Feykir


Feykir - 11.10.2017, Side 4

Feykir - 11.10.2017, Side 4
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Dominos-deildin :: Tindastóll - ÍR 71-74 ÍR-ingar gáfu Tindastóls- mönnum langt nef Það var boðið upp mikla dramatík og stórundarlegan körfuboltaleik í Síkinu sl. fimmtudagskvöld þegar baráttuglaðir ÍR-ingar mættu til leiks og stálu sigrinum af steinhissa Stólum. Lokatölur 71-74 og nú er bara að vona að fall sé fararheill. Það voru um 500 manns sem mættu í Síkið og Stólarnir vel studdir að venju. Heima- menn fóru vel af stað og Sigtryggur Arnar var sjóðheitur en hann var í byrjunarliðinu ásamt Pétri, Axel, Helga og Chris en Hester því á bekknum til að byrja með. Byrjunarlið gestanna var skipað þeim Daða Grétars, Matthíasi Sig, Sæþóri Kristjáns, Danero Thomas og loks Ryan Taylor sem reyndist Stólunum erfiður. Eins og við var búist róteraði Israel Martin Stólunum af miklum móð og kannski fannst sumum nóg um. Tindastóll komst yfir 14-6 og voru yfir 21-7 eftir laglegan þrist frá Pétri sem setti niður þrjá þrista í fyrsta fjórðungi. Að honum loknum var staðan strax orðin vænleg, 27-11. ÍR-ingar náðu þó vopnum sínum í öðrum leikhluta en Stólarnir komu á ný sterkir til baka og eftir að Kristinn Marinós braut óíþróttamannslega á Hester setti hann niður fjögur stig í röð og jók muninn í 33-16. Þá hrökk Matti í stuð hjá ÍR og hann og fleiri fóru að nýta sér glufur í varnarleik Tindastóls og sölluðu niður þristum. Þeir minnkuðu muninn í sex stig, 41-35, en Hester setti niður tvö víti fyrir hlé og staðan 43-25. Tindastólsmenn sýndu frá- bæran leik í upphafi þriðja leik- hluta og virtust ætla að stinga gestina af. Hannes Ingi gerði fimm góð stig um miðjan hálfleikinn. Hann kom Stólun- um í 60-38 en í kjölfarið kom ótrúlegur kafli Stólanna þar sem liðið gerði aðeins þrjú stig á 14 mínútum – eða þangað til mínúta var eftir af leiknum. Það verður ekki tekið af liði ÍR að það spilaði hörku vörn þess- ar síðustu mínútur en Stólarnir voru klaufar í sókninni. Fjórtán stigum munaði að loknum þriðja leikhluta, 61-47 Tindastóli í vil, en það var sama hversu mörg leikhlé Martin tók, leikur Stólanna fór bara versnandi á meðan öll stemn- ingin færðist yfir í lið gestanna. Danero Thomas kom ÍR yfir, 63-64, og þegar mínúta var eftir voru gestirnir með sjö stiga forystu, 63-70. Þá skoraði Caird fyrstu og einu 3ja stiga körfu sína í leiknum og Pétur hrökk í gang og Stólarnir voru nálægt því að jafna leikinn með skoti á síðustu sekúndu. Svekkjandi tap sem sýnir að það verður svo sannarlega ekkert gefins í Dominos-deild- inni í vetur. Liði Tindastóls var spáð öðru sæti í vetur og kannski var það að gefa mönn- um falskt öryggi auk þess sem liði ÍR var spáð tíunda sæti – sem er reyndar alveg makalaus spádómur. Nú fyrir mót hefur talsvert verið dáðst að breidd- inni í Tindastólsliðinu en í þessum leik má til sanns vegar færa að breiddin mikla var veikleiki liðsins – alltof fáir leikmenn fundu fjölina sóknar- lega og varnarleikurinn var dapur síðasta korterið. Nú er bara að bíta á gamla góða jaxlinn og mæta fjall- brattir í næsta leik gegn Val að Hlíðarenda á fimmtudag. /ÓAB Hester, Pétur og Viðar í baráttu við Daneiro Thomas í liði ÍR. MYND: ÓAB Þann 23. september síðast- liðin fór uppskeruhátíð meistaraflokka Tindastóls í knattspyrnu fram. Þar voru bestu og efnilegustu leikmenn liðanna þriggja verðlaunuð. Einnig fengu markakóngur og drottning viðurkenningu. Það voru leikmenn sjálfir sem völdu besta leikmanninn en þjálfarar völdu þau efnilegustu. Úr liði Drangeyjar var Jónas Aron Ólafsson valinn efnilegastur. Guðni Þór Einarsson var valinn bestur og hann var jafnframt markahæstur. Úr kvennaliði Tindastóls var Sólveig Birta Eiðsdóttir valin efnilegust. Laufey Harpa Halldórsdóttir var valin best og Kolbrún Ósk Hjaltadóttir var markadrottning. Úr meistaraflokki karla var Jón Gísli Eyland Gíslason valinn efnilegastur en hann var upptekin í landsliðsverkefni fyrir Íslands hönd og gat því ekki verið viðstaddur hófið. Markakóngur var Ragnar Þór Gunnarsson og Konráð Sigurðsson var valinn bestur. /GÖJ Uppskeruhátíð Knattspyrnudeildar Tindastóls Þau bestu og efnilegustu Maltbikarinn í körfunni Íslands- og bikarmeistarar KR mæta Kormáki á Hvammstanga Nú um helgina hefjast 32 liða úrslit í Maltbikar karla í körfuknattleik. Tvö lið af Norðurlandi vestra verða í eldlínunni, Tindastóll og Kormákur. Á laugardag verður veisla á Hvammstanga en þá mæta liðsmenn Íslands- og bikarmeistara KR í heimsókn úr Vesturbænum. Það er ekki á hverjum degi sem slíkir snillingar leika listir sínar í íþróttahúsinu á Hvammstanga og því ekki að efa að heimamenn muni fjölmenna og styðja sína menn með ráðum og dáð gegn ofur- eflinu. Leikurinn hefst kl. 17:00. Þórsarar úr Þorlákshöfn mæta aftur á móti í Síkið á Króknum á sunnudaginn og etja kappi við lið Tindastóls. Leikir liðanna hafa í gegnum tíðina verið spennandi og skemmtilegir og það verður varla breyting þar á. Leikurinn hefst kl. 19:15. Fjölmennum í Síkið. /ÓAB Jónas Aron Ólafsson og Sólveig Birta Eiðsdóttir voru valin efnilegust í sínum liðum. Mynd: GÖJ. Bergmann formaður, Bjarki Már aðst.þjálfari, Konni Sig. besti leikmaður Tindastóls og Stefán Arnar þjálfari. Mynd: GÖJ. Laufey Harpa Halldórsdóttir hefur lengi verið efnileg. Nú er hún best! Mynd af FB síðu hennar. Guðni Þór Einarsson var valinn bestur Drangeyinga og var hann jafnframt markahæstur leikmanna liðsins. Mynd: GÖJ. 4 38/2017

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.