Fréttablaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.04.2020, Blaðsíða 2
Árbækurnar eru endalaus fróðleiks­ brunnur. Það er allur and skotinn í þessu. Svavar Jónatansson Virkum smitum hefur fækkað hér dag frá degi síðan 5. apríl síðastliðinn. Veður Sunnan 8-15 m/s og súld fyrir vestan. Dregur úr úrkomu þar á morgun. Slydda norðvestantil. Skýjað með köflum á norðaustur- landi. Hiti 5 til 13 stig. SJÁ SÍÐU 16 Bak við tjöldin á upplýsingafundi Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra stóð í gær fyrir sínum 46. fundi þar sem veittar hafa verið upplýsingar um stöðu mála á landinu vegna kórónaveirufaraldursins. Hér gefur að líta blaða- og myndatökumenn sem hlustuðu og sendu út það sem fram fór á fundinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SAMFÉLAG „Ástæðan er margþætt en það má segja að þetta sé mín til­ raun til að tengja saman yngri kyn­ slóðina við þá eldri sem er frekar einangruð núna, með því að bjóða upp á annað umræðuefni en far­ aldurinn,“ segir Svavar Jónatansson, starfsmaður Hrafnistu, hljóðbóka­ lesari og leiðsögumaður. Með samþyk k i Ferðafélags Íslands hefur hann tekið sig til og lesið valda kafla úr árbókum Ferða­ félagsins síðustu tvær vikur og gert þá aðgengilega frítt á netinu og í hlaðvarpsformi undir nafninu Kórónulestur. „Með því að lesa upp úr þessum árbókum vonast ég til að skapa grundvöll til símtals þar sem yngri og eldri kynslóðir geta spjallað um eitthvað annað en núverandi ástand.“ Svavar hefur fengist við hljóð­ bóka lestur síðustu tvö ár og dag­ skrár gerð á Rás 1 síðastliðinn ára­ tug. Hver lestur úr árbókunum er á bilinu hálftími upp í klukkustund. Rödd Svavars er þjál og má segja að hún henti vel í verkefni af þessu tagi. „Þetta er líka fín æfing fyrir mig. Svo veit ég hversu jákvæð áhrif lestur fyrir fólk getur haft, að fenginni reynslu héðan af Hrafnistu.“ Líkt og margir aðrir starfsmenn hjúkrunarheimila er Svavar í tak­ mörk uðum samskiptum utan vinn­ unnar þessa dagana. „Það er mjög gott að hafa eitthvað svona fyrir stafni þegar ég kem heim, enda lítið um hitting við vini og fjölskyldu.“ Síðustu vikur hafa margir staðið sig í að hringja í eldra fólk og aðra sem eru í sjálfskipaðri sóttkví vegna áhættuþátta. „Þessi símtöl geta orðið ansi formúlukennd eftir einhvern tíma og fara svo of t að snúast eingöng u um faraldurinn, umræðuefni sem getur orðið yfirþyrmandi. Með þessu vil ég gefa fólki hugmyndir að öðrum umræðuefnum,“ segir Svavar. „Minningar geta verið það verðmætasta sem fólk á og frásagnirnar í þessum árbókum eru svo gott tækifæri til að endurupplifa góðar minningar, til dæmis tengdar ferðalögum innanlands.“ En hver s veg na á r bæk u r Ferðafélagsins? „Árbækurnar eru endalaus fróð­ leiksbrunnur. Það er allur andskot­ inn í þessu. Hver blaðsíða bætir við einhverri þekkingu, þetta eru líka algjörir gullmolar fyrir leiðsögu­ menn. Nýlegur lestur var um Heklu úr árbókinni frá 1945. Þar er ítarleg útlistun á öllum gosum frá land­ námi til fimmta áratugarins.“ Margir koma líklega til með að ferðast innanlands í sumar, og getur þetta því líka vakið áhuga lands­ manna á eigin landi. „Þessi lestur kveikir áhuga á ýmsum svæðum sem maður hefði ekki endilega hugsað sér að ferðast til. Svo veit ég, að fenginni reynslu af Hrafnistu, að þetta gerir fólki kleift að ferðast á vængjum minninganna.“ Lesturinn má nálgast á slóðinni www.svavar. net/korona. arib@frettabladid.is Býr til grundvöll að símtali um minningar Starfsmaður Hrafnistu les upp úr árbókum Ferðafélagsins í frítíma sínum og gerir upptökur af lestrinum aðgengilegar. Hann vonar að umfjöllunin verði grundvöllur að símtali til eldra fólks um eitthvað annað en faraldurinn. Svavar hefur útbúið stúdíó á heimili sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI COVID -19 Alls greindust 11 ný COVID­19 smit hér á landi á laugar­ daginn var, sam kvæmt tölum sem birtust í há deginu í gær á vefnum co vid.is. Fimm smit greindust á sýkla­og veiru fræði deild Land­ spít al ans en sex hjá Ís lenskri erfða­ greiningu. Tekin voru rúm lega 1.670 sýni á laugardaginn. Sex smitanna greindust á höfuð borgar svæðinu og fimm á Vest fjörðum. Far aldurinn hefur verið á niður leið hér á landi að undan förnu. Þórólfur Guðnason,  sóttvarna­ læknir, segir að hópsýkingin  á Vestfjörðum sýni að enn verði að vera á varðbergi. Þá geti hver sýktur einstaklingur smitað marga í kringum sig og því þurfi þeir sem finna fyrir einkennum sjúk dómsins að láta strax vita af sér svo hægt sé að taka sýni. Alma Möller, land læknir, benti á það á upp lýsinga fundi al manna varna deildar ríkis lög reglu­ stjóra um helgina að við búið væri að sveiflur verði í fjölda smitaðra milli daga á næstunni. Virk smit á landinu eru nú 434 talsins og hefur þeim farið fækkandi dag frá degi frá 5. apríl þegar virk smit voru 1.096. 1.328 ein staklingar hafa nú náð bata en sam tals hafa 1.771 smit greinst hér á landi. Að því er fram kemur á vef co vid.is eru 28 nú á sjúkra húsi og fjórir á gjör gæslu. – hó Faraldurinn í rénun hérlendis Þórólfur Guðnason, sóttvarna­ læknir á fundi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR TRÚMÁL Opið helgi hald í kirkjum landsins má hefjast þann 17. maí næst komandi. Ekki mega f leiri en fimm tíu manns vera í kirkju rýminu í einu og þá skal gæta þess að tveir metrar séu á vallt á milli gesta í kirkjunni. Þetta kemur fram í bréfi sem biskup sendi til sókna sinna. Þar kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir altaris göngum eða öðrum helgi siðum þar sem krafist er nándar og nær veru. Enn fremur segir að heimilt sé að ferma eitt til tvö börn í einu en hvorki er ætlast til að prestur taki í hönd fermingar­ barns né leggi hönd á höfuð þess eins og venjan er. Þá verður ekki gengið til altaris í fermingarathöfnum. Að há marki 50 manns skulu vera í fer m ing ar veisl um en ekki er æski legt að eldra fólk eða fólk með und ir liggj andi sjúk dóma taki þátt í manna mót um eða fjöl ­ menn um sam kom um, sam kvæmt ráð legg ing um sótt varn alækn is.  – oæg Messuhald hefst um miðjan maí  2 0 . A P R Í L 2 0 2 0 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.