Feykir


Feykir - 11.10.2017, Síða 3

Feykir - 11.10.2017, Síða 3
Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is Kynningarfundur um Framkvæmda- sjóð ferðamannastaða Bændadagar án bænda Ferðamálastofa og SSNV Sauðfjárbændur mótmæla Ferðamálastofa og SSNV standa sameiginlega að tveimur kynningarfundum um Framkvæmda- sjóð ferðamannastaða þriðjudaginn 17. október. Fyrri fundurinn verður haldinn á Hótel Laugar- bakka kl. 10:30 – 12:00 og sá seinni á Hótel Varmahlíð kl. 14:00 – 15:30 Starfsmenn Ferðamálastofu munu m.a. fara yfir breytingar á sjóðnum vegna breyttra laga og reglugerðar, hverskonar verkefni eru styrkhæf í sjóðinn og hver ekki. Þá verður gæðamat sjóðs- ins og nýtt gæðamatsblað skoðað, umsóknarferli og umsóknareyðublað sjóðsins. Að síðustu verður sagt frá því hvernig sótt er um sjóðinn. Í tilkynningu frá SSNV eru einkaaðilar, starfsmenn sveitarfélaga og sveitastjórnarfólk sérstaklega hvatt til þess að mæta. „Þá viljum við nota tækifærið og benda fólki á áð taka frá mánudaginn 13. nóvember nk. (kl. 13-16) en þá ætlum við að blása til næsta Ferðamáladags á Norðurlandi vestra með fróðlegum erindum úr heimi ferðaþjónustunnar og fjörugum umræðum. Staðsetning og dagskrá verða tilkynnt á næstu dögum,“ segir í tilkynningu SSNV. /PF Hinir árlegu bændadagar hefjast á morgun í Skagfirðingabúð en þá verður boðið upp á ýmis tilboð á kjöt- og mjólkurvörum. Eiður Baldursson mun sjá um að elda dýrindis prufur fyrir gesti og gangandi. Það sem hefur verið aðalsmerki Bændadaga er að framleiðendur matvælanna, bændur sjálfir, hafa verið á staðnum og gefið gestum að smakka hinar frábæru vöru sem framleidd er í héraðinu. Hafa sauðfjár- og kúabændur skipst á að standa vaktina og var í ár komið að þeim fyrrnefndu. Stjórn sauðfjárbænda ákvað hins vegar að taka ekki þátt þar sem henni fannst illa að bændum vegið hvað afurðarverð og verðlagningu heimtöku hjá Kjötafurðastöð KS varðaði. Var þá leitað til kúabænda sem ákváðu einnig að taka ekki þátt og styðja þar með baráttu sauðfjárbænda. Þrátt fyrir þetta uppátæki banda eru allir hvattir til að mæta í Skagfirðingabúð og gera góð matarinnkaup. /PF Eitt aðalmarkmið Pírata er valddreifing og sjálfsákvörðunar- réttur. Að hver og einn geti haft aðkomu að málum sem hann varðar. Af því leiðir sú stefna okkar Pírata að gera eigi sveitar-félög fjárhagslega sjálfstæð til þess að þau geti staðið undir þeirri þjónustu sem þau eiga að veita. Stóra spurningin er, hvernig förum við að því? Í dag fá sveitarfélög aðallega tekjur frá útsvari einstaklinga og í gegnum fasteignargjöld. Þessum tekjum er ætlað að standa undir þeirri þjónustu sem sveitarfélögum er skylt að veita. Undanfarið hefur ríkið fært ýmis verkefni yfir til sveitarfélaganna án þess að viðeigandi fjármagn fylgi. Lausnin við þessu er að gera hluta tekjuskatts fyrirtækis og virðisaukaskatt að útsvari til sveitarfélags. Þannig myndi hluti af hagnaði fyrirtækis sem og sala af vöru eða þjónustu fyrirtækis renna til nær-samfélagins. Hér er nauðsyn-legt að taka fram að ef þú kaupir olíu á bensínstöð í Varmahlíð þá myndi hluti virðisaukaskattsins af olíu-gjaldinu renna til Skagafjarðar en ekki til sveitarfélagsins þar sem bensínstöðin er með höfuðstöðvar. Þeir sem þekkja til í kerfinu telja þetta vera erfitt í framkvæmd, kerfið virkar ekki svona, en við látum slíkt ekki stöðva okkur. Kerfið er mannanna verk og það er hægt að bæta. Það besta við þessa breytingu er ekki bara að tekjustofnar sveitarfélaganna verða sterkari heldur verður einnig til hvati til þess að laða að annars konar atvinnustarfsemi en þá sem skilar miklum fasteignagjöld-um. Ferðamenn sem flakka um landið og kaupa alls kyns þjónustu myndu skila hagnaði beint í sjóði sveitarfélagsins. Veffyrirtækið út í bílskúr færi allt í einu að standa undir rekstri leikskólans. Þessi breyting er á kostnað ríkissjóðs en afurðin eru öfl-ugri og sjálfstæðari sveitarfélög. Það gagnast okkur öllum, líka ríkissjóði. Eva Pandora Baldursdóttir og Björn Leví Gunnarsson Höfundar eru þingmenn og frambjóðendur Pírata í Norðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi suður. AÐSENT : Eva Pandora og Björn Leví skrifa Eflum byggðir landsins Byggðastofnun óskar að ráða sérfræðing til starfa Byggðastofnun óskar eftir að ráða sérfræðing á þróunarsvið stofnunarinnar. Meginverkefni viðkomandi starfsmanns verður að sinna verkefninu Brothættar byggðir og gegna starfi landstengiliðar Norræna Atlantssamstarfsins (NORA) á Íslandi. Starfinu fylgja töluverð ferðalög. Þá þarf viðkomandi að vera tilbúinn til að vinna að öllum þeim þáttum byggðamála sem þróunarsviðið sinnir en það eru fjölbreytt verkefni svo sem vinnsla byggðaáætlunar, skýrslugerð og úttektir á sviði byggðamála, samskipti við atvinnuþróunarfélög, starfræksla landsskrifsstofa NPA og NORA og samskipti við ESPON, umsjón með AVS (rannsóknarsjóði í sjávarútvegi) og aflamarki Byggðastofnunar svo eitthvað sé nefnt. Hæfniskröfur: • Háskólanám sem nýtist í starfi. • Reynsla af verkefnastýringu er kostur. • Sjálfstæði í vinnubrögðum. • Frumkvæði og lipurð í mannlegum samskiptum. • Hæfileiki til að vinna sjálfstætt og eiga auðvelt með að koma fyrir sig orði munnlega og skriflega. • Viðkomandi þarf að hafa vald á dönsku, norsku eða sænsku auk ensku. Staðsetning starfsins er á Sauðárkróki. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 31. október nk. og skulu umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendar til Byggðastofnunar, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki eða á netfangið postur@byggdastofnun.is. Öllum umsóknum um starfið verður svarað. Nánari upplýsingar veitir Snorri Björn Sigurðsson, forstöðumaður þróunarsviðs, snorri@byggdastofnun.is eða 895 8653. Byggðastofnun hefur það að markmiði að vera eftirsóknarverður vinnustaður fyrir hæfa og metnaðarfulla starfsmenn, konur jafnt sem karla. 25 manns starfa hjá stofnuninni sem hefur á að skipa vel menntuðu fólki með fjölbreytta reynslu. Þar sem karlar eru í meirihluta starfsmanna á þróunarsviði eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um starfið. 38/2017 3

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.