Feykir


Feykir - 16.08.2017, Blaðsíða 5

Feykir - 16.08.2017, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Syntu Drangeyjarsund Skagfirðingar prúðastir Afrekskonur í kuldabaði Unglingalandsmót Sjósundskonurnar Harpa Hrund Berndsen og Sigrún Þuríður Geirsdóttir syntu, sl. sunnudag, um 7 km leið frá Drangey að Reykjum án þess að klæða kuldann af sér, en hitastig sjávar var á bilinu 9,5 - 10,5 gráður. Þær lögðu af stað frá Drangey kl. 8:20 um morgun- inn í þriggja stiga hita og þó nokkrum öldum, umkringdar hvölum sem sýndu listir sýnar. Fljótlega lægði þó og hlýnaði og gekk sundið mjög vel að sögn Jóhannesar Jónssonar sem fylgdist með þeim stúlkum. Sigrún Þuríður og Harpa Hrund eru ekki ókunnar sjósundi en Sigrún synti yfir Ermarsundið 2015 og báðar hafa þær synt boðsund þar yfir. Sigrún Þuríður er fimmta konan til að synda Drang- eyjarsund en sundtími hennar var 3 klst. og 29 mín. og Harpa Hrund er sú sjötta en tími hennar var 4 klst. og 15 mín. Björgunarsveitirnar á Sauðár- króki og Hofsósi fylgdu þeim yfir. /PF Unglingalandsmót UMFÍ var haldið um verslunarmanna- helgina í blíðskaparveðri á Egilsstöðum. Eins og lög gera ráð fyrir mættu um eitt þúsund ungmenni, með gleði í hjarta og vott af keppnisskapi, til leiks í fjölmörgum íþróttagreinum. Mótið var vel heppnað og mótshöldurum til mikils sóma. Við hefðbundin mótsslit gengu fulltrúar UÍA sem komið hafa að Unglingalandsmótinu fram á völlinn og þökkuðu mótsgestir fyrir sig. Á heimasíðu UMFÍ segir að mótið hafi tekist mjög vel á allan hátt, keppendur og mótsgestir hafi verið til Skagfirðingunum gekk vel HM íslenska hestsins Heimsmeistaramóti íslenska hestsins, sem fram fór í Oirschot í Hollandi, lauk sl. sunnudag. Þrír Skagfirðingar voru meðal keppenda, þeir Finnbogi Bjarnason, Þórarinn Eymundsson og Jóhann R. Skúlason og náðu þeir afbragðs árangri. Finnbogi var á sínu fyrsta Heimsmeistaramóti og keppti í tölti í ungmennaflokki á Randalín frá Efri-Rauðalæk og lönduðu þau 4. sætinu. Þórarinn er margreyndur knapi á stórmótum og náðu þeir Narri frá Vestri- Leirárgörðum silfurverð- launum í fimmgangi með 7,26 í einkunn, þremur kommum á eftir Frauke Schenzel og Gusti vom Kronshof sem sigruðu með 7,29. Jóhann, sem er margfaldur heimsmeistari í tölti, varð að sætta sig við annað sætið að þessu sinni á Finnboga frá Minni-Reykjum (8,33). Þar var það Jakob Svavar Sigurðsson á Gloríu frá Skúfslæk sem hafði betur og sigraði með einkunnina 8,94./PF Sigrún Þuríður og Harpa Hrund eftir afrek sunnudagsins. Mynd: Jóhannes Jónsson. Thelma Knútsdóttir með Fyrirmyndarbikarinn. Mynd: PF. Finnbogi Bjarnason og Eymundur Þórarinsson úr hestamannafélaginu Skagfirðingi. Mynd af FB Skagfirðings. Söfnun til styrktar Jökli Mána Fæddist sjö vikum fyrir tímann Þann 14. júlí sl. fæddist unga parinu Nökkva Má Víðissyni frá Kjarvalsstöðum í Hjaltadal og Önnu Baldvinu Vagns- dóttur frá Minni-Ökrum í Blönduhlíð sonur. Við fæðingu var dreng- urinn aðeins 1688 grömm eða tæplega sjö merkur, enda fæddur sjö vikum fyrir tímann. Barnið var tekið með bráðakeisaraskurði þar sem hreyfingar þess höfðu minnkað og það hætt að stækka auk þess sem lítið legvatn var eftir. Að fæðingunni lokinni tjáði barnalæknir þeim að þar hefði hver mínúta skipt máli og hefði verið beðið mikið lengur hefðu lífslíkur barnsins verið litlar. Drengurinn, sem hefur hlotið nafnið Jökull Máni, er með Downs heilkenni en er auk þess með hjartagalla og þarf hann því að fara til Svíþjóðar í hjartaaðgerð. Tvær vinkonur þeirra Nökkva Más og Önnu Bald- vinu, þær Anna Guðrún Guðjónsdóttir og Sonja Finns- dóttir, hafa nú hrundið af stað söfnun fyrir fjölskylduna auk þess að stofna Facebooksíðuna Styrktarsíða Jökuls Mána. Reikningsnúmerið er 0115-05- 063111 og er á nafni Önnu Baldvinu, kennitala 270198- 3179. Þá hefur Þreksport Við óskum íbúum Á NORÐURLANDI VESTRA SKEMMTUNAR Á SVEITASÆLU Borgarmýri 1, 550 Sauðárkróki - Sími 453 5433 Sími 480 0400 www.jotunn.is Sauðárkróki Blönduósi Hvammstanga Sími 455 9200 www.tengillehf.is Eyrarvegi 20, 550 Sauðárkróki Sími 455 4500 www.ks.is Hesteyri 2, 550 Sauðárkróki Sími 455 4570 www.ks.is Bifreiðaverkstæði fyrirmyndar. Frábær stemning var hjá öllum fjölskyldum á tjaldstæðum og voru götur bæjarins skínandi hreinar alla mótahelgina. Fyrirmyndar- bikarinn svokallaða fékk Ungmennasamband Skaga- fjarðar að þessu sinni. Bikarinn hlýtur sá sambandsaðili sem sýnt hefur góða umgengni á keppnisstöðum og tjaldsvæði, háttvísi og prúða framgöngu á meðan Unglingalandsmóti UMFÍ stendur. /PF ákveðið að gefa 1.000 krónur af hverju seldu líkamsræktarkorti út ágústmánuð til styrktar þeim. Á laugardaginn kemur, þann 19. ágúst, ætlar svo Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir að hlaupa styrktarhlaup, 10 km leið frá Kálfsstöðum í Hjaltadal og fram að Reykjum. Hún hvetur alla til að vera með og leggja málefninu lið. Hverjum og einum er frjálst að velja þá vegalengd sem hann hleypur og einnig þá upphæð sem hann lætur af hendi rakna. Nánari upplýsingar um hlaupið má nálgast á Facebooksíðunni Styrktarhlaup. /FE 30/2017 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.