Feykir - 22.02.2017, Síða 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF
Viktor Guðmundsson á
Sauðárkróki er nýbúinn í
verkfalli en hann starfar sem
matreiðslumaður á togaranum
Málmey SK1. Viktor heldur
með Manchester United í
enska boltanum og óhætt að
segja að fjölbreytnin hafi verið
allsráðandi hjá honum og
bræðrum hans. -Við bræðurnir
völdum allir sitthvert liðið.
Tommi valdi Liverpool, Elli valdi
Arsenal, Gummi Leeds og þá var
Manchester United á lausu og
ég valdi það, frekar einfalt.
Hvernig spáir þú gengi liðsins
á tímabilinu? -Leit ekki vel út á
tímabili en þetta er allt að koma.
Ég held að við gætum náð öðru
sæti, lágmarkið er að vera hærra
en Liverpool.
Ertu sáttur við stöðu liðsins í
dag? -Þetta er allt á réttri leið. Þeir
fjórir leikmenn sem við fengum
fyrir tímabilið eru með þeim betri
í liðinu í dag þannig að þjálfarinn
kann að velja réttu mennina.
Hefur þú einhvern tímann lent í
deilum vegna aðdáunar þinnar
á umræddu liði? -Já oft. Á marga
vini sem halda með Liverpool og
eru mjög tapsárir en þetta hefur
aldrei endað illa samt.
Hver er uppáhaldsleikmaðurinn
fyrr og síðar? -David Becham.
Hefur þú farið á leik með liðinu
þínu? -Já. Fór með elsta syninum,
tengdapabba og mági mínum til
London og sá liðið vinna Carling
cup á Wembley árið 2010 á móti
Aston Villa. Það var þvílík stemning
og tengdapabbi, sem er mikill
Chelsea aðdáandi, missti sig í
fagnaðarlátum og það besta er að
við náðum þessu á myndband og
spilum þetta reglulega fyrir hann.
Áttu einhvern hlut sem tengist
liðinu? -Já, treyju og trefil sem var
keyptur á Wembley.
Hvernig gengur að ala aðra
fjölskyldumeðlimi upp í
stuðningi við liðið? -Ljómandi vel.
Frumburðurinn heldur með liðinu
og hefur farið með mér á leik. Svo
er yngsta prinsessan farin að horfa
með mér á leiki og æfa fótbolta.
Hefur þú einhvern tímann skipt
um uppáhalds félag? -Nei, alls
ekki. Má það?
Uppáhalds málsháttur? -Frestaðu
því ekki til morguns sem þú getur
frestað lengur!
Einhver góð saga úr boltanum?
-Kannski ekki góð saga en eftir-
minnileg, þegar Ísak sonur minn
spilaði ristarbrotinn (við vissum
það ekki fyrr en eftir mótið) heilt
fótboltamót og var markahæsti
maður liðsins. Þvílík þrautseigja.
Einhver góður hrekkur sem þú
hefur framkvæmt eða orðið fyrir?
-Margir hrekkir en ekkert sem má
segja frá.
Spurning frá Tomma bróður:
– Hvernig heldur þú að enska
deildin endi í vor... Topp 5 í þeirri
röð sem þú heldur að hún endi í?
Svar...
1. Chelsea, (þá verður
tengdapabbi glaður)
2. Man. Utd
3. Man. City
4. Arsenal (fyrir Ella bróðir)
5. Liverpool
Hvern myndir þú vilja sjá svara
þessum spurningum? -Kristján
Grétar Kristjánsson, góður vinur
minn og tapsár Liverpool aðdá-
andi.
Hvaða spurningu viltu lauma að
viðkomandi? -Hver er besti þjálfari
Liverpool frá upphafi?
Viktor Guðmundsson
Frestaðu því ekki
til morguns sem þú
getur frestað lengur
( LIÐIÐ MITT ) palli@nyprent.is
Viktor í fullum Manchester United skrúða.
MYND: ÚR EINKASAFNI
Síðastliðinn miðvikudag
keppti María Finnbogadóttir
frá Sauðárkróki í svigi
á Vetrarólympíuhátíð
Evrópuæskunnar sem fram fór
í Erzurum í Tyrklandi. Heppnin
var ekki hliðholl Maríu og
heltist hún úr lestinni í fyrri
umferð og lauk ekki keppni.
Félagar hennar, Katla Björg
Dagbjartsdóttir og Harpa
María Friðgeirsdóttir, urðu
hins vegar í 18. sæti með
tímann 1:55.28 og í því 26.
með tímann 2:01.42. Sigurveg-
ari var Nika Tomsic frá
Slóveníu með tímann 1:48.64.
Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar
María óheppin í svigkeppninni
„María keyrði sig út úr á
fullri ferð ofarlega í brautinni
og var auðvitað mjög svekkt
því hún ætlaði sér stóra hluti í
dag. Hún hefur verið að keyra
svigið af miklum krafti í vetur
og varð í 10. sæti á FIS-móti í
Austurríki fyrir stuttu. En
þetta fylgir skíðunum, allt
veltur á sekúndubrotum og ein
lítil mistök eru dýrkeypt. Þá er
bara að hugsa um næsta mót,
ekki velta sér upp úr því sem
búið er. Gengur bara betur
næst!,“ sagði Anna Jóna Guð-
mundsdóttir, móðir Maríu sl.
miðvikudag.
Tveimur dögum fyrr náði
María glæsilegum árangri er
hún varð í 19. sæti af 53 kepp-
endum í stórsvigi. Tími Maríu
var þriðji besti tíminn í hennar
árgangi. /PF
María. MYND: ÚR EINKASAFNI
Tveir skag-
firskir Íslands-
meistarar
MÍ í frjálsum
Meistaramót Íslands í
frjálsum íþróttum innanhúss
fór fram í Laugardalshöllinni
í Reykjavík um helgina,
18.–19. febrúar.
Þrír Skagfirðingar tóku þátt
í mótinu, þau Ísak Óli
Traustason, Sveinbjörn Óli
Svavarsson og Þóranna Ósk
Sigurjónsdóttir. Hömpuðu
þau tveimur meistaratitlum,
Ísak Óli í 60 m grindahlaupi
á 8,50 sek og Þóranna Ósk í
hástökki en hún stökk 1,74
m sem er bæði persónulegt
met og skagfirskt héraðsmet.
Einnig fékk Ísak Óli
bronsverðlaun í langstökki,
7,13 m sem er persónulegt
met hjá honum.
Nánar má fræðast um
úrslit mótsins á slóðinni
http://urslitmota.fri.is.
Um næstu helgi verður
Meistaramót Íslands, 15-22
ára, haldið í Reykjavík. Þar
verða þau væntanlega öll á
ferðinni aftur, Ísak Óli,
Þóranna Ósk og Sveinbjörn
Óli, ásamt fleiri Skagfirðing-
um. /FE
Helgi Viggós og Friðrik Stefáns gera Hlyni Bærings lífið leitt. MYND: ÓAB
Ísak Óli hlaut gull og brons.
MYND: UMSS
Dominos-deildin í körfubolta
Tindastólsmenn
komnir í annað sæti
Það er skammt stórra högga
á milli í körfunni þessa
dagana. Tindastólsmenn léku
við Snæfell sl. fimmtudag
í Hólminum og unnu
öruggan sigur, 59-104.
Á mánudagskvöldið kom
Stjarnan síðan í heimsókn í
Síkið og gátu komist á topp
deildarinnar. Stólarnir höfðu
hins vegar meiri áhuga á að
koma sér upp fyrir Stjörnuna í
annað sætið og unnu frábær-
an sigur, 92-69.
Leikmenn Tindastóls
mættu sem fyrr segir Snæfelli
á dög-unum og eftir jafnan
fyrsta leikhluta skelltu
Stólarnir krafti í varnarleikinn,
pressuðu heimamenn stíft og
þeir brotnuðu við mótlætið.
Staðan í hálfleik var 24-51.
Áfram hélt Tindastólslestin í
síðari hálfleik og aldrei
spurning hvorum megin
sigurinn lenti. Hester lék
lausum hala og gerði 43 stig í
leiknum og Pétur skilaði 20.
Í lið Tindastóls vantaði þá
Caird, Viðar, Svabba og Pálma
Geir og það var aðeins Viðar
sem var klár í slaginn af þeim
fjórmenningum þegar Stjarn-
an kom í heimsókn í fyrra-
kvöld. Og það munaði heldur
betur um Viðar sem átti senni-
lega sinn besta leik með
Stólunum. Hann gerði 22 stig í
10 skotum, þar af sex þrista í
sex tilraunum, sem er met.
Stjarnan var sterkari
aðilinn í fyrsta leikhluta en
Stólarnir náðu yfirhöndinni
fyrir hlé og leiddu 42-34 í
leikhléi. Pétur, Viðar og Helgi
voru öflugir í sókninni í síðari
hálfleik og í hvert sinn sem
Stjörnumenn minnkuðu mun-
inn þá fengu þeir skvettu til
baka. Varnarleikur Tindastóls
var frábær í leiknum og lagði
grunninn að góðum sigri.
Stigahæstir voru Viðar og
Hester með 22 stig og Pétur
með 21.
Næsti leikur er hér heima
gegn Þór Þorlákshöfn annað
kvöld. /ÓAB
08/2017 5