Feykir - 22.02.2017, Blaðsíða 8
Sál- og geðhjálp á netinu
Nýtt úrræði fyrir sálfræðimeðferð og ráðgjöf
Tölum saman, er nýtt úrræði á vegum
Kvíðameðferðarstöðvarinnar og Dags
Bjarnasonar geðlæknis sem miðar að því
að auka aðgengi almennings, þá
sérstaklega fólks á landsbyggðinni, að
gagnreyndri sálfræðimeðferð og ráðgjöf.
Um er að ræða fjarþjónustu þar sem
viðtal við sálfræðinginn fer fram með
öruggum hætti í gegnum myndfundi á
internetinu með forritinu Kara connect.
Að sögn Dags hentar þessi þjónusta
einstaklega vel þeim sem hafa ekki tök
á, eða kjósa ekki, að nota hefðbundna
sálfræðiþjónustu þar sem þarf að
,,heimsækja“ sálfræðinginn.
„Aðgengi að þjónustu sálfræðinga og
geðlækna er af skornum skammti fyrir
fólk á landsbyggðinni þótt þörfin sé
talsverð. Margir þurfa að leggja í löng
ferðalög til þess að leita sér aðstoðar
fagfólks enda er lítið framboð af
sálfræðingum og geðlæknum á
landsbyggðinni. Talsverður tími getur
farið í ferðir til og frá starfsstofu
sálfræðinga með tilheyrandi vinnutapi
og kostnaði,“ segir Dagur og bætir við að
sumum finnist fyrstu skrefin inn á
biðstofu sálfræðinga erfið, sérstaklega í
smærri byggðum þar sem allir þekkja
alla. Ofan á þetta bætist svo hár
kostnaður við að sækja viðtöl hjá
sálfræðingum. Þröskuldurinn að aðstoð
er því oft ansi hár.
„Stór hluti landsmanna hefur mjög
takmarkaðan aðgang en núna hefur
teymi sálfræðinga og geðlæknis tekið
ákvörðun um að taka höndum saman og
Sigurbjörg Ludvigsdóttir sálfræðingur, einn eigandi Kvíðameðferðarstofunnar,
og Dagur Bjarnason geðlæknir. MYND: PF
beita kröftum sínum til að efla þjónustu
við fólk á landsbyggðinni.“
Ódýrari valkostur
Dagur segir að Tölum saman sé tilraun
til þess að lækka þröskuldinn að því að
leita sér faglegar aðstoðar vegna geð-
rænna vandkvæða og draga þannig úr
þjáningu og skerðingu á lífsgæðum.
„Kostir þjónustu af þessum toga eru
allnokkrir. Í fyrsta lagi má nefna aukið
aðgengi. Auðvelt er fyrir hvern sem er,
hvenær sem er, að bóka sig í tíma hjá
sálfræðingi og hitta sálfræðing í gegnum
internetið. Allt sem þarf er nettengdur
sími, spjaldtölva eða tölva með myndavél.
Ekki er þörf á beiðnum heldur getur hver
sem er sett sig í samband við Tölum
saman. Viðmótið er þægilegt og því
auðvelt fyrir fólk á öllum aldri með
mismikla reynslu af tölvum að bóka sig
eða ,,mæta" í fjarviðtal, segir Dagur og
bætir við að skjólstæðingur þurfi síður
að huga að hlutum eins og opnunartíma
móttöku, ferðum til og frá starfsstofu
sálfræðings, fríi frá vinnu eða skóla,
barnapössun o.s.frv. „Í annan stað má
nefna aukinn sveigjanleika. Hægt er að
laga þjónustuna að þörfum einstakl-
ingsins í auknum mæli, m.a. á þann hátt
að fólk getur leitað sér aðstoðar þaðan
sem það er statt hverju sinni eða í sínu
eigin örugga umhverfi. Í þriðja lagi má
nefna sparnað. Minni yfirbygging sál-
fræðiþjónustunnar skilar sér í ódýr-ari
valkosti í meðferð, auk þess sem minni
tími fer í ferðir til og frá starfsstofum
sálfræðinga fyrir skjólstæðing, minni
ferðakostnaður og minni fjarvera frá
vinnu eða skóla. Í fjórða lagi má nefna
aukna samfellu. Aukin samfella næst í
meðferð, þ.e.a.s. að umhverfisþættir eins
og veður eða samgöngur þurfa ekki
lengur að rjúfa samfellu í meðferð líkt og
algengt er hérlendis. Skjólstæðingar geta
,,mætt" í viðtal þrátt fyrir að bíllinn hafi
bilað eða vegir séu ófærir.“
Dagur bendir á aðra kosti eins og
þann að þetta gefi kost á aukinni
nafnleynd þeirra sem leiti sér aðstoðar
þar sem enginn þurfi að verða vitni að
því að einhver fari inn á biðstofu sál-
fræðings eða geðlæknis og sennilega sé
þetta umhverfisvænni kostur en að fara
mislangar leiðir á farartækjum. „Þrösk-
