Feykir


Feykir - 11.10.2017, Qupperneq 12

Feykir - 11.10.2017, Qupperneq 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 38 TBL 11.október 2017 37. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Skagfirðingafélagið í Reykjavík fagnaði 80 ára afmæli sínu sl. laugardag í samkomusal Ferðafélags Íslands. Í tilefni tímamótanna var ákveðið að gefa út afmælisdisk með 10 glænýjum skagfirskum dægurlagaperlum sem fluttar voru um kvöldið. Ber hann heitið Kveðja heim. Fjölmargir gestir komu í veisluna og samfögnuðu stjórn Skagfirðingafélagsins og skemmtu sér vel. Valgerður Erlings Péturssonar var kynnir kvöldsins og þeir Sigvaldi Gunnarsson og Reynir Snær Magnússon spiluðu fyrir dansi fram á nótt. /PF Skagfirðingafélagið 80 ára Kveðja heim Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is Stefán Logi ráðinn framkvæmdastjóri Steinull hf. Í sumar var auglýst staða framkvæmda- stjóra Steinullar en Einar Einarsson, sem hefur verið fram- kvæmdastjóri um áraraðir, lætur senn af störfum. Nú hefur verið ráðið í stöðuna og ljóst að Stefán Logi Haraldsson mun taka formlega við sem framkvæmdastjóri eigi síðar en 1. apríl á næsta ári. Árið 1999 hóf Stefán Logi störf hjá Vírneti og tók síðan við sem framkvæmdastjóri hjá sameinuðu Límtré Vírneti í Borgarnesi árið 2004. Árin 1987 til 1999 starfaði hann sem fjármálastjóri hjá Steinull, að undanskildu einu ári (sept. 1997 til sept. 1998) sem hann starfaði hjá sænska fyrirtækinu Paroc í Svíþjóð. Þá sat hann í stjórn Steinullar árin 2000 og 2001. Stefán er Samvinnuskólagenginn rekstrarfræðingur og hefur lokið fjölda námskeiða í stjórnun og stefnumótun erlendis og hérlendis. Stefán er ættaður úr Fljótunum og tók þátt í bæjarpólitíkinni á Króknum á sínum tíma og var formaður knattspyrnudeildar Tindastóls. Hann er giftur Ingu S. Baldursdóttur og þau eiga fjögur uppkomin börn. Að sögn Marteins Jónssonar, stjórnarformanns Steinullar hf, þá sóttu þrjátíu manns um stöðu framkvæmdastjóra og margir mjög góðir sem sýndu starfinu áhuga. Einar Einarsson, núverandi fram- kvæmdastjóri Steinullar, hóf störf sem framleiðslu- stjóri Steinullarverksmiðjunnar 1984 eða ári áður en hún tók til starfa. Hann tók við stöðu framkvæmda- stjóra 1. september 1988. /ÓAB Frekar nýleg mynd af Gunnari Braga. MYND: ALTHINGI.IS Verum snjöll verZlum heima „Endurskoðun og skattaskil!“ SKYNSEMI, SAMKENND OG JÁKVÆÐNI. ÞESS VEGNA VERSLA ÉG Í HEIMABYGGÐ. N Ý P R E N T E H F / M Y N D . H É R A Ð S S K JA LA S A F N S K A G F IR Ð IN G A / LJÓ S M Y N D A R I: K R IS T JÁ N C . M A G N Ú S S O N .

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.