Feykir


Feykir - 01.03.2017, Side 6

Feykir - 01.03.2017, Side 6
vera í lögreglunni eða vinna á stofnunum. Á sama tíma starfaði Þuríður þar sem sjúkraliði. „Þar kynntumst við sumarið 1980,“ rifja þau upp. Gísli segir frá hvernig þessi fyrstu kynni atvikuðust: „Það fyrsta sem ég heyrði af Þuríði var að hún hafði verið á næturvaktinni á Kleppi. Við komum síðan á morgunvaktina og þá hafði næturvaktin bakað svona ógurlega fína brúntertu og allir að lofa hana Þuríði fyrir að hafa hugsað svona vel um dagvaktina. Þegar sá fyrsti, læknirinn á deildinni, smakk- aði kökuna kom í ljós að hún var búin til úr kaffikorg og tannkremi. Þá fór ég nú að hafa áhuga á að kynnast henni betur,“ rifjar Gísli upp en tekur fram að hrekkirnir hafi síðar að mestu leyti elst af eiginkonunni. „Maður reynir að halda sig til hlés með það,“ skýtur Þuríður inn í. „En það veitti nú ekkert af, á þessari deild á þessum tíma, að reyna að létta andrúmsloftið. Þetta var erfið deild að vinna á,“ segir hún. „En þetta var alla vega eftir- minnilegt og afdríkaríkt.“ Þuríður segist hafa starfað sem sjúkraliði annað slagið eftir að þau fluttu norður. Fyrst vann hún part úr ári á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki en fór síðan í heimahjúkrun, þá aðallega í sveitinni en einnig á Króknum. Seinna vann hún nokkur ár á Dvalarheimilinu og segist ennþá fara öðru hvoru og leysa þar af um tíma, en ekki hafa verið fastráðin í nokkur ár. „Það hentar ekki alltaf að vera útivinnandi frá búskapnum, það eru tímabil sem er ekki þægilegt að vera bundinn annars staðar, t.d. vor og haust,“ útskýrir hún. Í Glaumbæ eru um 250 fjár í dag en var um 300 þegar mest var. Þuríður segist hafa mikla ánægju af búskapnum og kunna vel við víðáttuna sem fylgir sveitalífinu. „Það eru forréttindi að geta verið með búskap, mér finnst það mjög gefandi, það er að segja huglægt en ekki fjárhagslega,“ segir hún. „Svo erum við eins og aðrir Skagfirðingar, með nokkur hross til að bíta svo ekki fari allt í sinu og hreinsa hey sem þarf að koma frá. Annað slagið tökum við svo tryppi úr þessu og látum temja til heimabrúks,“ bætir Gísli við. Þuríður og Gísli eiga fjögur börn. Elstur er Gunnar, fæddur 1982. Hann er byggingar- iðnfræðingur, vinnur við smíð- ar um allan Skagafjörð og er búsettur heima í Glaumbæ. „Ég er fæddur hér í Skagafirði, á gamla sjúkrahúsinu sem er núna safnaðarheimili Sauðár- krókskirkju, skömmu áður en að nýja sjúkrahúsið var tekið í gagnið. Síðan var ég hér í Glaumbæ fyrstu átta árin og náði því að vera einn vetur í skóla í Varmahlíð, í Miðgarði sem þá var nýbyggður,“ segir Gísli, aðspurður um æskuárin. Móðir hans, Ragnheiður Margrét Ólafsdóttir, húsfreyja og safnvörður, var fædd árið 1915 í Reykjavík og ólst þar upp. Faðir hans, Gunnar Gíslason, prófastur í Glaumbæ, var fæddur 1914 á Seyðisfirði en ólst upp hjá afa sínum í VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Hvammi í Laxárdal, eftir að hann missti móður sína sex ára gamall. Gísli er yngstur sex systkina. Elsti bróðirinn, Stefán, bjó í Luxemborg en hann lést árið 1996 úr krabba- meini. Margrét býr í Hafnar- firði, Gunnar og Ólafur í Reykjavík og Arnór í Varma- hlíð. Foreldrar Gísla komu í Glaumbæ árið 1943 þegar Gunnar gerðist prestur þar. Hann var þingmaður á árunum 1959-1974 og því fór fjölskyldan að hafa vetursetu í Reykjavík. „Þau keyptu íbúð á Laugarnes- veginum og níu ára gamall fór ég í skóla fyrir sunnan og var síðan alla vetur í Reykjavík þangað til ég kom hér aftur að námi loknu,“ rifjar Gísli upp. Leiðin lá í Menntaskólann í Reykjavík og þaðan lauk Gísli stúdentsprófi árið 1977 og hóf svo guðfræðinám við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan vorið 1982. Hann vígðist til Glaumbæjarprestakalls 8. ágúst 1982 og á því 35 ára vígslu- afmæli í sumar. En lá alltaf beint við að fara í guðfræðina? „Nei, þegar ég varð stúdent var ég ekkert búinn að ákveða mig og var að pæla í ýmsu. Meðal annars var ég búinn að skoða dýralæknanám í Englandi. En síðan atvikaðist þetta þannig að ég innritaði mig í guðfræði- deildina um haustið og eftir það var ég ekkert að pæla í öðru.“ Þuríður er fædd á Húsavík árið 1958. Foreldrar hennar voru Þorbergur Kristjánsson og Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæ í Skagafirði, hefur alla ævi átt lögheimili sitt á staðnum og búið þar, utan vetrardvalar í Reykjavík þar sem hann gekk í skóla. Hann hefur miklar taugar til staðarins og á það ekki síður við um eiginkonu hans, Þuríði Kr. Þorbergsdóttur, sem kom þangað með honum þegar hann var vígður til prestakallsins fyrir bráðum 35 árum síðan. Blaðamaður Feykis brá sér í heimsókn í Glaumbæ þegar þau hjónin voru nýlega komin heim úr ferð til Taílands í tilefni af sextíu ára afmæli Gísla á dögunum. Gísli Gunnarsson og Þuríður Kristjana Þorbergsdóttir í Feykisviðtali „Okkur hefur liðið vel hér“ Guðfinna Árnadóttir sem bæði eru látin. Þuríður á þrjú syst- kini sem öll búa á heima- slóðum. Hún ólst upp á bænum Brúnahlíð í Aðaldal, gekk í skóla í sveitinni og síðar fram- haldsskóla á Húsavík. „Síðan fór ég í Lindagötuskóla í Reykjavík og þaðan í Sjúkra- liðaskóla Íslands, sem þá var, í Reykjavík,“ rifjar hún upp. Hún segist einnig hafa farið í Söngskóla Reykjavíkur, sér til ánægju, og stundað nám þar tvo vetur. Áður hafði hún fengið kennslu í orgelleik heima í sveitinni. Þar sem enginn aðgangur var að tón- listarskóla var það organistinn í sveitinni sem kenndi henni, að beiðni foreldra hennar. Kynntust á Kleppi Leiðir þeirra Þuríðar og Gísla lágu fyrst saman á Kleppi. Hluti af guðfræðinámi Gísla var að vinna eitt sumar á stað þar sem nemarnir kynntust öðrum hliðum á samfélaginu og var til að mynda hægt að velja um að Þuríður og Gísli við prestssetrið í Glaumbæ. MYNDIR: KSE 6 09/2017

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.