
þær nú sem betur fer nokkrar sem
ég er stoltur af; Mislæg gatnamót
eftir Þórdísi Gísladóttur fannst mér
heppnast vel. Einnig má nefna Kuð
ungasafnið eftir Óskar Árna.
Sú kápa sem mér þykir einna
vænst um í seinni tíð er Ungfrú
Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur.
Sögusviðið er í byrjun sjöunda
áratugarins og var ákveðið að sækja í
kápuhönnun þess tíma. Fyrir valinu
varð hönnun lærimeistara míns
Gísla B. Björnssonar, Helga fells bókin
Dagleið á fjöllum og Gísli tók okkur
fagnandi og gaf leyfi til að styðjast
við hans hug mynd. Höfundur
fullkomnaði svo þennan leik með
því að segja kímin í blaðaviðtali
að loksins hefði sögupersónan,
skáldkonan Hekla, fengið sína
Helgafellskápu, fimmtíu árum eftir
að hún hefði átt að fá hana!
Sterkara að segja minna
Hann segist koma að kápuhönnun
með opnum huga. „Ég byrja á því
að gera tvær til fimm ólíkar til
lögur, stundum gerólíkar, og velja
svo ásamt útgefanda og stundum
höfundi í hvaða átt á að fara. Stund
um hef ég lesið handritið; oftar fæ ég
útdrátt eða stikkorð frá útgefanda,
sem er þá búinn að sammælast um
lýsingu við þýðanda eða höfund.
Það er ekki síðra að fá innihaldið
þannig niðursoðið, þá er ljóst hvað
áhersla er lögð á. Mitt hlutverk er
svo að undirstrika það enn frekar
með minni útfærslu.
Stundum hefur höfundur mjög
ákveðna mynd í huga og þá er sjálf
sagt að vinna með það. Nú eða
útgefandi vill leggja línur. En þegar
ég lít til baka er ég ekki frá því að
það gefist oft best að hönnuður fái
frítt spil með fyrstu tillögur, þetta
er jú hans fag, og þá koma kannski
fjölbreyttari hugmyndir. Nánari
útfærsla er svo kannski meira
samvinnu verkefni.”
Nú tíðkast mjög að vitna í dóma
á bókarkápum eða skella stjörnum
á þær. Spurður um álit sitt á því
segir Ólafur: „Ég sýni því skilning
að útgefendur vilji gera þetta. En
þá segi ég bara: ekki láta kappið
bera fegurðina ofurliði. Stundum
þarf fegurðin að fá að ráða. Og það
get ur hreinlega verið sterkara að
segja minna heldur en að hrópa í
allar áttir. Segi ég sem vitna í fimm
stjörnur á forsíðu og þrisvar sinnum
á baki á krimmanum Þerapistinn
sem Benedikt gefur út í sumar, en
þetta er hluti af praktísku upplýs
ingahliðinni á kápunni!”
Leyndarmálin bak við góða bókarkápu
Ólafur Kristjánsson grafískur hönnuður hefur hannað rúmlega 100 bókarkápur. Hann segist koma að
kápuhönnun með opnum huga og gerir nokkrar ólíkar tillögur. Segir bókarkápu eiga að vekja áhuga.
Ég byrja á því að gera tvær til fimm ólíkar tillögur,” segir Ólafur um bókahönnun sína. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Ólafur er sérlega stoltur af kápunni á Veðurfræði Eyfellings.
Kápuhönnunin á Ungfrú Ísland var sótt í hönnunina á Dagleið á fjöllum.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Kápa sem vakti hryggð hjá Ólafi.
2 0 . A P R Í L 2 0 2 0 M Á N U D A G U R18 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING