Feykir


Feykir - 11.10.2017, Blaðsíða 7

Feykir - 11.10.2017, Blaðsíða 7
við höfðum, doka hjá okkur og stugga við fyllibyttum þar til einhver kæmi til að opna. Frekari viðskipti okkar við aðra leigubílstjóra í ferðinni verða svo birt í sérriti. Á meðan Moskva er orðin eins og hver önnur vestræn borg þá er Irkutsk meira í átt við það sem við bjuggumst við. Lödurnar farnar að sjást á kostnað Bensanna og þróunin hægfara. Viðhaldi var víða ábótavant og fjöldi gamalla fallegra timburhúsa innan um steinkumbalda illa farin. Ein gatan var þó uppgerð þar sem veitingahús og ferðaþjónusta höfðu skapað líflega umgjörð. Við fórum einnig í siglingu út á Baikalvatnið gríðarstóra sem geymir fimmtu mestu fersk- vatnsbirgðir jarðar, hyldjúpt, tært og fallegt. Þangað fer Pútín gjarnan og hnykklar vöðvana fyrir myndatöku. Aftur var stigið um borð til móts við næsta áfangastað, Mongólíu. Nú fjölgaði þjóð- ernum og greinilegt að ferða- menn voru komnir í meirihluta. Samt höfðum við klefann út af fyrir okkur en á fyrsta leggnum höfðum við keypt upp auka plássið til að koma í veg fyrir að fá fleiri inná okkur, nóg voru þrengslin samt. Smám saman breyttist landslagið. Fyrst smokraði lest- in sér í kringum Baikalvatnið en fór síðan að mjakast upp á hásléttuna. Um leið fækkaði trjánum og gresjurnar tóku við. Þessi leggur var rétt um sólarhringur með nokkru stoppi á landamærunum vegna eftirlits. Mongólía er afskaplega víðfeðmt land eða fimmtán sinnum stærra en Ísland. Þar búa tæpar þrjár milljónir og þar af 700.000 í höfuðborginni Ulaanbatur sem jafnframt er kaldasta höfuðborg í heimi með umferðarmenningu sem er óútskýranleg en gengur að mestu út á frekju og flaut. Þegar við litum út í birtingu um morguninn blöstu við ávalar hæðir svo langt sem eygði, grónar en graslausar. Búsmali á víð og dreif í mis- stórum hjörðum. Hvergi girð- ingar en stöku rétt. Á tímum Ghengis Khan náði hann í krafti kænsku, hraða og leikni sinna ríðandi riddara að leggja undir sig svæði allt frá Víet- nam til Ungverjalands. Öldum seinna skiptist landið í Ytri- og Innri-Mongólíu og lenti undir stjórn Kínverja. Ytri-Mongólía tók síðan afstöðu með Rússum og þáði stuðning þeirra. Nú hefur verið þar þingræði frá Lestarvörðurinn passar upp á sig og sína. Þröngt mega sáttir sitja. Lagt í hann. Guðrún í fótabaði í Gorki garðinum. Því þarf við upphaf ferðarinnar að ákveða hvar skal stíga af og á vilji maður það. Út á gresjuna Eftir fjögurra sólarhringa ferð komum við, seint um kvöld, til Irkutsk, höfuðborgar Síberíu, sem stendur skammt frá hinu þekkta Baikal vatni. Strax á brautarstöðinni hópuðust að okkur mis traustvekjandi og ákaflega ágengir leigubílstjórar. Einn angaði af kaupstaðarlykt og annar var með blóðugar umbúðir á hendinni. „Ég sé ekki betur en það sé nýbúið að skjóta hann“ sagði Arnór til hughreystingar!!! Við vörðums fimlega og fundum loks bíl sem bæði var með merki og gjaldmæli og settumst þar inn. Hótelið var, eins og önnur í ferðinni, staðsett í skuggasundi og enginn kom til dyra þá hringt var. Evgeny bílstjóri var hins vegar svo ánægður með þjórféð að hann bauðst til að hringja í númer sem Íslandi komið á kortið í Síberíu. Vinkonur okkar í lestinni. Dæmigert útsýni á leið okkar. 1992 og þetta fátæka land farið að hafa sjálft ráðstöfunarrétt yfir þeim miklu verðmætum sem þar finnast í jörðu, bæði málmum og olíu. Í reiðtúr á forverum skagfirskra gæðinga Í Ulaanbatur dvöldum við í fimm sólarhringa á ljómandi farfuglaheimili reknu af tveimur bræðrum sem augljós- lega ætla sér stóra hluti í ferðaþjónustu. Þar var mikið rennirí af gestum sem ýmist voru að koma úr eða fara í ferðir á vegum fyrirtækisins, sem skipuleggur bæði jeppa-, hesta- og lestarferðir svo dæmi séu tekin. Við skoðuðum borg- ina mestmegnis gangandi, enda staðsett miðsvæðis. Fórum í söfn og klaustur og nutum þjóðháttasýningar í þjóðleikhúsi landsins. Óvíða hafa fundist fleiri steingerv- ingar, m.a. af risaeðlum, en í Mongólíu. Fyrr á árum var þeim smyglað úr landi í stórum stíl en fyrir skömmu náðust samningar um endurheimt þeirra og búið er að opna fyrsta hluta af safni því tengdu sem gaman var að skoða og sjá hve greinilega stærð og útlit dýranna hefur varðveist. Við fórum í tvær dagsferðir út fyrir borgina með okkar trygga bílstjóra Boldoog og skoðuðum m.a. tvö klaustur en þau hafa mikið aðdráttarafl, fallegar byggingar með mörg- um dýrgripum. Annað þeirra er staðsett í Tetelj þjóðgarð- inum þar sem einnig getur að líta stórkostlegar jarðmyndanir og náttúrulega steinskúlptúra. Við létum okkur hafa það að fara ríðandi upp að klaustrinu á hestaleiguhestum sem voru í eigu fjölskyldu í grenndinni sem einnig rak veitingastað hvar við snæddum gúllas áður en lagt var á. Kjötið var væntanlega af einhverskonar sauðkind en þegar Guðrún fiskaði brunna eldspýtu 38/2017 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.