Feykir


Feykir - 16.08.2017, Síða 2

Feykir - 16.08.2017, Síða 2
Þá er sumarfríi Feykis lokið að sinni og vonandi allir glaðir að fá hann aftur í hendurnar. Undirritaður hafði það ágætt í fríinu og lofar að vera ferskur eitthvað fram á haust. Ýmislegt er hægt að gera í sumarfríinu á Íslandi án þess að troðast undir fótum erlendra ferðamanna og hægt er að finna mat og drykk sem ekki kostar hvítur úr augum þó fréttir hermi annað. Ég ætla að taka tvö dæmi: Frúin mín hefur gaman af að ganga á fjöll, (sem mér finnst vera tímaeyðsla ef ekki er verið að reka búsmala eða gera við girðingar), og náði hún að plata mig í eina slíka um verslunarmannahelgina. Við gengum í svokallaða Stórurð í Dyrfjöllum eystra í ágætis veðri. Þrjár gönguleiðir eru merktar, tvær sitthvoru megin Vatnsskarðs og ein hæst á skarðinu en þaðan gengum við. Einn bíll var austan megin, nokkrir vestan og einn á toppnum utan okkar. Það er styst frá því að segja að gönguleiðin er stórkostleg og upplifunin í Stórurðinni ólýsanleg og eftir á fór ég að velta fyrir mér af hverju við hefðum ekki mætt fleirum á leiðinni. Landið er jú að sökkva í ferðamönnum, heyrir maður. Ég kann enga skýringu á því en þarna vorum við ein á röltinu og mættum örfáum í sömu erindagjörðum og við og nutum náttúrunnar. Hitt dæmið snýr að verðlagningu veitinga. Margar sögur hafa farið af ótrúlegu verðlagi á veitingastöðum víðs vegar um landið. Ég sá t.d. á fésbókinni að lítrinn af sódavatni kosti kr. 780 í þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum og dáist einlæglega að þeirri markaðssetningu. Ég fór hins vegar út á Reyki á Reykjaströnd fyrr í sumar en þar er rekið lítið kaffihús við Grettislaugina. Þar var hægt að fá súpu og brauð á 500 kall. Mæli með því! Páll Friðriksson LEIÐARI Af fjallgöngu og súpu Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Skipið stórkostlegt Drangey SK-2 á heimleið Hinn nýi togari FISK Seafood, Drangey SK-2, er á heimleið frá Tyrklandi þaðan sem skipið var smíðað en von er á því til Sauðárkróks í lok vikunnar. Heimförin hófst föstudaginn 4. ágúst en áætlaður siglingartími í Skagafjörðinn er um hálfur mánuður. Á laugardaginn verður skipinu formlega gefið nafn og í kjölfarið opið gestum til sýnis. Drangey er 62,5 metra langt skip og 13,5 metra breitt með nýstárlegt skrokklag og stórt og áberandi perustefni sem á að tryggja betri siglingareiginleika, meiri stöðugleika og aukna hagkvæmi. Snorri Snorrason, skipstjóri, var mjög sáttur við skipið og ferðalagið heim er Feyki hafði samband við hann í gær. „Það hefur gengið svakalega vel. Við erum vestur af Írlandi í blíðskaparveðri, sem betur fer ekki mikil sól bara milt og gott veður,“ segir hann en annað var uppi á teningnum í Mið- jarðarhafinu. Þar segir Snorri hitann hafa mest farið í 37 gráður og hvergi hægt að vera nema þá helst í brúnni þar sem tvö kælibúnt eru staðsett. Þar undir var bærilegt að vera í skjóli fyrir sól og hita. Snorri segir skipið stórkostlegt á allan hátt og ekkert sem komi á óvart þar sem hann var búinn að sigla með Björgúlfi EA, systurskipi Drangeyjar. „Skipin eru bara glæsileg og algjörlega frábær í sjó. Ekki hefur reynt mikið á það núna hjá okkur, fengum 14, 15 metra beint á nefið og urðum eiginlega ekkert varir við það.