Feykir - 22.11.2017, Qupperneq 11
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: Króna.
Feykir spyr...
Hefur þú
ákveðið hvað þú
ætlar að verða
þegar þú verður
stór?
Spurt á Starfakynningu
í FNV
UMSJÓN palli@feykir.is
„Nei, hef ekki hugmynd um
það. Ég á eftir að ákveða það.“
Katrín Edda Lan Þórólfsdóttir
„Arkitekt eða
eitthvað álíka.“
Elínborg Margrét Sigfúsdóttir
„Ekki alveg en finnst líklegt
að það verði eitthvað
við tölvur.“
Reynir Logi Heiðarsson
„Nei. En mig langar að skoða
annað hvort lögregluna
eða sjúkraþjálfun.“
Vilberg Haukur Hjartarson
KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson
Sudoku
FEYKIFÍN AFÞREYING
Krossgáta
Tilvitnun vikunnar
Maðurinn veit ekki hvað hamingjan er fyrr en hann giftist
– en þá er það orðið of seint. - Frank Sinatra
Forvitnileg folaldasteik
Matgæðingar vikunnar heita Zanny Lind Hjaltadóttir og Jóhann
Hólmar Ragnarsson, bændur á Syðri-Brekku í Húnavatnshreppi.
Við skulum gefa þeim orðið:
„Sæl öll. Við heitum Zanny og Jói og búum á Syðri-Brekku
ásamt börnum okkar þremur. Við rekum þar lítið sauðfjárbú ásamt
því að vera að fikra okkur áfram í hrossarækt. Hér á eftir koma
nokkrar af uppáhalds uppskriftum fjölskyldunnar, við vonum að
þið prófið og líkið vel,“ segja matgæðingarnir okkar
AÐALRÉTTUR
Folaldasteik
með kúmeni
Aðferð: Við borðum mikið fol-
aldakjöt en þessi eldunaraðferð er
algjört uppáhald. Hægt er að nota
þetta á alla parta, hvort sem það er
klumpur eða lund!
Yfirleitt er kjötinu leyft að þiðna
við stofuhita í sólarhring. Rétt fyrir
eldun er gaffli stungið eins oft og
þurfa þykir í kjötið (mjög góð leið
til að losna við uppsafnaða gremju
ef þess þarf!!). Stráið salti og heilu
kúmeni yfir kjötið. Bræðið smjör-
líki á pönnu og steikið kjötið í um
eina mínútu á hvorri hlið.
Setjið í eldfast mót og inn í
heitan ofn (180-200°C, blástur).
Eldunartími er misjafn eftir þykkt
og lögun steikarinnar en við viljum
hafa kjötið svolítið bleikt í miðj-
unni. Yfirleitt duga 10 mín á hvorri
hlið fyrir „medium rare“ eldun.
Leyfið kjötinu að standa á borðinu
í 5 mínútur áður en skorið er í það.
Á meðan kjötið er í ofninum er
sósan búin til:
Takið 1 stk. villisveppaost og rífið
niður í pott. Bræðið ostinn í ½
lítra af matreiðslurjóma. Það má
þykkja sósuna með kartöflumjöli
ef þurfa þykir.
Kjötið er svo borið fram með
salati, baunum og ofnbökuðum
kartöflum.
EFTIRRÉTTUR
Besta súkkulaðikaka
í heimi
Húsbóndinn er mikill sælkeri og veit
fátt betra en volga súkkulaðiköku.
Þessi hefur heldur betur slegið í
gegn!
2 bollar hveiti
2 bollar sykur
¼ tsk salt
4 msk kakó
250 g smjörlíki
1 bolli vatn
½ bolli AB mjólk
2 egg
1 tsk. matarsódi
1 tsk. vanilludropar
Aðferð: Bræðið smjörlíki í potti og
hrærið kakóinu saman við. Sjóðið
vatnið og hellið út í kakósmjörlík-
ið. Látið sjóða í 30 sekúndur og
geymið. Blandið þurrefnunum í
skál (öllu nema matarsódanum) og
hellið svo heitri kakóblöndunni
yfir. Hrærið örlítið til þess að kæla
blönduna.
Blandið saman AB mjólk,
eggjum og vaniulludropum og
matarsóda. Hrærið vel og blandið
svo saman við restina af deginu.
Bakið við 180-200°C í 20
mínútur.
Súkkulaðikrem:
200 g smjörlíki
4 msk. kakó
6 msk. mjólk
1 tsk. vanilludropar
450 g flórsykur
Aðferð: Bræðið smjörlíkið í potti
og hrærið kakóinu saman við.
Látið malla í 30 sekúndur og takið
af hitanum. Bætið mjólk og
vanilludropum við og hrærið.
Bætið að lokum flórsykrinum við
og hrærið vel. Það er mjög gott að
bæta við pekanhnetum ef skapið er
þannig.
SÉRLEGA GÓÐ SÓSA
Sósa með reyktu kjöti
Að lokum viljum við henda fram
auðveldri en rosalega góðri sósu sem
hentar vel með öllu léttreyktu kjöti.
250 g sveppir
smjör til steikingar
250 g sveppasmurostur
½ l matreiðslurjómi
2 msk. púðursykur
1 msk. sætt sinnep
Aðferð: Steikið sveppina í smá
smjöri. Bætið rjómanum og
ostinum saman við og látið malla á
lágum hita þar til osturinn er
bráðinn. Bætið púðursykri og
sinnepi saman við. Má þykkja með
kartöflumjöli ef þurfa þykir.
Verði ykkur að góðu!
Við þökkum kærlega fyrir okkur
og bjóðum Kollu og Atla á Mána-
skál að vera næstu matgæðingar
Jói og Zanny Lind. MYND ÚR EINKASAFNI
( MATGÆÐINGUR VIKUNNAR ) frida@feykir.is
Zanny og Jói á Syðri-Brekku
44/2017 11
Ótrúlegt, en kannski satt..
Fyrstu hreindýrin voru flutt til Íslands fyrir tæpum 250 árum
samkvæmt konunglegri tilskipun til að efla íslenskan landbúnað. Þau
voru flutt frá Finnmörku í Noregi í fjórum hópum frá 1771 til 1787. Eins
og allir vita, lifa þau villt á hálendi Ísland en ótrúlegt, en kannski satt,
finnst hreindýrum bananar góðir.
Vísnagátur Sigurðar Varðar
Finna skal út eitt orð
úr línunum fjórum.
Fellir lauf er hausta fer.
Þó flestir hana eiga kjósi.
Dýrið hana á höfði ber.
Höfð með stofuljósi.