Feykir


Feykir - 16.08.2017, Page 4

Feykir - 16.08.2017, Page 4
AÐSENT :: Rúnar Kristjánsson frá Skagaströnd Sett á blað á sumri miðju Ekki er alltaf mestrar blessunar að leita fyrir mannshugann þar sem mannlífsröstin streymir stífast fram. Eitt sinn fæddist hjá mér lítil vísa um það efni: Langi þig í lífvæn grös svo líði úr huga þreyta. Fjarri hinni óðu ös áttu þeirra að leita! Í Feyki fyrir nokkru gaf að líta frétt um aldarafmæli Sigurpáls Árnasonar frá Lundi, varð það tilefni eftirfarandi vísu: Greindur eins og gamli Njáll, gjörhugull og vel forsjáll, heldur veginn hugarþjáll hundrað ára Sigurpáll! Einn kunningi minn hefur það oft á orði að hann muni ekki neitt. Eitt sinn orti ég því um hann þessa vísu: Ef að honum glöggt við gætum, greina frekast má það eitt. Líkur er hann Lótosætum, langar ekki að muna neitt! Sérhver hugur leitar svara við gátum lífsins. Eitt sinn kom eftirfarandi vísa í huga minn er ég var að hugleiða þær: Manns á vegi er margt að furða meðan líf við augum skín. Einhvers staðar handan hurða helstu svörin bíða mín. Ungur drengur kom til liðs í vinnunni. Vildi hann vita hvort ég gæti gert vísu um hann, hún kom og var á þessa leið: Haltu lífs um veginn vökull, varastu að sigla í strand. Vertu annar Auðunn skökull, einn af þeim sem nema land. Náungi einn sem telur það sér nánast skylt að níða kristin- dóminn, hitti mig eitt sinn og sagði við mig, “Af hverju hefur þú aldrei gert vísu um mig?“ Ég sagði að það væru svo lítil efni til þess. Ekki vildi hann fallast á það. Ég sagðist geta ort um hann vísu en hann yrði þá að vera maður til að taka henni. Hann hélt að það yrði ekki mikið mál. Þá kvað ég til hans: Fátt má yrkja um ævi þína, öll er hún sem gönuskeið. Þegar Kristur kallar sína klárlega ferðu aðra leið! Hann varð fúll og fór án þess að kveðja, en fékk þá eftirfarandi vísu í veganesti: Nokkra þá á ferð ég finn sem fullkomlega reynt er að hafa fyrir siðinn sinn að sverta allt sem hreint er! Eitt sinn kom ég á Vélaverkstæði Skagastrandar og orti um það sem við augum blasti: Gísli, Ari, Óli og Hjörtur, iðnir hluti smíða og laga. Hoppa eins og halakörtur hér um salinn flesta dag! Myndir náttúrunnar kalla alltaf fram ýmis hughrif hjá okkur mönnunum: Frjálsir svanir syngja best, sjást þar gera á tjörnum. Eins er frelsið unun mest öllum landsins börnum. Alltaf skiptir það höfuðmáli í lífinu að reyna að vera sann- leikans megin og sjálfum sér samkvæmur. Andstæða þess veldur mörgu mannlífsbölinu: Ljótur siður lygin er, lýsir ferli bresta. En það að ljúga að sjálfum sér samt er lygin mesta! Margir troða veg sem þeir vildu áreiðanlega ekki ganga ef þeim væri sjálfrátt: Falla margir frá lögum, fæstu vilja hlýða. Guðsbörn eru í álögum út um heiminn víða. Þar með læt ég kveðskap lokið að sinni. Ritað 15. júlí 2017. Rúnar Kristjánsson M I N N I N G „Undarleg ósköp að deyja/ Liggja með luktar varir... “ sagði skáldið Hannes Pétursson. Eftirlifendur fá eins og snöggt högg á hjartastað. Og síðan langa eftirsjá, blandaða hugljúfum minningum og gleði samverustunda. Tilfinningum nærverunnar og ógleymanlegum atvikum. Þökkum fyrir að hafa lifað þær stundir og fá að geyma þá þökk með sér ævilangt. Þeir sem lengi lifa þurfa marga að kveðja og syrgja. Stundum einnig þökk fyrir að dauðinn bindur oft enda á kvalafulla líðan, sár- sjúkra gamalmenna, sem þrá hvíldina. Þannig er mér innanbrjósts nú, þegar ég kveð Guðmund bróður minn hinstu kveðju. Þessi forkunnar- duglegi og úrræðagóði maður, sem vildi allra vanda leysa, var orðinn 91 árs gamall og út- keyrður í orðsins fyllstu merkingu. Bílstjóri alla sína löngu starfsævi frá ungum aldri. Bæði við alls konar