Feykir


Feykir - 22.02.2017, Síða 7

Feykir - 22.02.2017, Síða 7
veitingastaði innan sinna vébanda. Þangað fer kjötið sem lúxusvara. Það er verið að mjatla einhverjum tonnum þarna út. Þetta er ekkert alveg brjálað.“ Jón segir að það hafi aðeins dregið úr mönnum að fiskurinn sé ekki þarna inni en fyrirtækið ætlaði sér á fullu í fisk til að ná inn magnsölum en að það sé búið að leggja línur víða. Í þriðja túrnum sem Jón fór til Pétursborgar var hann einnig með námskeið. Síðan var farið til Novosibirsk sem er borg í Síberíu nærri landa- mærum Kasakstan og Mongó- líu. Hann segir að það hafi verið langt ferðalag enda kominn mjög austarlega á hnöttinn. Þarna er allt öðruvísi heimur heldur en í Pétursborg og Moskvu sem eru líkar vestrænum borgum. „Þarna var maður kominn í Sovét- tímann,“ segir hann til útskýr- ingar. Þarna var hann með námsskeið og var svo gestakokkur á litlum en mjög flottum veitingastað og var með íslenskan matseðil. Hann segist hafa fengið mikla athygli og verið farið með hann líkt og rokkstjörnu. „Þegar ég var ekki inni í eldhúsi að vinna þá var ég í blaðaviðtölum, sjónvarpsvið- tölum og jafnvel útvarps- viðtölum. Þetta var algjörlega lygilegt dæmi,“ segir hann en bendir á að þarlendir hafi kynnt sitt vel. „Þetta var náungi sem á mörg veitingahús og er dug- legur að koma öllu sínu á framfæri. Það var tekið vel á móti okkur. Ég var m.a. dubbaður upp á fund með borgarstjórn Almaty í ráðhúsi borgarinnar í gríðarstórum sal og þarna sat ég með nafnspjald og allt,“ segir Jón og hlær innilega og segir þetta þetta hafa verið súrealíska upplifun. „Þetta vakti hellings athygli og var mjög gaman.“ Aðspurður um hvort ekki væru ræktuð lömb á þessu svæði segir hann svo vera og mikið um það og einnig svo- kallað mutton sem er kjöt af fullorðnu fé. „Þeir eru með helling af því en við viljum meina að okkar kjöt sé best. Og þá viljum við meira inn á þessa dýru markaði.“ Í vetur fór Jón til Kasakstan og segir hann að það hafi verið upplifun líkt og á fyrri stöðum. Það hafi verið svipað og í Síberíu, ferð aftar í tímann. „Kasakar eru mjög stoltir og flott þjóð en hafa verið undirokaðir gegnum aldir af nágrönnum sínum. Kasakstan er mjög stórt land og þar búa um 18 milljónir manna. Mikil fátækt er í landinu en svo eru líka margir sem eiga peninga. Þarna miðuðum við beint inn á kokka og ég var var með íslenskan matseðil á veitinga- stað tvö kvöld. Svo var ég með námskeið á þeim stað í hádeginu og voru bara kokkar og veitingamenn sem sóttu það. Það var mjög skemmtilegt. Þeir höfðu mik-inn áhuga á því að fræðast og fá kynningu á hráefninu og gæðum þess. Ég er ekki að kenna þeim að elda lambakjöt, þar sem þeir hafa eflaust allir gert það áður en ég reyndi að beina þeim inn á það að íslenska lambakjötið sé hægt að nýta í mjög margt og það séu gæðin á því sem gera það að verkum að hægt er að notað það í hráa rétti, líkt og carpaccio.“ Jón segir að íslenska lambakjötið sé alveg sérstakt hvað gæði varðar eins og við þekkjum með okkar hreina loft, vatn og náttúru. Hægt sé að kynna kjötið líkt og villibráð þar sem lömbin, sem fæðast á vorin fara á fjöll fram að sláturtíð. „Hreinleikinn er mjög mikill og ég tel að bragðið af íslensku lambakjöti sé einstakt í heiminum. Auðvitað er til gott lambakjöt annars staðar í heiminum, að segja annað er hroki. En ekkert er eins og íslenska lambakjötið segi ég hiklaust, best og hreinast. Ég held að við getum hiklaust haldið á lofti þessum hreinleika í markaðssetningu á matvælum.“ Skyrið vinnur á Jón segist bjartsýnn á að þessi markaður muni blómstra í framtíðinni enda nú þegar verið að flytja kjöt þangað út. Einnig segist hann finna fyrir bjartsýni, bæði hjá Rússum og Íslendingum á að aftur opnist fyrir innflutning á fiskafurð- um. „Auðvitað veiða þeir fisk sjálfir en það eru tækifæri til að selja þeim ýmislegt; síld, loðnu og jafnvel grásleppu og rauð- maga. Það er fiskur sem gengur á Rússamarkaðinn því þeir vilja feitan fisk. Það eru heljarmörg tækifæri. Líka í skyrinu. Það er verið að kanna það í fullri alvöru að fara að framleiða skyr í Rússlandi. Við vorum að líka að hamra á skyrinu í ferðinni.