Feykir


Feykir - 16.08.2017, Qupperneq 10

Feykir - 16.08.2017, Qupperneq 10
Kláraði peysufötin fyrir fimmtugsafmælið Handavinnukonan Hlíf Sumarrós Hreinsdóttir á Sauðárkróki ætlar að segja okkur frá einhverju broti af handavinnunni sinni í þættinum að þessu sinni. Hún hefur verið afkastamikil handverkskona, allt frá því hún prjónaði fyrsta skylduverkið sitt í barnaskóla og um fermingu tók hún þá ákvörðun að sauma á sig íslenskan búning fyrir fimmtugt. Hún stóð við það og sjáum við afraksturinn á einni myndanna sem fylgja. Hve lengi hefur þú stundað hannyrðir? -Ég er búin að vera með handavinnu í höndunum má segja síðan ég var um sjö til átta ára gömul. Í minningunni er fyrsta handverkið mitt gulur dúkur með áteiknuðu blóma- mynstri. Þennan dúk gaf mág- kona föður míns mér og kenndi mér að sauma lykkju- spor og aftursting. Fyrsta prjónaverkið mitt er blár bangsi sem var skylduverk í skólanum. Hvaða handavinnu þykir þér skemmtilegast að vinna? -Mér finnst í rauninni gaman að allri handavinnu, skiptir engu hvort það er prjón, hekl, útsaumur og eða saumaskapur í vél, bútasaumur sem ég er svo til nýbyrjuð í og finnst mjög skemmtilegur. Ég fer á búta- saumshelgi á Löngumýri á haustin og prjónahelgi á vorin. Ég lærði að gimba eftir að ég flutti hingað á Krók- inn, það er mjög gaman og ég hef gert þannig teppi handa barnabörnunum mínum. Mig hefur alltaf langað til að læra á prjónavél. Hverju ertu að vinna að um þessar mundir? Ég er með nokkur ábyrjuð stykki í vinnslu núna. Tók að mér útsaum fyrir móður mína, er að prjóna skírnagjöf á eina litla frænku og galla á ömmu- barnið mitt. Svo fékk ég skilaboð frá vinkonu dóttur minnar í Bretlandi um að ég mætti fara að fitja upp, það væri ein lítil á leiðinni. Ég hef áður prjónað fyrir hana því dóttur mína langaði svo til að gefa henni eitthvað sem ég gerði. Hvaða handverk sem þú hefur gert ert þú ánægðust með? -Ég er ánægðust með peysuföt sem ég saumaði mér fyrir tveimur árum síðan. Það er dálítil saga á bakvið það. Þegar ég var að alast upp átti móðir mín kökubauk sem á voru myndir af konum í alls konar fínum fötum; upphlut, peysufötum, og öllum hinum búningunum sem konur klæddust hér áður fyrr. Ég hugsaði alltaf þegar ég sá þennan bauk að svona búning langaði mig til að eignast. Um fermingaraldur tók ég þá ákvörðun að einhvers konar búning skyldi ég eignast fyrir fimmtugsafmæli mitt. Það tókst, ég fór á námskeið hjá Hildi Rosenker í Annríki haustið 2014 og kláraði tveimur dögum fyrir afmælið, 3. maí 2015. Hlíf skorar á Ástu Ólöfu Jónsdóttur að taka við prjónunum. ( HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM ) frida@feykir.is Hlíf Sumarrós Hreinsdóttir / Sauðárkróki Peysufötin, æskudraumurinn sem blundaði í Hlíf að eignast fyrir fimmtugt. Bosnískir inniskór sem gaman var að prjóna. Gimbað teppi sem barnabarnið fékk. Eitt af fyrstu bútasaumsstykkjunum. 10 30/2017 Jón Daníel Jónsson / greiða Færi með Öldu sína á Iron Maiden tónleika ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Kokkur er nefndur Jón Daníel Jónsson og galdrar hann fram mat á Drangey Restaurant og undir nafni Grettistaks, ýmist á Króknum, Austantjalds eða bara þar sem pottarnir kalla nafn hans. Jón Dan er fæddur 1968 og er frá Stóra Búrfelli í Svínavatnshreppi. „Mamma heitir Anna Gísladóttir og býr á Króknum,“ segir kappinn eldhress. Jón Dan segist hafa unnið fá eða jafnvel ekki nein tónlistarafrek á sínu lífsskeiði en hann segist þó spila á greiðu. Umsjónarmaður Tón-lystarinnar þykist engu að síður vita að hann hafi talsvert gaman af tónlist og hefur jafnvel heyrt því fleygt að hann hafi verið í hljómsveit með núverandi ritstjóra Feykis – en sennilega bara í einn dag. Jón fékk sendan spurningalista Tón-lystar- innar og var hann eldsnöggur að svara og notaði til þess tiltölulega fá orð. Uppáhalds tónlistartímabil? Árin 1970-1980. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Alla vegana. Hver var fyrsta platan/diskurinn/ kasettan/niðurhalið sem þú keypt- ir þér? Discovery með Electric Light Orchestra. Hvaða græjur varstu þá með? Græjurnar hennar mömmu. Hvert var fyrsta lagið sem þú manst eftir að hafa fílað í botn? Bad Bad Boy með Nazareth. Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? Mörg. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Bon Jovi. Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Tom Waits. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Hvert sem er á tónleika með Iron Maiden og ég tæki hana Öldu mína með. Hvað músík var helst blastað í bílnum þegar þú varst nýkominn með bílpróf? Allt sem var í útvarpinu og mixaðar kassettur með góðum metal. Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? Prince, Dio, Led Zeppelin og fleiri. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Number of the Beast með Iron Maiden. toppurinn á Playlistanum: '39 QUEEN Fuck my Pumps AMY WINEHOUSE Every Inch of You DARKNESS You Don’t Have to be Strong MR. BIG Either Way CHRIS STAPLETON Hold On TOM WAITS Jón Dan, hér með víkingasverð – ekki greiðu. MYND: GJ

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.