malar- vinnu, eða vöruflutninga landshorna á milli á öllum tímum árs, við marg- breytilegt veður og færð íslenskrar náttúru. Í póstflutningi um krókastigu sveitanna, og sem lögregla á lífshættu- legum hraðakstri að koma blæðandi einstaklingum undir læknishendur, eða læknum til sjúklings í svipaðri aðstöðu. Og svona mætti áfram telja, afreks- verkin á sviði bílstjórnar Munda frá Tungu, áfalla og slysalaust alla tíð, því aldrei brást leiknin og öryggið við stýrið. Og seinna á ævinni, þegar lang- ferðum lauk, undi hann sér best við að gera upp gömlu bílana og dráttar- vélarnar. Pússa þær og gljáfægja, skrúfu fyrir skrúfu, leiðslur og fleti, lakka og strjúka mjúklega eins og kembdum gæðingi. Þar til allt fór í gang og lofaði meistarann. Og hann Mundi bróðir strauk líka mjúklega hrossunum sínum og kindunum, sem hann átti lengst af. Fáar en afburða vel með farnar. Eins voru 2-3 hestar í hólfi, sem komu kumrandi móti húsbónda sínum þegar hann nálgaðist. Þessi tengsl við sveitina og náttúruna, þó atvinna og búseta væri bundin kaupstaðnum og mölinni, var hans lífsfylling og gleði, bæði fyrr og síðar á æviferlinum. Því að þó hann væri mannblendinn og félagslyndur, hefði gaman af spjalli við góða vini og félaga og tæki virkan þátt í þeirra sam- félagsstörfum. Þá kunni hann best við sig að geta skroppið eða dvalið úti á Ströndinni og tekið þar á móti kærkomnum heimsóknum, með sínu glaða brosi og innileik. En hann Mundi var aldrei einn um það að taka brosandi á móti gestum með rausn og glæsileik. Hans góða eiginkona, Erna Ingólfsdóttir, var hans stoð og stytta langa sambúð og farsæla. Þau eignuðust sína þrjá velgerðu og elskulegu syni, sem allir eru vel virkir í sínu samfélagi. Einnig börn þeirra og fjölskyldur. Erna dó þann 27. desember 2013. Síðan hefur Mundi verið eins og flak úr brotnum bát að velkjast á öldum innfjarðar þar til seinasta báran skilar brakinu á fjörur eilífð- arinnar. Heyrnin var farin að mestu og hindr- aði eðlileg samskipti tjáningar, nema í ein- rúmi með augna og varalestri til glöggvunar. Fæturnir búnir að missa mátt og hjartadælan löskuð. Eftir var aðeins sterkur vilji og sjálfs- bjargarstolt hugrakks og margstælts einstaklings, sem vildi standa á eigin fótum og gerði það, jafnvel lengur en stætt var. En hann fékk að halda óbrenglaðri hugsun og athyglisgáfu til hinstu stundar, sem segja má að gefið hafi líkn með þraut, til dæmis við lestur, sem hann alltaf naut allt til enda. Og til að skreppa niður í gamla bílskúrinn sinn, sem hann sleppti ekki eignarhaldi á, en gerði hálfan að kaffistofu seinni árin og tók þar á móti gömlum vinum í kaffispjall, jafnframt því að nota hinn helminginn gólfplássins við grúsk í viðhaldi gam- alla tækja. Og finna sig heima á eigin gólfi, frjálsan mann. Því síðustu 3½ ár, síðan Erna dó, hefur hann átt sinn svefnstað og heimahjálp á dvalardeild aldraðra, D. 6 Heilbrigðisstofnun Skag- firðinga Sauðárkróki, þar hefur hann notið þjónustu og nærveru góðra lækna, hjúkrunarkvenna, og annars starfsfólks. Þökk sé öllu því góða fólki fyrir persónulega og faglega umönnun allan þennan tíma. En hugur míns góða bróður, flutti aldrei sitt heimilisfang þangað, þó hylkið vistaðist á D. 6. Þökk sé frelsi hugans og líkn dauðans að loknu hlutverki hérna megin. Við, skyldmenni og vinir, söknum vinar í stað en geymum og þökkum langa samfylgd og kæra. Blessuð sé minning hans. Guja systir. Guðmundur Helgason Fæddur 30. júní 1926 – Dáinn 25. júlí 2017 H Ö N N U N P R E N T U N S K I L T A G E R Ð Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is ...ef þú þarft að fá prentað 4 30/2017

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.