“ Jón segir að öllum lítist vel á skyrið hvert sem hann fer. Séríslenskt fyrirbæri sem klárlega sé að ryðja sér til rúms um alla Evrópu og Bandaríkin. En hvað skyldi hann segja fólki sem veit ekkert um skyr? „Ég geri eitthvað úr skyrinu, eitthvað deserttengt og síðan þarf ég að halda endalausar söluræður um þetta, líkt og með kjötið og fiskinn. Það sem maður hamrar á með skyrið er að það er nánast fitulaust og mjög hátt í prótíni. Hægt er að segja að skyr sé sú fæða sem við getum potað að íþróttafólki í dag, að það noti það í búst drykki. Þá talar maður um hreinleikann, lágt fituinnihald en hátt í prótíni. Þá segir maður hiklaust að íslenska landsliðið í fótbolta borði skyr. Það þekkja allir íslenska landsliðið og vita allt um það, alveg sama hvert maður fer.“ „Ekki skyr og rjómi?“ spyr blaðamaður. „Jú, líka. En í þessum kynningum reynir maður að gera eitthvað úr skyrinu, einhvers konar eftir- rétti. Maður notar skyr í flesta eftirrétti í þessum veislum sem við erum með.“ Þegar Jón er spurður um það hvað hafi komið honum mest á óvart í ferðunum segir hann það hafa komið sér skemmtilega á óvart hvað Rússar eru framarlega í mörgu. „Maður hélt að þarna væri forneskjulegt. Í fyrsta skiptið sem ég kom til Rússlands, fyrir um 20 árum, voru þeir mikið aftar á merinni en þá var ég í Pétursborg. Í dag er þetta mjög vestrænt samfélag, sérstaklega í Pétursborg og í Moskvu. En mórallinn er mikið öðruvísi. Maður finnur það fljótt að það eru ekki sömu gildi og á Vesturlöndum. Þetta er svolítið eins og frumskógarlögmál, sá sterkasti lifir af. Maður skynjar smá mafíuhugsunarhátt, t.d. með því að borga fyrir að hlutirnir gangi hraðar fyrir sig og jafnvel fleira. Það kom mér líka á óvart hvað mikið var til af öllu þegar Pútín lokaði á inn- flutning. Sagt var að það fengist ekkert í Rússlandi en það var ekki rétt. Það góða sem kom fyrir Rússland var að þeir leituðu inn á við. Þetta er gríðarlega stórt land og nær yfir mörg tímabelti og þeir geta alveg verið sjálfum sér nógir og geta ræktað allt sem þá vantar. Þarna er vínframleiðsla og allt grænmeti og ávexti er hægt að rækta og fisk og kjöt framleiða þeir sjálfir. Þeir voru bara ekkert að vesenast í því áður af því að þeir gátu keypt það,“ segir Jón. En eins og áður segir er hann bjartsýnn á að viðskipti geti blómstrað við þessi fyrrum austantjaldslönd í framtíðinni en það taki bara tíma og þolinmæði og ágætt er að ljúka áhugaverðu viðtali á þeim nótunum. eldhús í Moskvu sem framleiðir flugvélamat í þúsundir flug- véla og einhver tonn sem þeir taka inn á business class farrými. Í skugga innflutningsbanns Jón viðurkennir að markaður- inn sé erfiður. Ekki sé leyfilegt að flytja inn fisk til Rússlands en það sé opið fyrir lambakjötið og um misskilning að ræða með það. Sláturhúsin þurfi hins vegar útflutningsleyfi á Rúss- landsmarkað og allt hafi sinn tíma. „Þetta tekur allt tíma en það virkar alveg að fara í svona leiðangra. Allir voða kátir og ánægðir og vilja versla en þetta tekur óratíma. Þetta er ekki eins og á Íslandi þar sem maður vill að allt sé klárt daginn eftir. En þetta hefur potast inn á stór fyrirtæki sem eru með háklassa Stund milli stríða. Hér er Rauða torgið í Moskvu heimsótt. Kokkar veitingastaðarins Ribay í Pé- tursborg. Annar er frá Úsbekistan en hinn frá Túrkmenistan. Kátir kokkar í Kasakstan og yfirkokkur í dökku. Hvað eru mörg ká í því? Í Pétursborg á svölum veitingastaðarins Terassa. Til hægri á myndinni eru hjónin Sigurjón Bjarnason og Katarina Gerasimova ásamt syni sínum. Sitthvoru megin við Jón standa yfirkokkur staðarins og rússneskur starfsmaður Ice Corpo. Klúbbur matreiðslumeistara í Almaty í Kasakstan. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi og tengdum löndum, fyrir miðri mynd í drapplitaðri dragt. 08/2017 7

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.