Feykir


Feykir - 16.08.2017, Blaðsíða 9

Feykir - 16.08.2017, Blaðsíða 9
„Allir hafa gaman af að veiða“ Yngvi Jósef Yngvason, rafvirki, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður á Sauðárkrókur er einn af smábátaeigendunum við höfnina. Báturinn hans er af tegundinni Pioner Multi og er plastbátur sem steyptur er í heilu lagi í stálmóti sem er bakað í risastórum ofni. Yngvi lýsir því þannig að plastkúlum sé dælt í stálmótið sem snýst í hringi. Plastið bráðnar og leitar í yfirborð stálmótsins vegna miðflóttaaflsins. -Báturinn hentar til margvís- legra verka, það er hægt að opna hann að framan sem gerir hann að spennandi kosti eins og til að kafa, svo höfum við í siglingaklúbbnum boðið fólki sem bundið er við hjólastól í bátsferð, segir Yngvi Hvernig kom það til að þú eign- aðist bátinn? -Ég átti gúmmíbát og langaði í stærri bát sem myndi henta mér og mínum áhugamálum betur og eftir miklar pælingar þá ákvað ég að skella mér á hann. Hefur nafnið á bátnum ein- hverja sérstaka skírskotun? -Hann ber nú bara ekkert nafn blessaður, en það er aldrei að vita nema maður skíri hann einhvern tímann. Hefur sjómennskan fylgt þér lengi? -Nei, ég get nú ekki sagt það. Þegar ég byrjaði í björg- unarsvei, er ég bjó í Hafnarfirði og lærði að kafa, þá kviknaði áhuginn á sjónum og bátum. Hvenær er best að veiða? -Frá vori fram á haust, þegar veður er gott, þó þú veiðir ekkert eða lítið, er alltaf gaman á sjó. Hvað verður um aflann? -Hann er bara verkaður og frystur og svo er ég líka að þurrka í harð- fisk og stundum fiskbollur þegar tengdó er í stuði. Er fjölskyldan með í útgerð- inni? -Já, ef veðrið er extra gott þá hafa allir gaman af að veiða. Tengdapabbi og pabbi þegar hann er í heimsókn hafa verið duglegastir að koma með. Syni mínum finnst gaman að veiða og ennþá skemmtilegra að sigla. Hefur komið babb í bátinn? -Það var í fyrrasumar að Kári Björn bauð mér með sér í lundaveiði í Drangey. Við lögðum af stað um kvöldið og var frekar leiðinlegt í sjóinn. Kári hafði ákveðið að taka litla gúmmíbátinn með og ætluð- um við að festa bátinn minn við ból og róa svo á litlu tuðrunni í eyjuna. Festum við gúmmíbátinn kirfilega framan á bátinn. Þegar við svo nálg- umst eyjuna þá skyndilega er eins og báturinn sé einhvern veginn að koðna niður, hljóðið í mótornum breytist og bát- urinn fyllist af sjó. Við litum snöggt hvor á annan og eins og við hefðum lesið hugsanir hvors annars. Hentist Kári fram í stefni og lagðist yfir gúmmíbátinn og sá þá að lúgan hafði opnast. Ölduhæð var þó nokkur og þurfti ég að halda bátnum upp í ölduna og opna tveggja tommu loka svo sjór- inn rynni aftur úr honum meðan Kári var hálfur á kafi frammi í stefni að reyna að sæta lagi og loka landgöngu- lúgunni. En allt tókst þetta og vorum við félagar vel búnir ef þetta ævintýri hefði endað á versta veg Ps. Kári veiddi ágætlega. Feðgarnir Yngvi og Kristófer á fleygiferð. MYND: PF ( ÞARNA SIGLIR EINHVER INN ) palli@feykir.is Yngvi Jósef Yngvason / rafvirki, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður á Sauðárkróki ( ÁSKORENDAPENNINN ) palli@feykir.is Kolli. MYND: Hjalti Árna 30/2017 9 Hvers vegna er margt í okkar daglega lífi orðið svo ótrúlegt? Getur einhver sagt mér það? Ég varpa þessu fram hér því í daglegu tali margra, eru orðin ótrúlegt og ótrúleg/ur mjög mikið notuð. Ofnotuð. Í umfjöllun um nánast hvaðeina. Manneskja sem vinnur vel, jafnvel til verðlauna er talin ótrúleg og afrekið hennar einnig. Er ekki bara trúlegt að verðlaunin séu verðskulduð, því æfingin skapar meistarann? Einhver segir mér sögu af einhverju mögnuðu, hverju sem er, flestu ótrúlegu að hans sögn. Trúlegt? Vinur minn sagði mér að vinur hans hefði sagt sér alveg ótrúlega lygilega sögu. Er ekki bara trúlegt að þessi vinur hans sé lyginn, jafnvel hraðlyginn og því sé sagan hans lygi frá upphafi til enda, jafnvel haugalygi. Veit ekki. Fleira ótrúlegt mætti tína til. Hvað sem einum kann að þykja eitthvað vera ótrúlegt, kann öðrum þykja hið sama trúlegt. Annað. Að meiðast. Ég hef meitt mig, oft. Og ég get fullyrt að ég hef aldrei meitt mig vel eða illa. Aðeins lítið eða eitthvað meira. Ef einhver veit hvar mörk þess að meiða sig vel eða illa liggja, má hinn sami láta mig vita af því. Ef fingur brotnar, er þá sá sem hann á, vel brotinn en ef handleggur brotnar á sama einstaklingi, er hann þá illa brotinn? Veit ekki. Veit bara að brot er brot. Síðan hvenær fór fótboltavöllurinn að hallast? Skyldi vera sami halli á þeim öllum? Menn eru alveg hættir að hlaupa fram og aftur völlinn, heldur hlaupa þeir hann upp og niður! Ég var vanur að skokka láréttan völlinn en rölta upp á hólinn og aftur niður. Ótrúlegt. Og það er mér ofarlega í huga, við eigum gnótt góðra orða. Að lokum. Eitt er þó alveg ótrúlegt og ber ég ekki neina ábyrgð þar á, og það er að ég, skuli enn af ótrúlega mörgum, vera kallaður Leifur og Leifur kallaður Kolli. Aldeilis vita hreint ótrúlegt. - - - - - - Ég skora á nágranna minn, hana Laufeyju Haraldsdóttur að koma með næsta pistil. Kolbeinn Konráðsson frá Frostastöðum Alveg ótrúlegt

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.