Feykir


Feykir - 11.10.2017, Síða 10

Feykir - 11.10.2017, Síða 10
Baby born kjóllinn breyttist í skírnarkjól Ragnheiður Sveinsdóttir grunnskólakennari á Hvammstanga er mikil prjónakona, þrátt fyrir að mamma hennar hafi gefið prjónakennsluna upp á bátinn þegar hún var krakki. En eftir að hún komst á bragðið með prjónaskapinn hefur hún varla stoppað og liggja ófá verkin eftir hana. Ekki skemmir það ánægjuna þegar flíkurnar skipta skyndilega um hlutverk eins og gerðist með dúkkukjólinn sem breyttist í skírnarkjól. Hve lengi hefur þú stundað hannyrðir? -Ég lærði að prjóna í grunnskóla. Mamma hafði eitthvað reynt að kenna mér að prjóna en ekkert gengið og hún kenndi því um að ég væri örvhent. Ég náttúrulega tilkynnti frænkunum Þóru og Þóru, sem ætluðu að ganga í málið, að það væri ekki hægt að kenna mér að prjóna því ég væri örvhent. "Mamma sagði það" (ég man ennþá eftir þessu! Þetta hefur verið haustið 1984). Ég sýndi nú smá frumleika í 9. bekk og prjónaði húfu sem ég gekk með í nokkur ár og á enn. Á framhaldsskólaárunum prjónaði ég ekkert en ákvað að prufa þetta aftur rétt eftir tvítug og hef eiginlega ekki stoppað síðan. Prjónið er svo þægilegt að taka með sér í vinnuna og bílinn en ég hef einnig ég gaman af því að sauma sem er þó meira á tilraunastigi og fer ekki út úr húsi. Þeir sem voru í FNV haustið 1993 muna kannski eftir buxum sem ég saumaði mér, svörtum með stórum hvítum doppum.... Hverju ertu að vinna að um þessar mundir? -Þessa dagana er ég að prjóna á litla frænku, heilgalla með köðlum og dúlleríi. Ég þarf svolítið að einbeita mér við það föndur svo ég dunda mér við það heima á kvöldin og er að prjóna peysu á sex ára systurdóttur mína á kennarastofunni. Hvaða handverk sem þú hefur gert ert þú ánægðust með? -Einu sinni datt mér í hug að prjóna skírnarkjól á Baby born dúkku dóttur minnar. Svo var tilvalið að skella systurdóttur minni í hann þar sem hún fæddist löngu fyrir áætlaðan tíma og var lítil og nett en hún er fimm mánaða á myndinni sem fylgir með. Eydís Bára Jóhannsdóttir er alltaf með eitthvað á prjónunum eða heklunálinni og ætlar að taka áskorun og segja okkur frá sínum verkum. ( HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM ) frida@feykir.is Ragnheiður Sveinsdóttir / Hvammstanga VIÐBURÐIR HJÁ KK RESTAURANT: „Leitið tilboða fyrir hópa í mat og gistingu í pósti á kaffikrokur@kaffikrokur.is „ www.kkrestaurant.is www.arctichotels.is Fylgstu með okkur á facebook Skagfirskar kótilettur í kryddraspi með lauksmjöri, grænum baunum, rababarasultu og fleira meðlæti. Hlaðborðið byrjar 18:30 og verður opið til 21:00. Minnum á að það eru einungis teknar borðapantanir fyrir kvöldið og þær skulu sendast á kaffikrokur@kaffikrokur.is Verð 3.500 kr og 1 kaldur á krana fylgir með. 13. okt, Kótilettukvöld 27. okt Villibráðarkvöld 28. okt Villibráðarkvöld 4. nóv Villibráðarkvöld 5. nóv Villibráðarkvöld 11. nóv Halloween dagur 17. nóv Jólahlaðborð 18. nóv Jólahlaðborð 24. nóv Jólahlaðborð 25. nóv Jólahlaðborð 1. des Jólahlaðborð 2. des Jólahlaðborð 16. des Jóladögurður, fjórða í aðventu Ragnheiður í nýjustu peysunni sem hún prjónaði á sig. MYNDIR ÚR EINKASAFNI Það er skemmtilegt og fljótlegt að prjóna á handleggjunum. Íris Emma, systurdóttir Ragnheiðar og fyrirburi, í Babyborn skírnarkjólnum. Börn Ragnheiðar í peysum sem hún prjónaði á þau. KS Deildin í uppnámi Meistaradeild Norðurlands Allt stefnir í að KS- Deildin í hestaíþróttum verði ekki haldin í vetur þar sem aðstandendur Meistaradeildar Norðurlands hafa ákveðið að hætta aðkomu sinni að henni. Í yfirlýsing frá Meistaradeild Norðurlands segir að Kaupfélagi Skagfirðinga hafi verið tilkynnt um ákvörðunina en KS hefur verið aðalstyrktaraðili mótsins. „Við höfum staðið fyrir KS- Deildinni samfellt í 10 ár en teljum nú að nóg sé komið hjá okkur. Þetta hefur verið einkar ánægjulegur tími og viljum við þakka KS, keppendum, áhorfendum, Flugu og starfsfólki okkar frábæran stuðning á sl. 10 árum,“ segir í yfirlýsingu Meistaradeildar Norðurlands.. /PF 10 38/2017

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.