Feykir


Feykir - 22.02.2017, Qupperneq 12

Feykir - 22.02.2017, Qupperneq 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 08 TBL 22. febrúar 2017 37. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Viða r Þó r Ás tvald sson Sölu stjór i Suð urlan d Sím i: 48 0 13 06 Gsm : 86 3 19 71 Netf ang: vida r@o lis.is GLÆSIBÆR GUESTHOUSE 551 Skagafjordur, Iceland Host: Ragnheidur Erla Björnsdóttir & Friðrik Stefánsson Tel. 00354 892 5530 E-mail: ragnheidur.bjorns@gmail.com Dæli Guesthouse Kristinn Rúnar Víglundsson Manager Tel: 0354 865 6074 l E-mail: daeli@daeli.is l w ww.daeli.is 531 Hvammstangi l Iceland Sigríð ur Ká radót tir FRAM KVÆM DAST JÓRI / MA NAG ER Borg armý ri 5, 5 50 Sa udár krók i, Ice land Tel: + 354 4 53 51 2 802 5 Fax: +354 453 5626 www .suta rinn. is gesta stofa @sut arinn .is :: s igga @sut arinn .is GISTING HESTALEIGAHESTAFERÐIR Elvar Einarsson & Fjóla Viktorsdóttir Syðra Skörðugil, 560 Varmahlíð, Iceland Tel: +354 893 8140 / +354 897 0611 info@sydraskordugil.is www.sydraskordugil.is HORSEBACK RIDING & ACCOMMODATION FYRIRTÆKI OG FERÐAÞJÓNUSTUAÐILAR tilboð á nafnspjaldaprenti H Ö N N U N P R E N T U N S K I L T A G E R Ð Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is H Ö N N U N P R E N T N S K I L T A G E R Ð Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Kvennakórinn Sóldís bauð upp á stórgóða tónleika á konudaginn í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði. Dagskráin bauð upp á fjölbreytt lagaval; klassísk óperu- kórverk, dægurlög og þjóðlög á ýmsum tungumálum. Að venju var svo boðið upp á dýrindis veisluhlaðborð í lokin. Ragnheiður Petra Óladóttir þreytti frumraun sína sem einsöngvari með kórnum. Kórinn er skipaður 53 konum úr Skagafirði og Austur-Húna- vatnssýslu og eru kórstjórinn, Helga Rós Indriðadóttir, og undirleikarinn, Rögnvaldur Val- bergsson, innfæddir Skagfirðingar. Á tónleikunum komu fram þrír einsöngvarar, þær Ólöf Ólafs- dóttir, Íris Olga Lúðvíksdóttir og Ragnheiður Petra Óladóttir, sem kom fram í fyrsta sinn sem slíkur í Skagafirði. Petrea tók þátt í Óperu- akademíu unga fólksins í Hörpu á síðasta ári og er óhætt að segja að frumraunin hafi tekist vel og voru undirtektir áhorfenda eftir því. Þær Ólöf og Íris Olga hafa áður sungið einsöng með kórnum og gera það einkar vel. Íris söng á ensku en Ólöf gerði gott betur og Áskell Heiðar ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna í Reykjavík 2018 Ný stjórn Landsmóts hestamanna, sem fram fer í Reykjavík 2018, hefur ráðið Áskel Heiðar Ásgeirsson framkvæmdastjóra mótsins. Áskell Heiðar hefur skipulagt fjölda viðburða hérlendis á undanförnum árum t.d. tónlistarhátíðina Bræðsluna, auk þess að stýra Landsmóti hestamanna sem fram fór á Hólum í Hjaltadal sl. sumar. Þá kennir hann einnig viðburðastjórnun og ferðamálafræði við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands. Mótið mun marka ákveðin tímamót í rekstri landsmóta, en þetta verður í fyrsta sinn sem Landssamband hestamannafélaga mun ekki sjá um mótið, heldur mun hestamannafélagið Fákur sjá alfarið um mótshaldið með dyggum stuðningi Reykjavíkurborgar líkt og á síðstu landsmótum sem haldin hafa verið í Reykjavík. Fákur hefur stofnað sérstakt félag, LM 2018 ehf. og skipað því sérstaka stjórn sem mun stýra skipu- lagningu mótsins. Búist er við miklum fjölda gesta á landsmótið sem fram fer fyrstu vikuna í júlí 2018 og að sögn Áskels Heiðars verður fyrsta verkefnið að undirbúa sölu á aðgöngumiðum og pökkum fyrir erlenda gesti þar sem hægt verður að kaupa gistingu með aðgöngumiðunum. Þá mun nú fara af stað vinna við að virkja þann mikla kraft sem býr í hestamönnum og koma af stað starfshópum sem taka að sér ákveðin verkefni í undirbúningi mótsins. „Landsmót er samvinnuverkefni þar sem mjög margir leggja hönd á plóg og hér í Reykjavík, eins og víða annars staðar, er til mikill mannauður og mikil þekking á svona mótahaldi, það verður mitt stærsta verkefni á næstu mánuðum að virkja þennan mannauð“ segir Áskell Heiðar. /Fréttatilkynning Stjórn Landsmóts hestamanna 2018 ásamt framkvæmdastjóra sem er lengst til vinstri á myndinni. MYND: LH Flottur kór með stórgóða tónleika. MYNDIR: PF Konudagstónleikar í Miðgarði Sungið af innlifun www.skagafjordur.is Samkvæmt 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt að fyrir liggur skipulagslýsing vegna gerðar deiliskipulags fyrir íþróttasvæðið við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Skagfirðingabraut að austan, Nöfum að vestan, Flæðum að norðan og skólalóð Árskóla að sunnan. Deiliskipulaginu er ætlað að skapa ramma um væntanlega breytingu á vallarsvæði íþróttasvæðisins þar sem m.a. er fyrirhugað að koma fyrir gervigrasvelli í stað núverandi grasvallar með afmarkadi girðingu og lýsingu á möstrum. Ofangreind skipulagslýsing liggur frammi til kynningar hjá skipulags- og byggingarfulltrúa og í afgreiðslu Ráðhúss Sveitarfélagsins Skagafjarðar að Skagfirðingabraut 17-21 á Sauðárkróki. Að auki er hægt að nálgast skipulagslýsinguna á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is Ábendingar við efni skipulagslýsingarinnar berist skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa eða á netfangið jobygg@skagafjordur.is fyrir miðvikudaginn 8. mars 2017. Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Skagafirði Íþróttasvæðið við Skagfirðinga- braut á Sauðárkróki Sauðárkróki 20. febrúar 2017 Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi. söng á swahili og að sjálfsögðu söng kórinn með. Húsfyllir var á tónleikunum og klöppuðu gestir hressilega fyrir hverju atriði og sérstaklega í lokin þegar kórinn var klappaður upp. Stórgóðir tónleikar hjá stórgóðum kór. Kórinn hélt tónleika í Blöndu- óskirkju í gær en svo er stefnan tekin á Hofsós í byrjun apríl. Þá tekur kórinn þátt í Sæluviku og í byrjun júní er ætlunin að fara í söngferð í Reykholt og á Hvamms- tanga. /PF

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.