uldurinn að aðstoð lækkar með þessu
móti. Hjá Tölum saman er lögð áhersla á
að veita faglega og góða þjónustu en
boðið verður upp á ráðgjöf, skimun,
greiningu og gagnreynda meðferð hjá
sálfræðingum. Þjónustan er ætluð lands-
mönnum, óháð búsetu, sem eru að glíma
við geðræn vandkvæði eða hvern þann
sem telur sig þurfa á þjónustu eða ráðgjöf
sálfræðings eða geðlæknis að halda.“
Dagur segir að fyrst um sinn verði
lögð áhersla á að ná til þess hóps
fullorðinna sem glímir við kvíða og
kvíðaraskanir s.s. félagsfælni, ofsakvíða,
víðáttufælni, þráhyggju og árátturöskun
og svo þunglyndi. „Jafnframt getur fólk
leitað sér ráðgjafar sálfræðinga vegna
ýmiss konar mála, s.s. skorts á sjálfs-
trausti, svefnvanda eða samskiptaerfið-
leika. Enn fremur getur fólk leitað til
fjarþjónustunnar til að fræðast um eða fá
upplýsingar bæði sem aðstandandi
einhvers sem er að glíma við geðræn
vandkvæði eða fyrir sjálft sig,“ útskýrir
Dagur og segir að stór hluti landsmanna
hafi mjög takmarkaðan aðgang að
sálfræðiþjónustu. En núna hafi teymi
sálfræðinga og geðlæknis tekið ákvörðun
um að taka höndum saman og beita
kröftum sínum til að efla þjónustu við
fólk á landsbyggðinni.
Nánari upplýsingar um Tölum saman
er að finna á tolumsaman.is.
VIÐTAL
Páll Friðriksson
Mælir með bílstjórastarfinu
fyrir allar konur sem hafa áhuga
#kvennastarf
Eins og fram kom í síðasta Feyki, og lesendur ættu einnig að
hafa orðið varir við á öðrum vettvangi, stendur nú yfir átakið
#kvennastarf þar sem tilgangurinn er að vekja athygli á
fjölbreyttum störfum í iðn-, tækni- og verkgreinum og benda á
þann kynjamun sem enn er við lýði í mörgum starfsgreinum.
Feykir ætlar nú að hleypa af stokkunum nýjum þætti þar sem
við beinum sjónum að konum á okkar svæði sem vinna störf
sem í hugum margra flokkast sem dæmigerð „karlastörf“.
Markmiðið er að leggja okkar af mörkum til að vekja athygli á
að konur geti sinnt þessum störfum til jafns við karla.
Fyrsti viðmælandi okkar er
Hjördís Elfa Sigurðardóttir
sem vinnur hjá Vörumiðlun á
Sauðárkróki.
Nafn: Hjördís Elfa Sigurðar-
dóttir.
Aldur: 27 ára.
Starf: Afgreiðsla í vöruhúsi/
bílstjóri.
Stutt lýsing á starfinu: Starfið
felst í að sjá um vöruhús,
afhendingu á vörum og önnur
tilfallandi störf sem geta verið
t.d. lyftaravinna, útkeyrsla o.fl.
Hvað ert þú búin að vera lengi
í þessu starfi? Ég byrjaði að
vinna hjá Vörumiðlun í júní
2008, var þá í útkeyrslu, fór svo
alfarið í keyrsluna 2010 til 2013.
Eftir fæðingarorlof 2014 byrjaði
ég svo inni í vöruhúsi.
Hvers vegna fékkst þú áhuga á
þessu starfi? Ég hef mjög
gaman af bílum og öllum
tækjum en man nú ekki hvenær
það byrjaði.
Hver telur þú að sé ástæðan
fyrir því að starfið er almennt
talið „karlastarf“? Því að keyrsla,
lyftaravinna og að lyfta þungum
hlutum hefur lengi verið talið
karlmannsverk.
Var eitthvað sem kom þér
sérstaklega á óvart við starfið?
Nei, ég get ekki sagt það.
Er eitthvað við þetta starf sem
gerir það að verkum að konur
eigi erfitt með að vinna það?
Nei.
Þekkir þú/veist þú um margar
konur sem vinna þetta starf?
Það eru margar konur sem
vinna í vöruhúsum en ekki
margar sem eru í akstri, þó fer
þeim fjölgandi.
Var erfitt að byrja í starfi þar
sem meirihluti vinnufélaga var
af öðru kyni? Nei.
Finnst þér þú hafa mætt
fordómum á vinnustað eða
annars staðar vegna þess að
þú ert kvenmaður? Það er ekki
mikið um það en það eru alltaf
einhverjir sem finnst að konur
ættu ekki að vera í keyrslunni.
Nokkur orð að lokum: Ég
mæli með því fyrir allar konur
sem hafa áhuga á akstri að
prufa að vinna við að keyra
vörubíl og/eða vinna á tækjum.
/FE
Hjördís í flutningabílnum. MYND: ÚR EINKASAFNI
8 08/2017