“ Snorri segir að nokkur gustur hafi komið á Björgúlf þegar hann var þar, bæði á nefið og á hlið en skipið hefði ekki haggast. Í síðustu viku lönduðu 30 bátar rúmum 60 tonnum á Skagaströnd, á Hofsósi var landað tæpum 50 tonnum úr fjórum bátum og á Hvammstanga landaði einn bátur tæplega 14 tonnum. Til Sauðárkróks bárust rúm 182 tonn og voru það 10 skip og bátar sem lönduðu þeim afla. Heildarafli vikunnar á Norðurlandi vestra var 306.282 kíló. /FE Aflatölur 6. ágúst – 12. ágúst 2017 á Norðurlandi vestra 306 tonn á land í nýliðinni viku SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Már HU 545 Handfæri 1.387 Ólafur Magnússon HU 54 Handfæri 472 Svalur HU 124 Handfæri 1.507 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 1.161 Sæunn HU 30 Handfæri 2.371 Tara SK 25 Handfæri 787 Víðir EA 423 Handfæri 2.386 Alls á Skagaströnd 60.386 SAUÐÁRKRÓKUR Bryndís SK 8 Handfæri 151 Fannar SK 11 Handfæri 2.607 Gammur SK 12 Þorskfisknet 1.033 Gjávík SK 20 Handfæri 825 Helga Guðmundsdóttir SK 23 Handfæri 641 Málmey SK 1 Botnvarpa 174.146 Már SK 90 Handfæri 518 Óskar SK 13 Handfæri 493 Vinur SK 22 Handfæri 1.043 Ösp SK 135 Handfæri 821 Alls á Sauðárkróki 182.278 HOFSÓS Ásmundur SK 123 Landbeitt lína 7.481 Leiftur SK 136 Handfæri 458 Þorgrímur SK 27 Landbeitt lína 4.047 Þorleifur EA 88 Dragnót 37.813 Alls á Hofsósi 49.799 HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Lína 13.819 Alls á Hvammstanga 13.819 SKAGASTRÖND Auður HU 94 Handfæri 2.449 Beggi á Varmalæk HU 219 Handfæri 463 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 2.257 Blíðfari HU 52 Handfæri 2.294 Blær HU 77 Landbeitt lína 659 Bogga í Vík HU 52 Handfæri 2.366 Daðey GK 777 Línutrekt 8.473 Dagrún HU 121 Þorskfisknet 1.597 Dísa HU 91 Handfæri 2.280 Elín ÞH 82 Handfæri 2.346 Garpur HU 58 Handfæri 810 Geiri HU 69 Handfæri 2.313 Greifinn SK 19 Handfæri 1.547 Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 2.353 Gyðjan HU 44 Handfæri 1.603 Hafdís HU 85 Handfæri 2.348 Hafey SK 10 Handfæri 810 Húni HU 62 Handfæri 2.359 Jenný HU 40 Handfæri 2.336 Kambur HU 24 Handfæri 2.418 Kópur HU 118 Handfæri 2.129 Kristín SK 77 Handfæri 1.771 Maggi Jóns HU 70 Handfæri 2.334 Drangeyjan er með nýstárlegt skrokklag og stórt og áberandi perustefni sem á að tryggja betri siglingareiginleika, meiri stöðugleika og aukna hagkvæmi. Mynd: Fisk.is Peran á stefni skipsins gerir það að verkum að betra þykir að sigla á móti í slæmum veðrum og heggur ekki eins og önnur skip gjarna gera heldur líður meira í gegnum öldurnar. Telur Snorri þetta lag komið til með að vera á skipum til framtíðar. Snorri segir bjart framundan og segist ekki eiga nógu sterk lýsingarorð yfir það hvað hann hlakkar mikið til að byrja að vinna á skipinu. /PF Norðurland vestra Ókeypis námsgögn Nú hafa stærstu sveitar- félögin á Norðurlandi vestra ákveðið að skólar þeirra leggi nemendum sínum til námsgögn, þeim að kostn- aðarlausu. Þetta eru Sveit- arfélagið Skagafjörður, Blönduósbær og Húnaþing vestra. Þar með bætast þessi sveitar- félög í hóp fjölmargra annarra á landinu sem þetta hafa ákveðið. Áfram þurfa nem- endur hins vegar að útvega sér skólatösku, sund- og íþrótta- fatnað ásamt ritföngum til afnota heima fyrir. Búast má við að fleiri sveitar- félög á Norðurlandi vestra stökkvi á lestina að sumar- fríum sveitarstjórnarfólks loknum og málið tekið fyrir í nefndum og ráðum. /PF 2 30/2017

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.